LeBron fær meira borgað næstu tvö ár en Jordan fékk allan ferilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2024 16:45 LeBron James með Michael Jordan á góðri stundu. AP/Ron Schwane LeBron James er í eilífum samanburði við Michael Jordan en oft er rifist um það hvor þeirra sé besti körfuboltamaður allra tíma. Það hefur auðvitað margt breyst síðan að Jordan var kóngurinn í NBA deildinni. Stærsta breytingin er líklega þegar kemur að launamálum leikmanna en launin hafa hækkað gríðarlega síðan á valdatíð Jordan á tíunda áratug síðustu aldar. Jordan er enn í dag í hópi tekjuhæstu íþróttamanna heims þrátt fyrir að hafa ekki spilað í meira en tuttugu ár. Þar koma til tekjur hans frá auglýsingarsamningnum og öðru því tengdu. Þegar kemur að launum hans sem leikmanns þá var það ekki merkileg upphæð miðað við það sem leikmenn deildarinnar fá í dag. LeBron James, sem heldur upp á fertugsafmælið sitt í desember, var að ganga frá nýjum tveggja ára samningi. Hann fær 104 milljónir dollara í laun fyrir þessi tvö tímabil. Jordan fékk hins vegar samanlagt aðeins 94 milljónir dollara í laun allan leikmannaferil sinn sem náði frá 1984 til 2003 sem tveimur hléum eða nánar til getið 1984–1993, 1995–1998 og 2001–2003. Þetta eru fimmtán tímabil og það gera 6,3 milljónir dollara í meðallaun á tímabili. James er því að fá meira næstu tvö ár en heildarlaun Jordan. Þessu er LeBron að ná þegar hann er 40 ára og 41 árs gamall. Hann fær 52 milljónir að meðaltali á tímabili næstu tvö ár en það gerir 7,2 milljarða í íslenskum krónum hvort tímabil. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) NBA Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira
Það hefur auðvitað margt breyst síðan að Jordan var kóngurinn í NBA deildinni. Stærsta breytingin er líklega þegar kemur að launamálum leikmanna en launin hafa hækkað gríðarlega síðan á valdatíð Jordan á tíunda áratug síðustu aldar. Jordan er enn í dag í hópi tekjuhæstu íþróttamanna heims þrátt fyrir að hafa ekki spilað í meira en tuttugu ár. Þar koma til tekjur hans frá auglýsingarsamningnum og öðru því tengdu. Þegar kemur að launum hans sem leikmanns þá var það ekki merkileg upphæð miðað við það sem leikmenn deildarinnar fá í dag. LeBron James, sem heldur upp á fertugsafmælið sitt í desember, var að ganga frá nýjum tveggja ára samningi. Hann fær 104 milljónir dollara í laun fyrir þessi tvö tímabil. Jordan fékk hins vegar samanlagt aðeins 94 milljónir dollara í laun allan leikmannaferil sinn sem náði frá 1984 til 2003 sem tveimur hléum eða nánar til getið 1984–1993, 1995–1998 og 2001–2003. Þetta eru fimmtán tímabil og það gera 6,3 milljónir dollara í meðallaun á tímabili. James er því að fá meira næstu tvö ár en heildarlaun Jordan. Þessu er LeBron að ná þegar hann er 40 ára og 41 árs gamall. Hann fær 52 milljónir að meðaltali á tímabili næstu tvö ár en það gerir 7,2 milljarða í íslenskum krónum hvort tímabil. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever)
NBA Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira