Laufey birti tvær myndir af kærastanum á Instagram síðu sína í gær og óskaði honum til hamingju með afmælið. Í færslunni kom ekki fram hver kærastinn er en eftir rannsóknarvinnu hér á fréttastofunni komst í ljós að kærastinn heitir Charlie Christie.
Christie starfar hjá markaðsteymi útgáfufyrirtækisins Interscope Recods, sem er í eigu Universal Music Group. Fyrirtækið gefur út tónlist nokkurra stærstu tónlistarstjarna heims, þar á meðal Billie Eilish, Elton John, Lady Gaga og Maroon 5. Aldur og þjóðerni kærastans liggja ekki fyrir.
Hér sést hann til dæmis í Las Vegas með stórstjörnunni Lady Gaga.
Óhætt er að segja að Laufey sé ein af skærustu rísandi stjörnum heims. Hún er sem stendur á tónleikaferðalagi um Bandaríkin en hefur spilað fyrir fullum tónleikasölum um heim allan. Laufey hlaut Grammy-verðlaun í flokki hefðbundinnar popptónlistar í febrúar og hefur komið fram á hverjum rauða dreglinum á fætur öðrum.