„Fyrsta utanvegahlaupið hjá mínu manni. Hann var mjög peppaður að fara í þetta en ekki eins glaður þegar hlaupið var byrjað. Hann vildi alls ekki tala við mig á meðan hlaupinu stóð og var bara frekar leiðinlegur en skiljanlega þar sem þetta var erfitt fyrir hann. Það er alveg gott að æfa smá áður en maður skráir sig í svona krefjandi hlaup,“ skrifar Mari við mynd af þeim síðan um helgina.
Parið hljóp tuttugu og tvo kílómetra frá Arnarstapa að Ólafsvík þar sem er allra veðra von. Hlauparar þurfa ýmist að kljást við snjó og drullu frá einum til sjö kílómetra af leiðinni.
Mari segist afar stolt af Nirði fyrir að hafa klára hlaupið á fínum tíma miðað við aðstæðum: „Hann er bestur og þetta var geggjuð helgi.“
Mari sigraði Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa sem fór fram í Öskjuhlíðinni í byrjun maí mánaðar. Mari vann hlaupið eftir að hafa lokið 57 hringjum, eða rúmlega 380 kílómetra.
Hundruð hlaupara voru skráðir til leiks og hlupu þeir 6,7 kílómetra hring á klukkutímafresti þar til einn hlaupari stóð eftir.