Pabbinn telur að bænirnar hafi komið til bjargar Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 22:46 Mert Günok tókst að teygja sig í boltann og verja á ögurstundu í sigrinum gegn Austurríki. Getty/Dan Mullan Faðir tyrkneska markvarðarins Mert Günok var að sjálfsögðu stoltur eftir magnaða markvörslu sonarins sem tryggði Tyrkjum sigur á Austurríki, á EM í fótbolta. Hann telur þó að æðri máttarvöld hafi haft sitt að segja. Günok kastaði sér með tilþrifum til hliðar og varði skalla Christoph Baumgartner af stuttu færi, í lok leiks gegn Austurríki í 16-liða úrslitum EM í fyrrakvöld. Þar með unnu Tyrkir 2-1 sigur og komust áfram í 8-liða úrslit, þar sem þeir mæta Hollendingum en þurfa þó að spjara sig án miðvarðarins Merih Demiral sem verður í banni. Tilþrif Günoks vöktu mikla athygli og tyrkneska blaðið Hurriyet spurði Mahir pabba hans út í þau, en hann er fyrrverandi markvörður og þjálfari. „Líkamsstaða sonar míns og frammistaða á lokasekúndunum gerði mig mjög glaðan. Kannski voru það bænir allra stuðningsmannanna, þar á meðal mínar, sem komu í veg fyrir að þetta yrði mark,“ sagði Mahir. Sonurinn Mert var einnig þakklátur fyrir bænir stuðningsmanna: „Þetta var frábær sigur. Ég vil þakka öllum sem báðu fyrir okkur. Við eigum enn langa leið fyrir höndum,“ sagði Mert Günok. Leikur Tyrklands og Hollands er í Berlín á laugardaginn en þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2008 sem að Tyrkir komast svona langt á EM. „Ég held að með þessum mikla anda samtakamáttar og einingar þá munum við komast yfir hollensku hindrunina,“ sagði Günok eldri. EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Sjá meira
Günok kastaði sér með tilþrifum til hliðar og varði skalla Christoph Baumgartner af stuttu færi, í lok leiks gegn Austurríki í 16-liða úrslitum EM í fyrrakvöld. Þar með unnu Tyrkir 2-1 sigur og komust áfram í 8-liða úrslit, þar sem þeir mæta Hollendingum en þurfa þó að spjara sig án miðvarðarins Merih Demiral sem verður í banni. Tilþrif Günoks vöktu mikla athygli og tyrkneska blaðið Hurriyet spurði Mahir pabba hans út í þau, en hann er fyrrverandi markvörður og þjálfari. „Líkamsstaða sonar míns og frammistaða á lokasekúndunum gerði mig mjög glaðan. Kannski voru það bænir allra stuðningsmannanna, þar á meðal mínar, sem komu í veg fyrir að þetta yrði mark,“ sagði Mahir. Sonurinn Mert var einnig þakklátur fyrir bænir stuðningsmanna: „Þetta var frábær sigur. Ég vil þakka öllum sem báðu fyrir okkur. Við eigum enn langa leið fyrir höndum,“ sagði Mert Günok. Leikur Tyrklands og Hollands er í Berlín á laugardaginn en þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2008 sem að Tyrkir komast svona langt á EM. „Ég held að með þessum mikla anda samtakamáttar og einingar þá munum við komast yfir hollensku hindrunina,“ sagði Günok eldri.
EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Sjá meira