Pabbinn svekktur eftir að Klay valdi Mavericks yfir Lakers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2024 09:00 Feðgarnir Mychal Thompson og Klay Thompson á góðri stundu. Getty/Charley Gallay Klay Thompson olli föður sínum vonbrigðum þegar hann valdi frekar að semja við Dallas Mavericks í staðinn fyrir að fara í Los Angeles Lakers. Það var ljóst að Thompson myndi ekki spila áfram með liði Golden State Warriors og fyrrnefnd tvö lið höfðu mestan áhuga á því að fá þessa öflugu skyttu til sín fyrir næsta tímabil í NBA deildinni í körfubolta. Thompson ákvað að taka þriggja ára samningstilboði frá Dallas sem skilar honum fimmtíu milljónum Bandaríkjadala eða tæpum sjö milljörðum. Mychal Thompson, father of Klay Thompson & a 2x NBA champion with the Los Angeles Lakers, says he was disappointed that his son didn’t sign with the Lakers: “I’m not feeling too much in a congratulatory mood. I was hoping & praying that he’d finish his career with the Lakers.”… pic.twitter.com/qSBWJ7eMvb— Courtside Buzz (@CourtsideBuzzX) July 2, 2024 „Ég er ekkert svo ánægður akkúrat núna,“ sagði Mychal Thompson, faðir Klay, í útvarpsviðtali á SiriusXM NBA Radio. Hann vildi sjá son sinn spila með Lakers alveg eins og hann gerði sjálfur í fjögur ár. Mychal lék nefnilega sjálfur með Los Angeles Lakers undir lok níunda áratugarins og varð NBA meistari með liðinu 1987 og 1988. Hann kom til Lakers frá San Antonio Spurs í skiptum fyrir Pétur Guðmundsson í febrúar 1987. „Þetta er auðvitað ákvörðun sem Klay tekur sjálfur. Þetta er hans líf,“ sagði Thompson. „Hann er fullorðinn maður, orðinn 34 ára gamall. Feður okkar gefa okkur ráð en við veljum okkar eigin leið og það er í lagi. Um það snýst lífið,“ sagði Thompson. „Ég er samt virkilega svekktur. Ég var að vonast eftir því að hann færi í Lakers. Hann var líka nálægt því að fara þangað. Þetta var á endanum val á milli Lakers og Mavs og Mavs vann. Ég var samt að vona og biðja fyrir því að hann myndi enda ferilinn með Lakers,“ sagði Thompson. Klay Thompson gat fengið betri samning hjá öðrum félögum en er sagður hafa valið Dallas Mavericks til að eiga meiri möguleika á að vinna sinn fimmta NBA titil sem og að skattarnir í Texas fylki eru mjög hagstæðir. "I'm not feeling too much in a congratulatory mood."Mychal Thompson had hopes that his son, Klay Thompson, would join the Lakers.@champagnennuts | @TheFrankIsola | @Scalabrine pic.twitter.com/8TH9bV3Ktw— SiriusXM NBA Radio (@SiriusXMNBA) July 2, 2024 NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira
Það var ljóst að Thompson myndi ekki spila áfram með liði Golden State Warriors og fyrrnefnd tvö lið höfðu mestan áhuga á því að fá þessa öflugu skyttu til sín fyrir næsta tímabil í NBA deildinni í körfubolta. Thompson ákvað að taka þriggja ára samningstilboði frá Dallas sem skilar honum fimmtíu milljónum Bandaríkjadala eða tæpum sjö milljörðum. Mychal Thompson, father of Klay Thompson & a 2x NBA champion with the Los Angeles Lakers, says he was disappointed that his son didn’t sign with the Lakers: “I’m not feeling too much in a congratulatory mood. I was hoping & praying that he’d finish his career with the Lakers.”… pic.twitter.com/qSBWJ7eMvb— Courtside Buzz (@CourtsideBuzzX) July 2, 2024 „Ég er ekkert svo ánægður akkúrat núna,“ sagði Mychal Thompson, faðir Klay, í útvarpsviðtali á SiriusXM NBA Radio. Hann vildi sjá son sinn spila með Lakers alveg eins og hann gerði sjálfur í fjögur ár. Mychal lék nefnilega sjálfur með Los Angeles Lakers undir lok níunda áratugarins og varð NBA meistari með liðinu 1987 og 1988. Hann kom til Lakers frá San Antonio Spurs í skiptum fyrir Pétur Guðmundsson í febrúar 1987. „Þetta er auðvitað ákvörðun sem Klay tekur sjálfur. Þetta er hans líf,“ sagði Thompson. „Hann er fullorðinn maður, orðinn 34 ára gamall. Feður okkar gefa okkur ráð en við veljum okkar eigin leið og það er í lagi. Um það snýst lífið,“ sagði Thompson. „Ég er samt virkilega svekktur. Ég var að vonast eftir því að hann færi í Lakers. Hann var líka nálægt því að fara þangað. Þetta var á endanum val á milli Lakers og Mavs og Mavs vann. Ég var samt að vona og biðja fyrir því að hann myndi enda ferilinn með Lakers,“ sagði Thompson. Klay Thompson gat fengið betri samning hjá öðrum félögum en er sagður hafa valið Dallas Mavericks til að eiga meiri möguleika á að vinna sinn fimmta NBA titil sem og að skattarnir í Texas fylki eru mjög hagstæðir. "I'm not feeling too much in a congratulatory mood."Mychal Thompson had hopes that his son, Klay Thompson, would join the Lakers.@champagnennuts | @TheFrankIsola | @Scalabrine pic.twitter.com/8TH9bV3Ktw— SiriusXM NBA Radio (@SiriusXMNBA) July 2, 2024
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira