„Fólkið er kjarni Þjóðhátíðar og ég vildi sýna það“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 25. júní 2024 07:01 Jóhanna Guðrún er flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár en tónlistarmyndbandið við lagið er frumsýnt í spilaranum hér að neðan. Soffía Kristín Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Þjóðhátíðarlagsins 2024. Jóhanna Guðrún er flytjandi lagsins og segir að tökudagurinn hafi verið draumi líkastur. Hér má sjá tónlistarmyndbandið við lagið Töfrar: Klippa: Jóhanna Guðrún - Töfrar Bongó blíða eftir veðurviðvaranir „Það var svo yndislegt að fá þennan dásamlega sólardag þegar við vorum taka upp eftir að hafa frestað tökum þrisvar sinnum út af gulum og appelsínugulum viðvörunum. Við þökkum kærlega fyrir afnotin af fallegu eyjunni, hún skartaði sínu fegursta þennan dag,“ segir Jóhanna Guðrún. Lagið er samið af Klöru Elíasdóttur og Halldóri Gunnari Pálssyni sem einnig sá um útsetningu og upptökustjórn. „Það var alveg magnað að fara með þessum frábæra hópi af fólki til Eyja að taka upp myndbandið við þjóðhátíðarlagið Töfrar, svo mikill heiður að fá þetta verkefni í heild sinni og enn ríkari upplifun að taka upp myndbandið og ramma lagið inn. Okkur fannst mikilvægt að heiðra og gera eyjafólki hátt undir höfði. Fólkið er kjarni Þjóðhátíðar, ég vildi sýna það og ég gæti ekki verið ánægðari með útkomuna,“ bætir Jóhanna Guðrún við. Jóhanna Guðrún segir að eyjan hafi skartað sínu fegursta.Soffía Kristín Þriðja skipti frá upphafi sem lagið er samið og flutt af konu Halldór Gunnar Lagahöfundur og fjallabróðir segir alltaf mikinn heiður að fá að taka þátt í því að gera Þjóðhátíðarlag. „Svo var alveg dásamlegt að fá að vinna það með Jóhönnu og Klöru.“ Leikstjórn og eftirvinnsla var öll í höndum UNDIR EINS og er leikstjórinn Birgitta Stefánsdóttir. Hörður Þórhallsson vann myndbandið og sá um myndatöku og Birgitta sá um að litgreina það. Bergþór Vikar Geirsson var aðstoðar tökumaður. Klara Elías sá um förðun og stíliseringu og Hildur Ösp og Klara sáu saman um hár. „Að laginu kemur einvala lið listafólks og þar má helst nefna Fjallabræður sem koma fram í þessu einstaka lagi. Lagið er einnig óður til fyrri laga og flytjenda, en í ár fagnar Þjóðhátíð 150 ára afmæli. Einnig er gaman að nefna það að þetta er í þriðja skiptið frá upphafi sem lagið er samið og flutt af konu,“ segir í fréttatilkynningu frá Iceland Sync. Tökurnar gengu mjög vel að sögn Jóhönnu Guðrúnar.Soffía Kristín Hér má hlusta á lagið á streymisveitunni Spotify og hér má sjá myndbandið á Youtube. Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið við lagið Töfrar: Klippa: Jóhanna Guðrún - Töfrar Bongó blíða eftir veðurviðvaranir „Það var svo yndislegt að fá þennan dásamlega sólardag þegar við vorum taka upp eftir að hafa frestað tökum þrisvar sinnum út af gulum og appelsínugulum viðvörunum. Við þökkum kærlega fyrir afnotin af fallegu eyjunni, hún skartaði sínu fegursta þennan dag,“ segir Jóhanna Guðrún. Lagið er samið af Klöru Elíasdóttur og Halldóri Gunnari Pálssyni sem einnig sá um útsetningu og upptökustjórn. „Það var alveg magnað að fara með þessum frábæra hópi af fólki til Eyja að taka upp myndbandið við þjóðhátíðarlagið Töfrar, svo mikill heiður að fá þetta verkefni í heild sinni og enn ríkari upplifun að taka upp myndbandið og ramma lagið inn. Okkur fannst mikilvægt að heiðra og gera eyjafólki hátt undir höfði. Fólkið er kjarni Þjóðhátíðar, ég vildi sýna það og ég gæti ekki verið ánægðari með útkomuna,“ bætir Jóhanna Guðrún við. Jóhanna Guðrún segir að eyjan hafi skartað sínu fegursta.Soffía Kristín Þriðja skipti frá upphafi sem lagið er samið og flutt af konu Halldór Gunnar Lagahöfundur og fjallabróðir segir alltaf mikinn heiður að fá að taka þátt í því að gera Þjóðhátíðarlag. „Svo var alveg dásamlegt að fá að vinna það með Jóhönnu og Klöru.“ Leikstjórn og eftirvinnsla var öll í höndum UNDIR EINS og er leikstjórinn Birgitta Stefánsdóttir. Hörður Þórhallsson vann myndbandið og sá um myndatöku og Birgitta sá um að litgreina það. Bergþór Vikar Geirsson var aðstoðar tökumaður. Klara Elías sá um förðun og stíliseringu og Hildur Ösp og Klara sáu saman um hár. „Að laginu kemur einvala lið listafólks og þar má helst nefna Fjallabræður sem koma fram í þessu einstaka lagi. Lagið er einnig óður til fyrri laga og flytjenda, en í ár fagnar Þjóðhátíð 150 ára afmæli. Einnig er gaman að nefna það að þetta er í þriðja skiptið frá upphafi sem lagið er samið og flutt af konu,“ segir í fréttatilkynningu frá Iceland Sync. Tökurnar gengu mjög vel að sögn Jóhönnu Guðrúnar.Soffía Kristín Hér má hlusta á lagið á streymisveitunni Spotify og hér má sjá myndbandið á Youtube.
Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira