Varga meiddist vægast sagt illa í gær þegar Angus Gunn, markvörður Skotlands, keyrði hann niður innan vítateigs í þann mund sem hann kýldi fyrirgjöf frá marki sínu. Varga steinlá og ljóst var strax að hann væri illa meiddur.
UEFA hefur fengið mikla gagnrýni fyrir hversu lengi það tók að koma réttum aðilum inn á völlinn til að hlúa að honum. Einnig tók það starfsmenn vallarins heila eilífð að koma börum inn á völlinn svo hægt væri að bera Varga af velli.
Í yfirlýsingu UEFA segir að það hafi tekið rétta viðbragðsaðila innan við 15 sekúndur að komast inn á völlinn. Sjúkrateymið beið á hliðarlínunni, eins og segir til um þegar kemur að atvikum sem þessum. Það hafi svo komið inn á völlinn um leið og beðið var um að farið yrði með leikmanninn upp á sjúkrahús.
Einnig segir í yfirlýsingunni að öll framkvæmd viðbragðsaðila hafi verið eftir regluverki UEFA og það hafi engin töf orðið á þeirri aðstoð sem Varga fékk inn á vellinum eða þá varðandi hversu fljótt hann hafi verið sendur á sjúkrahús.
UEFA have responded to criticism about the speed of medical help to Hungary's Barnabás Varga after he suffered multiple fractures to facial bones and concussion against Scotland. pic.twitter.com/vW00nc5Id4
— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 24, 2024
Hinn 29 ára gamli Varga rotaðist við höggið, fékk heilahristing ásamt því sem hann braut bein í fleirtölu. Hann mun fara í aðgerð síðar í dag segir í frétt Daily Mail.
