LeBron James samdi við Lakers og spilar við hlið sonarins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2024 13:30 LeBron James eftir að hann bætti stigamet NBA deildarinnar sem var áður í eigu Kareem Abdul-Jabbar. AP/Ashley Landis LeBron James hefur gengið frá nýjum tveggja ára samningi við Los Angeles Lakers í NBA deildinni í körfubolta en Adrian Wojnarowski sagði fyrstur frá þessu í dag. Stigahæsti leikmaður sögunnar spilar því áfram með Lakers. James fær 104 milljónir dollara fyrir þessi tvö tímabil sem gera 14,4 milljarða í íslenskum krónum. Það er samt undir James komið hvort hann spilar seinna tímabilið (2025-26) og það er heldur ekki hægt að skipta honum í annað lið. James heldur upp á fertugsafmælið sitt 30. desember næstkomandi en hann er í hópi allra bestu NBA leikmanna allra tíma og er í toppsætinu hjá mörgum. Enginn hefur heldur náð að skila svona frammistöðu í deildinni á hans aldri. James er sá eini til að skora meira en fjörutíu þúsund stig en hann er áttundi í stoðsendingum frá upphafi, fjórði í stolnum boltum og sjötti í þriggja stiga körfum. Á síðasta tímabilið var James valinn í tuttugasta sinn í stjörnuleikinn sem er met. Hann var einnig valinn í þriðja úrvalslið tímabilsins eftir að hafa skilað 25,7 stigum, 7,3 fráköstum og 8,3 stoðsendingum að meðaltali í leik og hitti úr 54 prósent skota sinna. Þetta þýðir að James mun spila við hlið sonar síns Bronny James sem Lakers valdi í nýliðavalinu á dögunum. Það er tuttugu ára aldursmunur á feðgunum. James hefur lengi talað um að spila með syni sínum og nú verður það að veruleika. Free agent LeBron James has agreed to a two-year, $104 million maximum deal to return to the Los Angeles Lakers, sources tell ESPN. Deal includes player option and no trade clause. pic.twitter.com/gAEOmvfAzZ— Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 3, 2024 NBA Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Sjá meira
James fær 104 milljónir dollara fyrir þessi tvö tímabil sem gera 14,4 milljarða í íslenskum krónum. Það er samt undir James komið hvort hann spilar seinna tímabilið (2025-26) og það er heldur ekki hægt að skipta honum í annað lið. James heldur upp á fertugsafmælið sitt 30. desember næstkomandi en hann er í hópi allra bestu NBA leikmanna allra tíma og er í toppsætinu hjá mörgum. Enginn hefur heldur náð að skila svona frammistöðu í deildinni á hans aldri. James er sá eini til að skora meira en fjörutíu þúsund stig en hann er áttundi í stoðsendingum frá upphafi, fjórði í stolnum boltum og sjötti í þriggja stiga körfum. Á síðasta tímabilið var James valinn í tuttugasta sinn í stjörnuleikinn sem er met. Hann var einnig valinn í þriðja úrvalslið tímabilsins eftir að hafa skilað 25,7 stigum, 7,3 fráköstum og 8,3 stoðsendingum að meðaltali í leik og hitti úr 54 prósent skota sinna. Þetta þýðir að James mun spila við hlið sonar síns Bronny James sem Lakers valdi í nýliðavalinu á dögunum. Það er tuttugu ára aldursmunur á feðgunum. James hefur lengi talað um að spila með syni sínum og nú verður það að veruleika. Free agent LeBron James has agreed to a two-year, $104 million maximum deal to return to the Los Angeles Lakers, sources tell ESPN. Deal includes player option and no trade clause. pic.twitter.com/gAEOmvfAzZ— Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 3, 2024
NBA Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Sjá meira