Hefja könnun á nýjum flugvelli fyrir Færeyjar Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2024 10:52 Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar. Egill Aðalsteinsson Borgarstjórn Þórshafnar hefur samþykkt að verja andvirði tíu milljóna íslenskra króna í að rannsaka nýtt flugvallarstæði á Glyvursnesi. Kanna á hvernig 2.700 til 3.000 metra langri flugbraut af nægilegri breidd til að uppfylla staðla alþjóðaflugvallar verður best komið fyrir á nesinu, sem er aðeins þrjá kílómetra sunnan við höfuðstað Færeyja. Tilgangurinn er sagður að skapa betri grundvöll fyrir frekari undirbúning, þar með talið skipulags- og fjárhagslega. Niðurstöðurnar verði lagðar fyrir borgarráð til pólitískrar stefnumörkunar. Í fréttamiðlinum Sósíalurin í gær kom fram að tillaga borgarstjórans Heðins Mortensen hafi verið samþykkt með níu atkvæðum fulltrúa Javnaðarflokksins, Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Framsóknar. Fjórir fulltrúar Þjóðveldis hafi greitt atkvæði á móti. Svona gæti upplýst flugbraut á Glyvursnesi litið út með byggðina í Þórshöfn í baksýn.Tórshavnar kommuna Heðin Mortensen tilkynnti í marsmánuði að hann hygðist setja flugvöll á Glyvursnesi aftur á dagskrá eftir að upplýst var um takmarkanir sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga. Flugbrautin þar, 1.800 metra löng, er of stutt til að Boeing 757-þota félagsins geti hafið sig til flugs fullhlaðin í langflug. Flugvélin neyðist af þeim sökum til að millilenda í Keflavík til eldsneytistöku í flugi með lax til New York. Heðin Mortensen hvatti svo til þess í viðtali við Stöð 2 í síðasta mánuði að rætt yrði við Atlantshafsbandalagið, NATO, um gerð flugvallarins. Þau ummæli komu sem sprengja inn í færeysk stjórnmál. Bæði lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, og utanríkisráðherrann Høgni Hoydal, brugðust hart við og sögðu þessa hugmynd ekki koma til greina. Þeir settu jafnframt ofan í við borgarstjórann og sögðu að öryggis- og varnarmál væru ekki á verksviði sveitarfélaga. Í viðtali við Dimmalætting segir Annika Olsen, borgarfulltrúi Þjóðveldis, að það sé algerlega óskiljanlegt að borgarstjórnin skuli hafa samþykkt að setja fjármuni í að kanna flugvöll á Glyvursnesi. Það að borgarstjórinn hafi í viðtali við íslenskan fjölmiðil blandað NATO í málið geri það bæði hlægilegt og sorglegt, en Þjóðveldi er systurflokkur Vinstri grænna á Íslandi. Samskipti við NATO séu utanríkis- og varnarmál og ekki eitt af verkefnum sveitarfélaga. Teikning að 3.000 metra langri flugbraut á Glyvursnesi við Þórshöfn.Landsverk Borgarstjórinn Heðin Mortensen segir að ef bíða ætti eftir því að Landsstjórn Færeyja gerði eitthvað í málinu yrði það löng bið. „Landsstjórnin getur ekki skipt sér af því hvað við gerum innan okkar lögsagnarumdæmis,” segir borgarstjórinn og kveðst ekki skilja í því að það hafi verið blásið upp að hann hafi nefnt NATO í viðtali við íslenskan fjölmiðil. Hér má sjá viðtalið umdeilda: Færeyjar Fréttir af flugi Samgöngur NATO Öryggis- og varnarmál Danmörk Tengdar fréttir Vill bjóða NATO að byggja nýjan flugvöll í Færeyjum Borgarstjóri Þórshafnar vill bjóða NATO að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum. Hann segir núverandi flugvöll of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. 14. maí 2024 22:22 Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. 29. mars 2024 08:48 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Tilgangurinn er sagður að skapa betri grundvöll fyrir frekari undirbúning, þar með talið skipulags- og fjárhagslega. Niðurstöðurnar verði lagðar fyrir borgarráð til pólitískrar stefnumörkunar. Í fréttamiðlinum Sósíalurin í gær kom fram að tillaga borgarstjórans Heðins Mortensen hafi verið samþykkt með níu atkvæðum fulltrúa Javnaðarflokksins, Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Framsóknar. Fjórir fulltrúar Þjóðveldis hafi greitt atkvæði á móti. Svona gæti upplýst flugbraut á Glyvursnesi litið út með byggðina í Þórshöfn í baksýn.Tórshavnar kommuna Heðin Mortensen tilkynnti í marsmánuði að hann hygðist setja flugvöll á Glyvursnesi aftur á dagskrá eftir að upplýst var um takmarkanir sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga. Flugbrautin þar, 1.800 metra löng, er of stutt til að Boeing 757-þota félagsins geti hafið sig til flugs fullhlaðin í langflug. Flugvélin neyðist af þeim sökum til að millilenda í Keflavík til eldsneytistöku í flugi með lax til New York. Heðin Mortensen hvatti svo til þess í viðtali við Stöð 2 í síðasta mánuði að rætt yrði við Atlantshafsbandalagið, NATO, um gerð flugvallarins. Þau ummæli komu sem sprengja inn í færeysk stjórnmál. Bæði lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, og utanríkisráðherrann Høgni Hoydal, brugðust hart við og sögðu þessa hugmynd ekki koma til greina. Þeir settu jafnframt ofan í við borgarstjórann og sögðu að öryggis- og varnarmál væru ekki á verksviði sveitarfélaga. Í viðtali við Dimmalætting segir Annika Olsen, borgarfulltrúi Þjóðveldis, að það sé algerlega óskiljanlegt að borgarstjórnin skuli hafa samþykkt að setja fjármuni í að kanna flugvöll á Glyvursnesi. Það að borgarstjórinn hafi í viðtali við íslenskan fjölmiðil blandað NATO í málið geri það bæði hlægilegt og sorglegt, en Þjóðveldi er systurflokkur Vinstri grænna á Íslandi. Samskipti við NATO séu utanríkis- og varnarmál og ekki eitt af verkefnum sveitarfélaga. Teikning að 3.000 metra langri flugbraut á Glyvursnesi við Þórshöfn.Landsverk Borgarstjórinn Heðin Mortensen segir að ef bíða ætti eftir því að Landsstjórn Færeyja gerði eitthvað í málinu yrði það löng bið. „Landsstjórnin getur ekki skipt sér af því hvað við gerum innan okkar lögsagnarumdæmis,” segir borgarstjórinn og kveðst ekki skilja í því að það hafi verið blásið upp að hann hafi nefnt NATO í viðtali við íslenskan fjölmiðil. Hér má sjá viðtalið umdeilda:
Færeyjar Fréttir af flugi Samgöngur NATO Öryggis- og varnarmál Danmörk Tengdar fréttir Vill bjóða NATO að byggja nýjan flugvöll í Færeyjum Borgarstjóri Þórshafnar vill bjóða NATO að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum. Hann segir núverandi flugvöll of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. 14. maí 2024 22:22 Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. 29. mars 2024 08:48 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Vill bjóða NATO að byggja nýjan flugvöll í Færeyjum Borgarstjóri Þórshafnar vill bjóða NATO að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum. Hann segir núverandi flugvöll of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. 14. maí 2024 22:22
Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. 29. mars 2024 08:48
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent