Guðni forseti: Leiðinlegt að sjá fólk fjarstýra krökkunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2024 11:01 Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var mættur til að horfa á dóttur sína spila. Stöð 2 Sport Nú má sjá nýjasta þáttinn af Sumarmótunum hér á Vísi en að þessu sinni var TM mótið í Vestmannaeyjum heimsótt. Svava Kristín Grétarsdóttir var út í Eyjum, talaði við fótboltastelpurnar, foreldrana, umsjónarmenn mótsins og fékk stemmninguna beint í æð. TM mótið í Eyjum hefur verið haldið árlega í Vestmannaeyjum frá árinu 1990. Á mótinu keppir 5. flokkur kvenna í knattspyrnu og hafa margar af bestu knattspyrnukonum landsins tekið þátt í mótinu á sínum yngri árum. Klippa: Sumarmótin - TM mótið í Eyjum Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var mættur á mótið en þó ekki í opinberri heimsókn. „Nei ekki að þessu sinni. Ég er hérna sem foreldri á pæjumóti og hef skemmt mér stórvel eins og stelpurnar, við foreldrarnir, forráðamennirnir og bara öll sem hérna erum,“ sagði Guðni. „Þetta er búið að vera skemmtilegt. Öðruvísi í gær. Veðrið var áskorun en kannski meira fyrir okkur fullorðna fólkið. Stelpurnar létu þetta ekkert á sig fá og gerðu sitt best undir Helgafelli. Í rokinu og rigningunni,“ sagði Guðni. „Nú þekki ég aðeins til í þessum heimi. Þessi íþróttamót sem við stöndum að fyrir ungmenni og krakka á Íslandi eru dálítið sérstök. Hér fá allir iðkendur að taka þátt og það er ekki endilega raunin annars staðar í Evrópu þar sem er meira horft til þeirra sem skara fram úr,“ sagði Guðni. „Mér þykir vænt um þennan þátt okkar ágæta samfélags,“ sagði Guðni en hvernig foreldri er forsetinn á hliðarlínunni? „Ég er pollrólegur. Mér finnst að þau sem geta ekki leyft börnunum að vera í friði, og þá ég líka við ungmennin sem eru að dæma, þau ættu bara að vera heima. Sem betur fer er þetta minnkandi en alltaf finnst mér eins leiðinlegt að sjá fólk sem heldur að það sé betra að hrópa á dómara eða fjarstýra krökkunum,“ sagði Guðni. „Ég hef því miður séð foreldra sem telja að það sé í þeirra verkahring að segja krökkunum hvað þau eiga að gera inn á vellinum. Það skilar yfirleitt ekki góðum árangri. Það eru undantekningar það er miklu meira um jákvæðni, gleði og fjör,“ sagði Guðni en hvernig hefur Álftanessstelpunum gengið? „Það hefur verið bara upp og ofan ef þú horfir á mörk og úrslit. Þær eru eiginleg miklu fljótari en sumir foreldrarnir að gleyma því hvernig síðasti leikur fór og hlakka bara til að takast á við þann næsta. Svo er ég eldri en tvævetur í þessu og búinn að vera með eldri systkinin. Veit að það er eiginlega best að tapa fyrsta daginn,“ sagði Guðni og hló. Það má horfa á allan þáttinn hér fyrir neðan.' Sumarmótin Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir var út í Eyjum, talaði við fótboltastelpurnar, foreldrana, umsjónarmenn mótsins og fékk stemmninguna beint í æð. TM mótið í Eyjum hefur verið haldið árlega í Vestmannaeyjum frá árinu 1990. Á mótinu keppir 5. flokkur kvenna í knattspyrnu og hafa margar af bestu knattspyrnukonum landsins tekið þátt í mótinu á sínum yngri árum. Klippa: Sumarmótin - TM mótið í Eyjum Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var mættur á mótið en þó ekki í opinberri heimsókn. „Nei ekki að þessu sinni. Ég er hérna sem foreldri á pæjumóti og hef skemmt mér stórvel eins og stelpurnar, við foreldrarnir, forráðamennirnir og bara öll sem hérna erum,“ sagði Guðni. „Þetta er búið að vera skemmtilegt. Öðruvísi í gær. Veðrið var áskorun en kannski meira fyrir okkur fullorðna fólkið. Stelpurnar létu þetta ekkert á sig fá og gerðu sitt best undir Helgafelli. Í rokinu og rigningunni,“ sagði Guðni. „Nú þekki ég aðeins til í þessum heimi. Þessi íþróttamót sem við stöndum að fyrir ungmenni og krakka á Íslandi eru dálítið sérstök. Hér fá allir iðkendur að taka þátt og það er ekki endilega raunin annars staðar í Evrópu þar sem er meira horft til þeirra sem skara fram úr,“ sagði Guðni. „Mér þykir vænt um þennan þátt okkar ágæta samfélags,“ sagði Guðni en hvernig foreldri er forsetinn á hliðarlínunni? „Ég er pollrólegur. Mér finnst að þau sem geta ekki leyft börnunum að vera í friði, og þá ég líka við ungmennin sem eru að dæma, þau ættu bara að vera heima. Sem betur fer er þetta minnkandi en alltaf finnst mér eins leiðinlegt að sjá fólk sem heldur að það sé betra að hrópa á dómara eða fjarstýra krökkunum,“ sagði Guðni. „Ég hef því miður séð foreldra sem telja að það sé í þeirra verkahring að segja krökkunum hvað þau eiga að gera inn á vellinum. Það skilar yfirleitt ekki góðum árangri. Það eru undantekningar það er miklu meira um jákvæðni, gleði og fjör,“ sagði Guðni en hvernig hefur Álftanessstelpunum gengið? „Það hefur verið bara upp og ofan ef þú horfir á mörk og úrslit. Þær eru eiginleg miklu fljótari en sumir foreldrarnir að gleyma því hvernig síðasti leikur fór og hlakka bara til að takast á við þann næsta. Svo er ég eldri en tvævetur í þessu og búinn að vera með eldri systkinin. Veit að það er eiginlega best að tapa fyrsta daginn,“ sagði Guðni og hló. Það má horfa á allan þáttinn hér fyrir neðan.'
Sumarmótin Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti