Fór holu í höggi á tveimur holum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2024 16:33 Frank Bensel yngri átti ótrúlegan dag á Opna bandaríska mótinu í öldungagolfi. @ChampionsTour Frank Bensel yngri er kannski ekki frægasti kylfingur heims en hann er algjörlega sér á báti í golfsögunni eftir frammistöðu sína í dag. Bensel náði ótrúlegum árangri á öðrum hring Opna bandaríska öldungarmótsins í golfi. Mótið er fyrir fimmtuga og eldri. Bensel fór nefnilega holu í höggi á tveimur holum í röð. „Sögulegt,“ skrifaði bandaríska golfsambandið á samfélagsmiðla sína. Aldrei áður hafði kylfingur á PGA mótaröðinni náð þessu áður. Hringurinn byrjaði reyndar ekkert allt of vel því Bensel fékk skolla á holu tvö. Hann átti aftur á móti sögulegt svar við því. Bensel fór holu í höggi á fjórðu holunni og endurtók leikinn síðan á þeirri fimmtu. Þetta eru báðar par þrjú holur, sú fyrri er 168 metrar en sú síðari er 186 metrar. Talandi um líkurnar á þessu þá eru líkurnar fyrir atvinnukylfing einn á móti þrjú þúsund að hann fari holu í höggi. Líkurnar eru aftur á móti 67 milljón á móti einum að hann fari tvisvar holu í höggi á sama hring. What are the odds of two holes-in-one in a row!? 😱 pic.twitter.com/mNiPhDRKv8— USGA (@USGA) June 28, 2024 Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bensel náði ótrúlegum árangri á öðrum hring Opna bandaríska öldungarmótsins í golfi. Mótið er fyrir fimmtuga og eldri. Bensel fór nefnilega holu í höggi á tveimur holum í röð. „Sögulegt,“ skrifaði bandaríska golfsambandið á samfélagsmiðla sína. Aldrei áður hafði kylfingur á PGA mótaröðinni náð þessu áður. Hringurinn byrjaði reyndar ekkert allt of vel því Bensel fékk skolla á holu tvö. Hann átti aftur á móti sögulegt svar við því. Bensel fór holu í höggi á fjórðu holunni og endurtók leikinn síðan á þeirri fimmtu. Þetta eru báðar par þrjú holur, sú fyrri er 168 metrar en sú síðari er 186 metrar. Talandi um líkurnar á þessu þá eru líkurnar fyrir atvinnukylfing einn á móti þrjú þúsund að hann fari holu í höggi. Líkurnar eru aftur á móti 67 milljón á móti einum að hann fari tvisvar holu í höggi á sama hring. What are the odds of two holes-in-one in a row!? 😱 pic.twitter.com/mNiPhDRKv8— USGA (@USGA) June 28, 2024
Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira