Arne Slot fær auðveldustu byrjunina í deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júní 2024 09:31 Arne Slot hefur allt til alls til að byrja vel sem knattspyrnustjóri Liverpool. Getty/Andrew Powell Nýr knattspyrnustjóri Liverpool þarf ekki að kvarta mikið yfir erfiðri byrjun á stjóraferli sínum í ensku úrvalsdeildinni. Arne Slot er mættur til starf hjá Liverpool en hann tekur við liðinu af Þjóðverjanum Jürgen Klopp. Það voru margir klökkir þegar Klopp kvaddi í vor en það vakti líka athygli hvað þýski stjórinn talaði vel um Slot og hversu ákaft hann hvatti stuðningsmenn Liverpool til að taka vel á móti eftirmanni sínum. Nú hefur verið gefið leikjaplanið fyrir tímabilið og því ljóst hvað bíður hollenska stjóranum í fyrstu leikjunum. Opta tölfræðiþjónustan tók sig til og reiknaði það út hvaða félög fá erfiðustu og auðveldustu byrjunina í haust. Samkvæmt þeim útreikningum þá fær ekki lið í deildinni auðveldari byrjun en Liverpool þegar litið er á fyrstu fimm leikina á 2024-25 tímabilinu. Fyrsti leikur Liverpool undir stjórn Slot er á útivelli á móti nýliðum Ipswich en fyrsti heimaleikurinn er síðan í annarri umferð á móti Brentford. Síðan taka við útileikur á móti Manchester United, heimaleikur við Nottingham Forest og loks heimaleikur á móti Bournemouth. Leikurinn á móti Manchester United er talinn vera sá langerfiðasti. Newcastle fær næstauðveldustu byrjunina en svo koma lið Southampton, Fulham og Everton. Brentfrod fær hins vegar erfiðustu byrjunina. Fyrsti leikur er á heimavelli á móti Crystal Palace, svo er útileikur á móti Liverpool, heimaleikur á móti Southampton, útileikur á móti Manchester City og loks útileikur á móti Tottenham í fimmtu umferð. Næsterfiðasta byrjunin er hjá West Ham en nýliðar Ipswich Town eru í þriðja sæti. Ipswich byrjar á því að mæta Liverpool (heima) og Manchester City (úti) í fyrstu tveimur leikjunum sínum. Arsenal er síðan í fjórða sæti yfir erfiðustu byrjunina á komandi tímabili eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Arne Slot er mættur til starf hjá Liverpool en hann tekur við liðinu af Þjóðverjanum Jürgen Klopp. Það voru margir klökkir þegar Klopp kvaddi í vor en það vakti líka athygli hvað þýski stjórinn talaði vel um Slot og hversu ákaft hann hvatti stuðningsmenn Liverpool til að taka vel á móti eftirmanni sínum. Nú hefur verið gefið leikjaplanið fyrir tímabilið og því ljóst hvað bíður hollenska stjóranum í fyrstu leikjunum. Opta tölfræðiþjónustan tók sig til og reiknaði það út hvaða félög fá erfiðustu og auðveldustu byrjunina í haust. Samkvæmt þeim útreikningum þá fær ekki lið í deildinni auðveldari byrjun en Liverpool þegar litið er á fyrstu fimm leikina á 2024-25 tímabilinu. Fyrsti leikur Liverpool undir stjórn Slot er á útivelli á móti nýliðum Ipswich en fyrsti heimaleikurinn er síðan í annarri umferð á móti Brentford. Síðan taka við útileikur á móti Manchester United, heimaleikur við Nottingham Forest og loks heimaleikur á móti Bournemouth. Leikurinn á móti Manchester United er talinn vera sá langerfiðasti. Newcastle fær næstauðveldustu byrjunina en svo koma lið Southampton, Fulham og Everton. Brentfrod fær hins vegar erfiðustu byrjunina. Fyrsti leikur er á heimavelli á móti Crystal Palace, svo er útileikur á móti Liverpool, heimaleikur á móti Southampton, útileikur á móti Manchester City og loks útileikur á móti Tottenham í fimmtu umferð. Næsterfiðasta byrjunin er hjá West Ham en nýliðar Ipswich Town eru í þriðja sæti. Ipswich byrjar á því að mæta Liverpool (heima) og Manchester City (úti) í fyrstu tveimur leikjunum sínum. Arsenal er síðan í fjórða sæti yfir erfiðustu byrjunina á komandi tímabili eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti