Samtímis í nótt vann Kosta Ríka 2-1 gegn Paragvæ en ljóst var fyrir leik þau myndu ekki komast áfram úr riðlakeppninni.
Fyrir Brasilíu skoraði Raphinha á 12. mínútu, stórbrotið mark beint úr aukaspyrnu. Daniel Munoz jafnaði svo fyrir Kólumbíu rétt fyrir hálfleik.
Brassarnir brunuðu upp í sókn strax í kjölfarið og vildu fá vítaspyrnu þegar Vinicius Jr. féll við í teignum, augljóst brot virtist vera en ekkert dæmt.
Vinicius Jr. hafði fyrr í leiknum fengið að líta gult spjald, annað spjald hans á mótinu og hann verður því í banni í 8-liða úrslitunum.
Kólumbía fékk frábært færi undir lokin til að vinna leikinn en mistókst að skora, þeir fara þó ósigraðir upp úr riðlinum með sjö stig, líkt og Brasilía en þeir enduðu með fimm stig.
8-liða úrslit Copa América
- Brasilía-Úrúgvæ
- Kólumbía-Panama
- Argentína-Ekvador
- Venesúela-Kanada