Sláandi og óhugnanlegar staðreyndir á strimlum Aþenu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. júní 2024 10:31 Aþena sótti innblástur í störf föður síns á meðferðarheimilinu í Krýsuvík. Vísir Útskriftarverkefni grafíska hönnuðarins Aþenu Elíasdóttur í Listaháskóla Íslands hefur vakið mikla athygli. Þar setur hún fram á flottan hátt sláandi og óhugnanlegar staðreyndir og tölur sem tengjast fíknivandanum sem ríkir hér á landi og algjöru úrræðaleysi og fjársvelti. Vala Matt skoðaði þetta magnaða lokaverkefni í Íslandi í dag. Þar fékk Aþena meðal annars nokkrar tölur og staðreyndir frá föður sínum sem er framkvæmdastjóri á meðferðarheimilinu Krýsuvík. Aþena sýnir á auðskiljanlegan hátt þann mikla samfélagslega og fjárhagslega ábata sem fæst með því að aðstoða fólk í fíknivanda með viðeigandi meðferð. Þrjú prósent af landsframleiðslu Íslands Í Íslandi í dag segist Aþena þekkja nokkuð vel til málaflokksins þó hún hafi sjálf ekki reynslu af fíknivanda. Faðir Aþenu, Elías Guðmundsson er búinn að lyfta grettistaki á meðferðarheimilinu Krýsuvík þar sem hann er framkvæmdastjóri en þar er samt enn gríðarleg þörf á fjármagni eins og allsstaðar á meðferðarheimilum landsins. Allt of margir eru á biðlista til að komast þar inn. Á einum strimli í verkefni Aþenu má sjá að tap samfélagsins vegna úrræðaleysis í meðferðarmálum kostar samfélagið 67,4 milljarða á ári. „Þetta eru þrjú prósent af landsframleiðslu Íslands, sem er alveg svakaleg tala og þessi peningur gæti verið nýttur í allskonar aðra hluti,“ segir Aþena. Þá er tap ríkisins að meðaltali 15,4 milljónir á ári á hvern einstakling sem fær ekki hjálp. „Ég var búin að reyna rosa mikið af leiðum til að miðla þessum mikilvægu upplýsingum og mér fannst ekkert beint vera að virka fyrr en ég setti þetta upp á strimil,“ útskýrir Aþena. Hún segir það líka táknrænt enda fúlsi flestir við strimlinum út í búð, eða taki við honum, krumpi hann og hendi. „Sem er ekki ólíkt samfélagsframkomu gagnvart fólki í fíknivanda, það er afþakkað, hundsað eða því hent þar sem það sést ekki lengur,“ segir Aþena sem notar pennastrik á strimlinum líka til þess að opna augu fólks gagnvart umræðunni gagnvart fólki í fíknivanda. „Búðin“ heitir „Fíklar“ og ég krota yfir það og leiðrétti í „Fólk í fíknivanda,“ af því að það er svo neikvæð orðræða í kringum víknivanda og fíkill er neikvætt og niðrandi orð. Þá er ekki skrítið að fólk sé ekki að fá aðstoð ef það er verið að nota neikvæð lýsingarorð yfir það.“ Ísland í dag Fíkn Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Vala Matt skoðaði þetta magnaða lokaverkefni í Íslandi í dag. Þar fékk Aþena meðal annars nokkrar tölur og staðreyndir frá föður sínum sem er framkvæmdastjóri á meðferðarheimilinu Krýsuvík. Aþena sýnir á auðskiljanlegan hátt þann mikla samfélagslega og fjárhagslega ábata sem fæst með því að aðstoða fólk í fíknivanda með viðeigandi meðferð. Þrjú prósent af landsframleiðslu Íslands Í Íslandi í dag segist Aþena þekkja nokkuð vel til málaflokksins þó hún hafi sjálf ekki reynslu af fíknivanda. Faðir Aþenu, Elías Guðmundsson er búinn að lyfta grettistaki á meðferðarheimilinu Krýsuvík þar sem hann er framkvæmdastjóri en þar er samt enn gríðarleg þörf á fjármagni eins og allsstaðar á meðferðarheimilum landsins. Allt of margir eru á biðlista til að komast þar inn. Á einum strimli í verkefni Aþenu má sjá að tap samfélagsins vegna úrræðaleysis í meðferðarmálum kostar samfélagið 67,4 milljarða á ári. „Þetta eru þrjú prósent af landsframleiðslu Íslands, sem er alveg svakaleg tala og þessi peningur gæti verið nýttur í allskonar aðra hluti,“ segir Aþena. Þá er tap ríkisins að meðaltali 15,4 milljónir á ári á hvern einstakling sem fær ekki hjálp. „Ég var búin að reyna rosa mikið af leiðum til að miðla þessum mikilvægu upplýsingum og mér fannst ekkert beint vera að virka fyrr en ég setti þetta upp á strimil,“ útskýrir Aþena. Hún segir það líka táknrænt enda fúlsi flestir við strimlinum út í búð, eða taki við honum, krumpi hann og hendi. „Sem er ekki ólíkt samfélagsframkomu gagnvart fólki í fíknivanda, það er afþakkað, hundsað eða því hent þar sem það sést ekki lengur,“ segir Aþena sem notar pennastrik á strimlinum líka til þess að opna augu fólks gagnvart umræðunni gagnvart fólki í fíknivanda. „Búðin“ heitir „Fíklar“ og ég krota yfir það og leiðrétti í „Fólk í fíknivanda,“ af því að það er svo neikvæð orðræða í kringum víknivanda og fíkill er neikvætt og niðrandi orð. Þá er ekki skrítið að fólk sé ekki að fá aðstoð ef það er verið að nota neikvæð lýsingarorð yfir það.“
Ísland í dag Fíkn Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning