Stór ákvörðun Hayes: Morgan ekki með á Ólympíuleikana Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2024 22:15 Alex Morgan fer ekki til Parísar. Ira L. Black/Getty Images Emma Hayes, nýráðinn þjálfari bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var ekki lengi að láta til sín taka. Hún ákvað að skilja stórstjörnuna og tvöfalda heimsmeistarann Alex Morgan eftir heima þegar Bandaríkin halda til Parísar. Hayes mætti strax til Bandaríkjanna eftir að vinna enn einn Englandsmeistaratitilinn með Chelsea. Í dag, miðvikudag, var 18 manna leikmannahópur Bandríkjanna á Ólympíuleikunum opinberaður sem og hvaða fjórar er til taks ef einhver af þessum 18 dettur út. Alex Morgan has been left off Emma Hayes' USWNT Olympics roster.It will be the first major international tournament that she’s missed since 2008 😕 pic.twitter.com/36EyEo3t6j— B/R Football (@brfootball) June 26, 2024 Þar vakti mikla athygli að hin 34 ára gamla Morgan, leikmaður San Diego Wave í heimalandinu, var hvergi sjáanleg en hún hefur verið lykilmaður í liði Bandaríkjanna undanfarin ár. Ásamt því að hafa orðið heimsmeistari tvívegis hefur hún fjórum sinnum farið á Ólympíuleikana. Þá hefur morgan skorað 123 mörk fyrir A-landslið Bandaríkjanna í 224 leikjum. „Að vera valin í leikmannahópinn fyrir Ólympíuleikana er mikill heiður og það er ljóst að það var gríðarleg samkeppni milli leikmanna og valið var erfitt. Sérstaklega í ljósi þess hversu mikið leikmennirnir hafa lagt á sig undanfarna tíu mánuði,“ sagði Hayes er hópurinn var tilkynntur. U.S. national team forward Alex Morgan was left off coach Emma Hayes’ roster for the Paris Olympics. https://t.co/Hw19JzvjqP— The Associated Press (@AP) June 26, 2024 Hin fjölhæfa Crystal Dunn var titluð sem framherji að þessu sinni en hún hefur alla jafna spilað sem varnarmaður fyrir þjóð sína. Þá er markmaðurinn Alyssa Naeher í hópnum þrátt fyrir að hafa verið að glíma við meiðsli. Hópinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Markverðir Casey Murphy (North Carolina Courage) Alyssa Naeher (Chicago Red Stars) Varnarmenn Tierna Davidson (Gotham) Emily Fox (Arsenal) Naomi Girma (San Diego Wave) Casey Krueger (Washington Spirit) Jenna Nighswonger (Gotham) Emily Sonnett (Gotham) Miðjumenn Korbin Albert (París Saint-Germain) Sam Coffey (Portland Thorns) Lindsey Horan (Lyon) Rose Lavelle (Gotham) Catarina Macario (Chelsea) Framherjar Crystal Dunn (Gotham) Trinity Rodman (Washington Spirit) Jaedyn Shaw (San Diego Wave) Sophia Smith (Portland Thorns) Mallory Swanson (Chicago Red Stars) Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Sport Fleiri fréttir Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Sjá meira
Hayes mætti strax til Bandaríkjanna eftir að vinna enn einn Englandsmeistaratitilinn með Chelsea. Í dag, miðvikudag, var 18 manna leikmannahópur Bandríkjanna á Ólympíuleikunum opinberaður sem og hvaða fjórar er til taks ef einhver af þessum 18 dettur út. Alex Morgan has been left off Emma Hayes' USWNT Olympics roster.It will be the first major international tournament that she’s missed since 2008 😕 pic.twitter.com/36EyEo3t6j— B/R Football (@brfootball) June 26, 2024 Þar vakti mikla athygli að hin 34 ára gamla Morgan, leikmaður San Diego Wave í heimalandinu, var hvergi sjáanleg en hún hefur verið lykilmaður í liði Bandaríkjanna undanfarin ár. Ásamt því að hafa orðið heimsmeistari tvívegis hefur hún fjórum sinnum farið á Ólympíuleikana. Þá hefur morgan skorað 123 mörk fyrir A-landslið Bandaríkjanna í 224 leikjum. „Að vera valin í leikmannahópinn fyrir Ólympíuleikana er mikill heiður og það er ljóst að það var gríðarleg samkeppni milli leikmanna og valið var erfitt. Sérstaklega í ljósi þess hversu mikið leikmennirnir hafa lagt á sig undanfarna tíu mánuði,“ sagði Hayes er hópurinn var tilkynntur. U.S. national team forward Alex Morgan was left off coach Emma Hayes’ roster for the Paris Olympics. https://t.co/Hw19JzvjqP— The Associated Press (@AP) June 26, 2024 Hin fjölhæfa Crystal Dunn var titluð sem framherji að þessu sinni en hún hefur alla jafna spilað sem varnarmaður fyrir þjóð sína. Þá er markmaðurinn Alyssa Naeher í hópnum þrátt fyrir að hafa verið að glíma við meiðsli. Hópinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Markverðir Casey Murphy (North Carolina Courage) Alyssa Naeher (Chicago Red Stars) Varnarmenn Tierna Davidson (Gotham) Emily Fox (Arsenal) Naomi Girma (San Diego Wave) Casey Krueger (Washington Spirit) Jenna Nighswonger (Gotham) Emily Sonnett (Gotham) Miðjumenn Korbin Albert (París Saint-Germain) Sam Coffey (Portland Thorns) Lindsey Horan (Lyon) Rose Lavelle (Gotham) Catarina Macario (Chelsea) Framherjar Crystal Dunn (Gotham) Trinity Rodman (Washington Spirit) Jaedyn Shaw (San Diego Wave) Sophia Smith (Portland Thorns) Mallory Swanson (Chicago Red Stars)
Markverðir Casey Murphy (North Carolina Courage) Alyssa Naeher (Chicago Red Stars) Varnarmenn Tierna Davidson (Gotham) Emily Fox (Arsenal) Naomi Girma (San Diego Wave) Casey Krueger (Washington Spirit) Jenna Nighswonger (Gotham) Emily Sonnett (Gotham) Miðjumenn Korbin Albert (París Saint-Germain) Sam Coffey (Portland Thorns) Lindsey Horan (Lyon) Rose Lavelle (Gotham) Catarina Macario (Chelsea) Framherjar Crystal Dunn (Gotham) Trinity Rodman (Washington Spirit) Jaedyn Shaw (San Diego Wave) Sophia Smith (Portland Thorns) Mallory Swanson (Chicago Red Stars)
Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Sport Fleiri fréttir Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu