Skilur við Jamaíka í góðu og telur liðið á betri stað nú en þegar hann tók við Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2024 11:31 Heimir á hliðarlínunni. Omar Vega/Getty Images Heimir Hallgrímsson hefur látið af störfum sem þjálfari karlalandsliðs Jamaíka í knattspyrnu. Hann vill horfa á það jákvæða sem liðið hefur áorkað undir hans stjórn ásamt því að sjá liðið vaxa og dafna þegar fram líða stundir. Í löngu kveðjumyndbandi fer Heimir yfir víðan völl. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni en það er á ensku og ótextað. Þar fer hann yfir árangurinn sem liðið hefur náð, hvernig leikmannahópurinn hefur staðið saman og hversu fagmannlegt umhverfið er orðið. „Ég ætla að einblína á það jákvæða á þessari vegferð. Fyrst og fremst úrslitin, að ná í úrslit í Mexíkó og Kanada, brons í Þjóðadeildinni, undanúrslit í Gullbikarnum og að komast í Suður-Ameríkukeppnina. Mikið af jákvæðum úrslitum inn á vellinum,“ sagði Heimir og hélt áfram. „Að mínu mati er það jákvæðasta þó að leikmannahópurinn er mun heilbrigðari en hann hefur áður verið. Gæðastimpillinn er hærri, leikmenn taka meiri ábyrgð en áður, leikmenn hugsa frekar um liðið en sjálfa sig og fyrir það eiga þeir mikið hrós skilið.“ „Þegar ég tók við var mér sagt að það væri ekki samheldni í hópnum, að það væru tveir til þrír hópar í leikmannahópnum sem gætu ekki unnið saman. Í dag talar enginn um þetta. Leikmenn eiga allt hrós skilið fyrir hegðun sína í landsliðsverkefnum, það er heiður að hafa unnið með þeim.“ „Við erum mun ofar á heimslistanum og það mun hjálpa Jamaíka í framtíðinni. Við skiljum eftir mikið af gögnum svo næsti þjálfari þarf ekki að byrja frá grunni. Hvort hann vilji nota það er svo undir honum komið en ég hef gefið Knattspyrnusambandi Jamaíka (JFF) öll þau gögn sem við höfum sankað að okkur. Við skiljum eftir okkur mun jákvæðara umhverfi en þegar við tókum við.“ Í lokin segir Heimir að viðskilnaðurinn sé á jákvæðum og kristilegum nótum. „Við kveðjumst sem vinir, það eru engin illindi milli neins og þannig vil ég skilja við verkefnið. Þetta var mikilvægt verkefni fyrir mig, ég hef lagt mikinn tíma, ást og vinnu í þetta verkefni og ég myndi elska að sjá það vaxa og dafna.“ Heimir tók við Jamaíka árið 2022 en frá 2018 til 2021 þjálfaði hann Al Arabi í Katar. Þar áður gerði hann frábæra hluti með íslenska landsliðið. Fótbolti Copa América Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Sjá meira
Í löngu kveðjumyndbandi fer Heimir yfir víðan völl. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni en það er á ensku og ótextað. Þar fer hann yfir árangurinn sem liðið hefur náð, hvernig leikmannahópurinn hefur staðið saman og hversu fagmannlegt umhverfið er orðið. „Ég ætla að einblína á það jákvæða á þessari vegferð. Fyrst og fremst úrslitin, að ná í úrslit í Mexíkó og Kanada, brons í Þjóðadeildinni, undanúrslit í Gullbikarnum og að komast í Suður-Ameríkukeppnina. Mikið af jákvæðum úrslitum inn á vellinum,“ sagði Heimir og hélt áfram. „Að mínu mati er það jákvæðasta þó að leikmannahópurinn er mun heilbrigðari en hann hefur áður verið. Gæðastimpillinn er hærri, leikmenn taka meiri ábyrgð en áður, leikmenn hugsa frekar um liðið en sjálfa sig og fyrir það eiga þeir mikið hrós skilið.“ „Þegar ég tók við var mér sagt að það væri ekki samheldni í hópnum, að það væru tveir til þrír hópar í leikmannahópnum sem gætu ekki unnið saman. Í dag talar enginn um þetta. Leikmenn eiga allt hrós skilið fyrir hegðun sína í landsliðsverkefnum, það er heiður að hafa unnið með þeim.“ „Við erum mun ofar á heimslistanum og það mun hjálpa Jamaíka í framtíðinni. Við skiljum eftir mikið af gögnum svo næsti þjálfari þarf ekki að byrja frá grunni. Hvort hann vilji nota það er svo undir honum komið en ég hef gefið Knattspyrnusambandi Jamaíka (JFF) öll þau gögn sem við höfum sankað að okkur. Við skiljum eftir okkur mun jákvæðara umhverfi en þegar við tókum við.“ Í lokin segir Heimir að viðskilnaðurinn sé á jákvæðum og kristilegum nótum. „Við kveðjumst sem vinir, það eru engin illindi milli neins og þannig vil ég skilja við verkefnið. Þetta var mikilvægt verkefni fyrir mig, ég hef lagt mikinn tíma, ást og vinnu í þetta verkefni og ég myndi elska að sjá það vaxa og dafna.“ Heimir tók við Jamaíka árið 2022 en frá 2018 til 2021 þjálfaði hann Al Arabi í Katar. Þar áður gerði hann frábæra hluti með íslenska landsliðið.
Fótbolti Copa América Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Sjá meira