Hakkarar trufla útsendingar frá EM leikjum Pólverja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2024 11:00 Það var stutt gaman hjá Robert Lewandowski og félögum hans í pólska landsliðinu sem eru úr leik á EM eftir aðeins tvo leiki. Getty/Alex Livesey Er eitthvað meira pirrandi en truflanir verða þegar þú ert að horfa á mikilvægan fótboltaleik? Pólskir sjónvarpsáhorfendur eru örugglega orðnir mjög pirraðir á slíku. Það er nefnilega ekki bara pólska landsliðið sem er í vandræðum á Evrópumótinu í fótbolta í Þýskalandi. TVP sjónvarpsstöðinni gengur líka einnig mjög illa að sýna leiki pólska liðsins í heimalandinu. Í öðrum leiknum í röð tókst hökkurum að trufla útsendingu frá leik Póllands. Að þessu sinni var það leikur á móti Austurríki en þetta gerðist einnig í fyrsta leiknum á móti Hollandi. „Við biðjumst afsökunar en tæknin var að stríða okkur í leik dagsins,“ sagði í yfirlýsingu frá TVP. Það er talið að hakkararnir hafi notað svokallaða DDoS árás en þá ofhlaða þeir kerfið þar til að útsendingaþjónarnir gefa eftir og allt frýs. Pólska landsliðið náði að jafna metin í 1-1 eftir að Austurríkismenn skoruðu snemma en Pólverjar töpuðu leiknum á endanum 3-1. Fyrsti leikurinn tapaðist 2-1 á móti Hollandi og Pólverjar eru því með núll stig og þrjú mörk í mínus eftir tvo fyrstu leikina. Það þýðir að liðið er úr leik og þriðji og síðasta leikurinn skiptir engu máli. Ráðherra tölvumála í Póllandi kenndi Rússum um árásina eftir fyrsta leikinn en TVP sjónvarpsstöðin sagði að sú árás hafi komið frá IP tölum í Póllandi. Það er enn ekkert vitað um hvaðan árásin í gær var gerð. EM 2024 í Þýskalandi Pólland Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira
Það er nefnilega ekki bara pólska landsliðið sem er í vandræðum á Evrópumótinu í fótbolta í Þýskalandi. TVP sjónvarpsstöðinni gengur líka einnig mjög illa að sýna leiki pólska liðsins í heimalandinu. Í öðrum leiknum í röð tókst hökkurum að trufla útsendingu frá leik Póllands. Að þessu sinni var það leikur á móti Austurríki en þetta gerðist einnig í fyrsta leiknum á móti Hollandi. „Við biðjumst afsökunar en tæknin var að stríða okkur í leik dagsins,“ sagði í yfirlýsingu frá TVP. Það er talið að hakkararnir hafi notað svokallaða DDoS árás en þá ofhlaða þeir kerfið þar til að útsendingaþjónarnir gefa eftir og allt frýs. Pólska landsliðið náði að jafna metin í 1-1 eftir að Austurríkismenn skoruðu snemma en Pólverjar töpuðu leiknum á endanum 3-1. Fyrsti leikurinn tapaðist 2-1 á móti Hollandi og Pólverjar eru því með núll stig og þrjú mörk í mínus eftir tvo fyrstu leikina. Það þýðir að liðið er úr leik og þriðji og síðasta leikurinn skiptir engu máli. Ráðherra tölvumála í Póllandi kenndi Rússum um árásina eftir fyrsta leikinn en TVP sjónvarpsstöðin sagði að sú árás hafi komið frá IP tölum í Póllandi. Það er enn ekkert vitað um hvaðan árásin í gær var gerð.
EM 2024 í Þýskalandi Pólland Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira