Í fréttatilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að skjálftinn hafi orðið klukkan 11:18 og honum hafi fylgt einn skjálfti af stærðinni 1,2.
Frá áramótum hafi fjórtán skjálftar, þrír að stærð eða stærri, orðið á þessum slóðum, sá stærsti 5,4 þann 21. apríl síðastliðinn.
Það hafi verið stærsti skjálftinn frá goslokum í febrúar 2015. Jarðskjálftar séu algengir í Bárðarbungu.