Eitt af bestu tímabilum íslenskrar knattspyrnukonu erlendis Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2024 10:31 FC Nordsjælland varð danskur meistari í fyrsta sinn og vann báða stóru titlaana í boði. Það var því mikið fagnað hjá Emilíu Kiær Ásgeirsdóttur og félögum. @fcnordsjaelland Emilía Kiær Ásgeirsdóttir kláraði á dögunum frábært tímabil sitt með danska félaginu Nordsjælland. Emilía Kiær valdi nýverið að spila með íslenska landsliðinu frekar en því danska og lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Austurríki á Laugardalsvellinum. Eftir að hafa klæðst íslensku landsliðstreyjunni í fyrsta sinn þá kórónaði hún síðan tímabilið með því að vinna bæði danska meistaratitilinn og danska bikarmeistaratitilinn með Nordsjælland. View this post on Instagram A post shared by Emilía Kiær Ásgeirsdóttir (@emiliakiaer) Báðir titlarnir komu í hús eftir æsispennandi Íslendingaslagi á móti Bröndby. Fyrst nægði Nordsjælland jafntefli á útivelli til að tryggja sér meistaratitilinn, sem tókst, og svo vann liðið 2-1 sigur á Bröndby í bikarúrslitaleiknum. Það sem gerir þetta tímabil hjá Emilíu Kiær að einu af þeim bestu tímabilum hjá íslenskri knattspyrnukonu erlendis er að hún ekki aðeins það að hún sé að vinna tvöfalt með sínu liði. Hún er að vinna tvöfalt þar sem hún er markahæst í dönsku deildinni með tíu mörk og hún skoraði síðan einnig fyrsta mark liðsins í bikarúrslitaleiknum. Markadrottning, meistari, bikarmeistari og hetja í bikarúrslitaleiknum. Það verður varla mikið betra en það. Emilía Kiær og liðfélagar hennar voru líka að brjóta blað í sögu félagsins. Þetta er í fyrsta sinn sem Nordsjælland liðið verður danskur meistari og að sjálfsögðu um leið í fyrsta sinn sem liðið vann tvöfalt. Bikarinn var liðið aftur á móti að vinna annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fimm árum. Nordsjælland hafði ekki heldur náð að enda í öðru sæti og besti árangurinn fyrir þetta tímabil var þriðja sætið í fyrsta og eina skiptið árið 2020. Nordsjælland endaði með þessu þriggja ára sigurgöngu HB Køge. Yngri lið félagsins voru líka mjög sigursæl á þessu tímabili og því er framtíðin líka björg. Emilía Kiær sjálf er auk þess bara nítján ára gömul og er því bara rétt að byrja. View this post on Instagram A post shared by FC Nordsjælland 🐯 (@fcnordsjaelland) Danski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjá meira
Emilía Kiær valdi nýverið að spila með íslenska landsliðinu frekar en því danska og lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Austurríki á Laugardalsvellinum. Eftir að hafa klæðst íslensku landsliðstreyjunni í fyrsta sinn þá kórónaði hún síðan tímabilið með því að vinna bæði danska meistaratitilinn og danska bikarmeistaratitilinn með Nordsjælland. View this post on Instagram A post shared by Emilía Kiær Ásgeirsdóttir (@emiliakiaer) Báðir titlarnir komu í hús eftir æsispennandi Íslendingaslagi á móti Bröndby. Fyrst nægði Nordsjælland jafntefli á útivelli til að tryggja sér meistaratitilinn, sem tókst, og svo vann liðið 2-1 sigur á Bröndby í bikarúrslitaleiknum. Það sem gerir þetta tímabil hjá Emilíu Kiær að einu af þeim bestu tímabilum hjá íslenskri knattspyrnukonu erlendis er að hún ekki aðeins það að hún sé að vinna tvöfalt með sínu liði. Hún er að vinna tvöfalt þar sem hún er markahæst í dönsku deildinni með tíu mörk og hún skoraði síðan einnig fyrsta mark liðsins í bikarúrslitaleiknum. Markadrottning, meistari, bikarmeistari og hetja í bikarúrslitaleiknum. Það verður varla mikið betra en það. Emilía Kiær og liðfélagar hennar voru líka að brjóta blað í sögu félagsins. Þetta er í fyrsta sinn sem Nordsjælland liðið verður danskur meistari og að sjálfsögðu um leið í fyrsta sinn sem liðið vann tvöfalt. Bikarinn var liðið aftur á móti að vinna annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fimm árum. Nordsjælland hafði ekki heldur náð að enda í öðru sæti og besti árangurinn fyrir þetta tímabil var þriðja sætið í fyrsta og eina skiptið árið 2020. Nordsjælland endaði með þessu þriggja ára sigurgöngu HB Køge. Yngri lið félagsins voru líka mjög sigursæl á þessu tímabili og því er framtíðin líka björg. Emilía Kiær sjálf er auk þess bara nítján ára gömul og er því bara rétt að byrja. View this post on Instagram A post shared by FC Nordsjælland 🐯 (@fcnordsjaelland)
Danski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjá meira