Verður áfram hjá Manchester United Aron Guðmundsson skrifar 4. júlí 2024 10:18 Ten Hag verður áfram hjá Rauðu djöflunum Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag hefur skrifað undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United sem gildir út tímabilið 2026. Frá þessu greinir Manchester United í yfirlýsingu. Óvissa hafði verið um framtíð Hollendingsins í starfi en forráðamenn félagsins ákváðu þó að halda tryggð við hann og hefur Ten Hag nú framlengt veru sína í rauða hluta Manchesterborgar til loka tímabilsins 2025/2026 hið minnsta. „Ég er mjög ánægður með að hafa náð samkomulagi við félagið þannig að við getum haldið áfram okkar samstarfi,“ segir Ten Hag í yfirlýsingu Manchester United. „Þegar að ég horfi til baka á þau tvö ár sem að ég hef varið hjá félaginu þá getum við litið til baka stolt yfir þeim tveimur titlum sem við höfum landað og horft til margra áfanga sem eru til marks um framfarirnar sem við höfum verið að taka frá því að ég tók við stjórnartaumunum.“ Hins vegar sé mikil vinna framundan. „Erfiðisvinna sem mun þurfa til svo við getum náð þeim hæðum sem ætlast er til af okkur sem Manchester United. Í því felst að við förum aftur að berjast um titla, bæði á Englandi sem og í Evrópu.“ ✍️ Here to stay.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 4, 2024 Óvissa hefur verið uppi varðandi framtíð Ten Hag í starfi allt frá því að fjárfestingahópur breska auðkýfingsins Sir Jim Ratcliffe, INEOS, tók yfir rekstur Manchester United. Samningur Ten Hag, áður en hann krotaði undir þennan nýja samning sem í dag er greint frá, átti að renna út eftir næsta tímabil. Það þykir ekkert launungarmál að forráðamenn Manchester United könnuðu stöðuna hjá öðrum knattspyrnustjórum áður en þeir fóru í viðræður við Ten Hag um nýjan samning. Þeir töldu Hollendinginn vera besta kostinn í stöðunni á þessum tímapunkti. Manchester United endaði í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Erik ten Hag og stóð einnig uppi sem enskur deildarbikarmeistari. Róðurinn á síðasta tímabili var hins vegar þyngri þegar á ensku úrvalsdeildina er litið. Þar endaði Manchester United í áttunda sæti og komst ekki upp úr sínum riðli í Meistaradeild Evrópu. Hins vegar stóð liðið uppi sem enskur bikarmeistari eftir sigur á grönnum sínum í Manchester City í úrslitaleik keppninnar. Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira
Óvissa hafði verið um framtíð Hollendingsins í starfi en forráðamenn félagsins ákváðu þó að halda tryggð við hann og hefur Ten Hag nú framlengt veru sína í rauða hluta Manchesterborgar til loka tímabilsins 2025/2026 hið minnsta. „Ég er mjög ánægður með að hafa náð samkomulagi við félagið þannig að við getum haldið áfram okkar samstarfi,“ segir Ten Hag í yfirlýsingu Manchester United. „Þegar að ég horfi til baka á þau tvö ár sem að ég hef varið hjá félaginu þá getum við litið til baka stolt yfir þeim tveimur titlum sem við höfum landað og horft til margra áfanga sem eru til marks um framfarirnar sem við höfum verið að taka frá því að ég tók við stjórnartaumunum.“ Hins vegar sé mikil vinna framundan. „Erfiðisvinna sem mun þurfa til svo við getum náð þeim hæðum sem ætlast er til af okkur sem Manchester United. Í því felst að við förum aftur að berjast um titla, bæði á Englandi sem og í Evrópu.“ ✍️ Here to stay.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 4, 2024 Óvissa hefur verið uppi varðandi framtíð Ten Hag í starfi allt frá því að fjárfestingahópur breska auðkýfingsins Sir Jim Ratcliffe, INEOS, tók yfir rekstur Manchester United. Samningur Ten Hag, áður en hann krotaði undir þennan nýja samning sem í dag er greint frá, átti að renna út eftir næsta tímabil. Það þykir ekkert launungarmál að forráðamenn Manchester United könnuðu stöðuna hjá öðrum knattspyrnustjórum áður en þeir fóru í viðræður við Ten Hag um nýjan samning. Þeir töldu Hollendinginn vera besta kostinn í stöðunni á þessum tímapunkti. Manchester United endaði í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Erik ten Hag og stóð einnig uppi sem enskur deildarbikarmeistari. Róðurinn á síðasta tímabili var hins vegar þyngri þegar á ensku úrvalsdeildina er litið. Þar endaði Manchester United í áttunda sæti og komst ekki upp úr sínum riðli í Meistaradeild Evrópu. Hins vegar stóð liðið uppi sem enskur bikarmeistari eftir sigur á grönnum sínum í Manchester City í úrslitaleik keppninnar.
Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira