James feðgarnir sameinast í liði Los Angeles Lakers Aron Guðmundsson skrifar 27. júní 2024 22:36 Feðgarnir Bronny og LeBron James saman hjá Los Angeles Lakers Vísir/Samsett mynd Feðgarnir LeBron James og Bronny James eru sameinaðir hjá NBA liðinu Los Angeles Lakers eftir að sá síðarnefndi var valinn af Lakers í annarri umferð nýliðavals NBA deildarinnar í kvöld. Um söguleg tíðindi gæti verið að ræða ef aðeins er litið á þá staðreynd að aldrei áður hafa feðgar spilað með sama liðinu í leik í NBA deildinni. Það gæti breyst á næsta tímabili en með fimmtugasta og fimmta valrétt sínum valdi Los Angeles Lakers Bronny James í lið sitt. Bronny James is selected 55th overall by the @Lakers in the 2024 #NBADraft presented by State Farm!Watch the Second Round on ESPN. pic.twitter.com/BnxozT7CGj— NBA (@NBA) June 27, 2024 Bronny, nítján ára gamall, er elsti sonur LeBron James sem hefur skipað sér nafn sem einn allra besti körfuboltamaður sögunnar og hefur hann á sínum ferli fjórum sinnum orðið NBA meistari og fjórum sinnum verið valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Bronny ákvað að gefa kost á sér í nýliðaval NBA deildarinnar eftir aðeins eitt tímabil með liði USC háskólans þar sem að hann var að meðaltali með 4,8 stig í leik, 2,8 fráköst og 2,1 stoðsendingu og spilaði að meðaltali 19,4 mínútur í leik. Bronny gekk til liðs við lið USC á miðju tímabili en þar áður hafði hann gengið í gegnum krefjandi tíma utanvallar eftir að hafa farið í hjartastopp. BRON AND BRONNY ON THE SAME TEAM 🟡 🟣 The Lakers select Bronny James with the 55th pick‼️ pic.twitter.com/g1w5Cg3B6T— ESPN (@espn) June 27, 2024 Samningur LeBron James við Los Angeles Lakers er að renna út og hefur hann til 29.júní næstkomandi til þess að virkja ákvæði í þeim samningi og halda inn í næsta tímabil með liðinu. Það yrðu nú að teljast tíðindi ef faðirinn myndi ekki virkja það ákvæði og kveðja liðið nú þegar að sonurinn er mættur. NBA Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Einkunnir strákanna á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic Sjá meira
Um söguleg tíðindi gæti verið að ræða ef aðeins er litið á þá staðreynd að aldrei áður hafa feðgar spilað með sama liðinu í leik í NBA deildinni. Það gæti breyst á næsta tímabili en með fimmtugasta og fimmta valrétt sínum valdi Los Angeles Lakers Bronny James í lið sitt. Bronny James is selected 55th overall by the @Lakers in the 2024 #NBADraft presented by State Farm!Watch the Second Round on ESPN. pic.twitter.com/BnxozT7CGj— NBA (@NBA) June 27, 2024 Bronny, nítján ára gamall, er elsti sonur LeBron James sem hefur skipað sér nafn sem einn allra besti körfuboltamaður sögunnar og hefur hann á sínum ferli fjórum sinnum orðið NBA meistari og fjórum sinnum verið valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Bronny ákvað að gefa kost á sér í nýliðaval NBA deildarinnar eftir aðeins eitt tímabil með liði USC háskólans þar sem að hann var að meðaltali með 4,8 stig í leik, 2,8 fráköst og 2,1 stoðsendingu og spilaði að meðaltali 19,4 mínútur í leik. Bronny gekk til liðs við lið USC á miðju tímabili en þar áður hafði hann gengið í gegnum krefjandi tíma utanvallar eftir að hafa farið í hjartastopp. BRON AND BRONNY ON THE SAME TEAM 🟡 🟣 The Lakers select Bronny James with the 55th pick‼️ pic.twitter.com/g1w5Cg3B6T— ESPN (@espn) June 27, 2024 Samningur LeBron James við Los Angeles Lakers er að renna út og hefur hann til 29.júní næstkomandi til þess að virkja ákvæði í þeim samningi og halda inn í næsta tímabil með liðinu. Það yrðu nú að teljast tíðindi ef faðirinn myndi ekki virkja það ákvæði og kveðja liðið nú þegar að sonurinn er mættur.
NBA Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Einkunnir strákanna á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic Sjá meira