Boðorðin tíu upp á vegg í öllum skólastofum í Louisiana Lovísa Arnardóttir skrifar 19. júní 2024 23:56 Boðorðin tíu úr Biblíunni. Vísir/Getty Boðorðin tíu verða að vera til sýnis í öllum kennslustofum í opinberum skólum í Louisiana ríki í Bandaríkjunum. Það er allt frá leikskólum og til háskóla. Ríkisstjóri Louisiana, Jeff Landry, staðfesti lög þess efnis í dag. Louisiana er fyrsta ríkið í Bandaríkjunum sem gerir þessa kröfu. Samkvæmt lögunum eiga boðorðin tíu að vera á plakati og á letrið að vera stórt og auðlesið. Flutningsmenn setja tilgang laganna ekki aðeins trúarlegan heldur einnig sögulegan. Í lagatextanum segir að boðorðin tíu séu grunnskjal í Bandaríkjunum og hjá ríkisstjórninni. Með boðorðunum á plakatinu á að fylgja fjögurra málsgreina yfirlýsing sem lýsir því hversu stóru hlutverki boðorðin gegni í bandarísku menntakerfi og hafi gert það síðustu þrjá áratugina. Samkvæmt lögunum verður plakatið að vera komið upp á vegg í öllum skólastofum á næsta ári. Greiða á fyrir plakötin með framlögum. Framlög ríkisins verða ekki nýtt í innleiðingu. Lögin heimila einnig, en krefjast ekki, sýningu Mayflower-sáttmálans, sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna og Northwest reglugerðina. Fram kemur í frétt AP um málið að andstæðingar laganna eigi von á því að lögin verði kærð til dómstóla. Samtök sem vilja halda trúmálum utan kennslustofunnar lýstu því yfir strax við undirritun laganna að þau ætluðu að fara með málið fyrir dómstóla. Í yfirlýsingu frá ýmsum mannréttindsamtökum í dag eins og the American Civil Liberties Union, Americans United for Separation of Church og State and the Freedom from Religion Foundation kom fram að með innleiðingu laganna myndu ekki öll börn verða örugg í skólakerfinu og ekki vera jafnrétti. Þá kemur einnig fram í frétt AP að svipuð frumvörp hafi verið lögð fram í öðrum ríkjum í Bandaríkjunum en engum hafi tekist að fá þau samþykkt. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur áður úrskurðað um svipuð lög sem samþykkt voru í Kentucky. Dómstóllinn úrskurðaði í því máli árið 1980. Trúmál Bandaríkin Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Louisiana er fyrsta ríkið í Bandaríkjunum sem gerir þessa kröfu. Samkvæmt lögunum eiga boðorðin tíu að vera á plakati og á letrið að vera stórt og auðlesið. Flutningsmenn setja tilgang laganna ekki aðeins trúarlegan heldur einnig sögulegan. Í lagatextanum segir að boðorðin tíu séu grunnskjal í Bandaríkjunum og hjá ríkisstjórninni. Með boðorðunum á plakatinu á að fylgja fjögurra málsgreina yfirlýsing sem lýsir því hversu stóru hlutverki boðorðin gegni í bandarísku menntakerfi og hafi gert það síðustu þrjá áratugina. Samkvæmt lögunum verður plakatið að vera komið upp á vegg í öllum skólastofum á næsta ári. Greiða á fyrir plakötin með framlögum. Framlög ríkisins verða ekki nýtt í innleiðingu. Lögin heimila einnig, en krefjast ekki, sýningu Mayflower-sáttmálans, sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna og Northwest reglugerðina. Fram kemur í frétt AP um málið að andstæðingar laganna eigi von á því að lögin verði kærð til dómstóla. Samtök sem vilja halda trúmálum utan kennslustofunnar lýstu því yfir strax við undirritun laganna að þau ætluðu að fara með málið fyrir dómstóla. Í yfirlýsingu frá ýmsum mannréttindsamtökum í dag eins og the American Civil Liberties Union, Americans United for Separation of Church og State and the Freedom from Religion Foundation kom fram að með innleiðingu laganna myndu ekki öll börn verða örugg í skólakerfinu og ekki vera jafnrétti. Þá kemur einnig fram í frétt AP að svipuð frumvörp hafi verið lögð fram í öðrum ríkjum í Bandaríkjunum en engum hafi tekist að fá þau samþykkt. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur áður úrskurðað um svipuð lög sem samþykkt voru í Kentucky. Dómstóllinn úrskurðaði í því máli árið 1980.
Trúmál Bandaríkin Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira