„Þetta er það leiðinlegasta sem maður gerir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. júní 2024 22:04 Rúnar Páll Sigmundsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Diego Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, segir að lokatölur í 3-1 tapi gegn FH í kvöld hafi ekki gefið rétta mynd af leik kvöldsins. „Nei, það er alveg hárrétt hjá þér. Bróðurpartinn af þessum leik fannst mér við vera mjög öflugir. Svo þegar við jöfnum í 1-1 hélt ég að við værum að taka þetta,“ sagði Rúnar í leikslok. „Við fáum mjög hættuleg færi sem við nýtum ekki nógu vel. Í fyrri hálfleik fannst mér við vera betri aðilinn og við mættum vel gíraðir í seinni hálfleikinn, gerum fjórar skiptingar og jöfnum leikinn. Fáum svo bara á okkur týpískt mark úr föstu leikatriði. Svo hélt leikurinn áfram og þeir skora þriðja markið og þá fjarar þetta út hjá okkur.“ „Heilt yfir var þetta bara ágætis frammistaða. En þetta er bara það leiðinlegasta sem maður gerir, að tapa fótboltaleikjum. Það venst seint.“ Hann segir það hafa verið eins og að fá blauta tusku í andlitið þegar FH-ingar komust yfir á nýjan leik, aðeins fjórum mínútum eftir að hans menn jöfnuðu metin. „Bara ömurlegt. Síðan kemur þetta þriðja mark bara í kjölsoginu. En það þýðir ekkert að vera að svekkja sig á þessu. Það er bara áfram gakk og næsti leikur.“ Þá segir hann vont að sjá færin sem Fylkismenn misnotuðu í kvöld. „Sindri varði allavega tvisvar sinnum einn á móti markmanni og gerði það vel, en við eigum auðvitað að klára þessi færi. En það er eins og það er, stundum kláraru þetta og stundum ekki. Svona er þetta sport. Þú þarft að nýta þessa möguleika sem þú færð og reyna að forða þessum boltadjöful frá markinu okkar.“ „En við finnum alltaf eitthvað jákvætt. Við reynum bara að byggja á því, það þýðir ekkert annað. Það þýðir ekkert að fara í eitthvað volæði. Það er stutt í næsta leik sem er á móti KR. Við jöfnum okkur á þessu í dag og síðan þurfum við að einbeita okkur að KR á morgun,“ sagði Rúnar að lokum. Besta deild karla Fylkir FH Tengdar fréttir Uppgjör: FH - Fylkir 3-1 | FH-ingar vöknuðu til lífsins á lokamínútunum FH vann sterkan 3-1 sigur er liðið tók á móti Fylki í 11. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 23. júní 2024 18:31 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
„Nei, það er alveg hárrétt hjá þér. Bróðurpartinn af þessum leik fannst mér við vera mjög öflugir. Svo þegar við jöfnum í 1-1 hélt ég að við værum að taka þetta,“ sagði Rúnar í leikslok. „Við fáum mjög hættuleg færi sem við nýtum ekki nógu vel. Í fyrri hálfleik fannst mér við vera betri aðilinn og við mættum vel gíraðir í seinni hálfleikinn, gerum fjórar skiptingar og jöfnum leikinn. Fáum svo bara á okkur týpískt mark úr föstu leikatriði. Svo hélt leikurinn áfram og þeir skora þriðja markið og þá fjarar þetta út hjá okkur.“ „Heilt yfir var þetta bara ágætis frammistaða. En þetta er bara það leiðinlegasta sem maður gerir, að tapa fótboltaleikjum. Það venst seint.“ Hann segir það hafa verið eins og að fá blauta tusku í andlitið þegar FH-ingar komust yfir á nýjan leik, aðeins fjórum mínútum eftir að hans menn jöfnuðu metin. „Bara ömurlegt. Síðan kemur þetta þriðja mark bara í kjölsoginu. En það þýðir ekkert að vera að svekkja sig á þessu. Það er bara áfram gakk og næsti leikur.“ Þá segir hann vont að sjá færin sem Fylkismenn misnotuðu í kvöld. „Sindri varði allavega tvisvar sinnum einn á móti markmanni og gerði það vel, en við eigum auðvitað að klára þessi færi. En það er eins og það er, stundum kláraru þetta og stundum ekki. Svona er þetta sport. Þú þarft að nýta þessa möguleika sem þú færð og reyna að forða þessum boltadjöful frá markinu okkar.“ „En við finnum alltaf eitthvað jákvætt. Við reynum bara að byggja á því, það þýðir ekkert annað. Það þýðir ekkert að fara í eitthvað volæði. Það er stutt í næsta leik sem er á móti KR. Við jöfnum okkur á þessu í dag og síðan þurfum við að einbeita okkur að KR á morgun,“ sagði Rúnar að lokum.
Besta deild karla Fylkir FH Tengdar fréttir Uppgjör: FH - Fylkir 3-1 | FH-ingar vöknuðu til lífsins á lokamínútunum FH vann sterkan 3-1 sigur er liðið tók á móti Fylki í 11. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 23. júní 2024 18:31 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
Uppgjör: FH - Fylkir 3-1 | FH-ingar vöknuðu til lífsins á lokamínútunum FH vann sterkan 3-1 sigur er liðið tók á móti Fylki í 11. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 23. júní 2024 18:31