Frændsystkini á leið í lækninn: „Sá á fjölskyldugrúppunni að hann hafði líka komist inn“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júní 2024 12:27 Ásta Júlía og Bergur Máni á útskriftardaginn vorið 2019, þegar hvorugt þeirra stefndi á að læra læknisfræði. Aðsend Landsliðskona í körfubolta og slökkviliðsmaður, frændsystkini sem komust bæði inn í læknisfræðideild Háskóla Íslands í ár, segja þessi tímamót hafa komið þeim mikið á óvart. Hvorugt þeirra hafi í upphafi stefnt á þá vegferð. Þau Ásta Júlía Grímsdóttir og Bergur Máni Skúlason, börn Samfylkingarsystkinanna Helgu Völu Helgadóttur og Skúla Helgasonar, fengu bæði þær gleðifréttir í gær að þau hefðu komist inn í læknisfræðideild Háskóla Íslands, „það skrattans nálarauga sem inntökuprófið er!“ eins og Skúli orðar það á Facebook. Þau munu því bæði hefja þar nám í haust. Vissi ekki að Bergur ætlaði líka í prófið Frændsystkinin útskrifuðust bæði úr Menntaskólanum í Reykjavík vorið 2019. Bergur var í síðasta árgangi fjögurra ára kerfis MR en Ásta í fyrsta árgangi þriggja ára kerfisins. Þau héldu sameiginlega útskriftarveislu. Hvorugt þeirra segist þó endilega hafa stefnt á læknisfræðinám. „Það voru margir sem vildu fara í læknisfræði en það var ekki markmiðið mitt. Ég fór ekki í MR til þess,“ segir Ásta í samtali við Vísi. Eftir útskrift fór Ásta til Texas í Bandaríkjunum að spila körfubolta, en hún spilar með A-landsliði kvenna í íþróttinni sem og meistaraflokki Vals. Þegar heimsfaraldur skall á sneri Ásta heim á ný og fór að læra lífeindafræði. Ásta Júlía á glæstan feril í körfubolta og er í A-landsliðinu í íþróttinni. Aðsend Bergur fór að starfa hjá slökkviliðinu, en hann tók sjúkraflutninganám samhliða síðustu önninni í MR. Ásamt slökkviliðsstarfinu lærði hann hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Bæði ákváðu þau að þreyta læknisfræðiprófið í ár en datt þó ekki í hug að þau ættu eftir að enda í deildinni saman. „Ég var ekki alveg viss í byrjun árs hvað ég ætlaði að gera. Vissi af þessum áhuga en var ekki alveg búinn að ákveða mig þannig að ég hélt þessu leyndu en ákvað svo að keyra á fullt í vor,“ segir Bergur. Það hafi gengið svona líka vel. Bergur starfar hjá slökkviliðinu samhliða hjúkrunarfræðinámi. Aðsend „Það var ekkert verið að tala um að hann væri að fara í prófið. Þannig að það var mjög skemmtilegt surprise þegar ég sá á fjölskyldugrúppunni á Facebook að hann hafði líka komist inn,“ segir Ásta. Bergur segir þetta sömuleiðis hafa komið skemmtilega á óvart. „Ég bjóst engan veginn við þessu, ef einhver hefði sagt mér þetta fyrir fimm árum hefði ég ekki trúað því,“ segir Bergur. Háskólar Tímamót Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira
Þau Ásta Júlía Grímsdóttir og Bergur Máni Skúlason, börn Samfylkingarsystkinanna Helgu Völu Helgadóttur og Skúla Helgasonar, fengu bæði þær gleðifréttir í gær að þau hefðu komist inn í læknisfræðideild Háskóla Íslands, „það skrattans nálarauga sem inntökuprófið er!“ eins og Skúli orðar það á Facebook. Þau munu því bæði hefja þar nám í haust. Vissi ekki að Bergur ætlaði líka í prófið Frændsystkinin útskrifuðust bæði úr Menntaskólanum í Reykjavík vorið 2019. Bergur var í síðasta árgangi fjögurra ára kerfis MR en Ásta í fyrsta árgangi þriggja ára kerfisins. Þau héldu sameiginlega útskriftarveislu. Hvorugt þeirra segist þó endilega hafa stefnt á læknisfræðinám. „Það voru margir sem vildu fara í læknisfræði en það var ekki markmiðið mitt. Ég fór ekki í MR til þess,“ segir Ásta í samtali við Vísi. Eftir útskrift fór Ásta til Texas í Bandaríkjunum að spila körfubolta, en hún spilar með A-landsliði kvenna í íþróttinni sem og meistaraflokki Vals. Þegar heimsfaraldur skall á sneri Ásta heim á ný og fór að læra lífeindafræði. Ásta Júlía á glæstan feril í körfubolta og er í A-landsliðinu í íþróttinni. Aðsend Bergur fór að starfa hjá slökkviliðinu, en hann tók sjúkraflutninganám samhliða síðustu önninni í MR. Ásamt slökkviliðsstarfinu lærði hann hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Bæði ákváðu þau að þreyta læknisfræðiprófið í ár en datt þó ekki í hug að þau ættu eftir að enda í deildinni saman. „Ég var ekki alveg viss í byrjun árs hvað ég ætlaði að gera. Vissi af þessum áhuga en var ekki alveg búinn að ákveða mig þannig að ég hélt þessu leyndu en ákvað svo að keyra á fullt í vor,“ segir Bergur. Það hafi gengið svona líka vel. Bergur starfar hjá slökkviliðinu samhliða hjúkrunarfræðinámi. Aðsend „Það var ekkert verið að tala um að hann væri að fara í prófið. Þannig að það var mjög skemmtilegt surprise þegar ég sá á fjölskyldugrúppunni á Facebook að hann hafði líka komist inn,“ segir Ásta. Bergur segir þetta sömuleiðis hafa komið skemmtilega á óvart. „Ég bjóst engan veginn við þessu, ef einhver hefði sagt mér þetta fyrir fimm árum hefði ég ekki trúað því,“ segir Bergur.
Háskólar Tímamót Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira