Dúxinn Max er „tölvuleikjanörd“ og mætti á öll böllin Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. júní 2024 17:11 Max segir kennarana, vinina og félagslífið standa upp úr eftirskólagönguna. Menntaskólinn á Akureyri Max Forster er dúx Menntaskólans á Akureyri þetta árið með einkunnina 9,83. Auk þessa merka áfanga mætti hann samviskusamlega á viðburði sem félagslíf MA hafði upp á að bjóða og stundaði bæði tölvuleiki og frisbígolf í frítíma sínum. Fréttamaður hafði samband við Max, sem er himinlifandi með árangurinn. „Það voru fleiri sem ég vissi að voru háir þannig að var ekki alveg viss. En svo þegar þetta var sagt opinberlega var ég bara, jess!“ segir Max, aðspurður hvort dúxatilnefningin hafi komið honum á óvart. En hvernig skóli er MA? „Æðislegur skóli. Ég bara gæti ekki beðið um betra fólk, betra nám, betra félagslíf,“ segir Max. Hann hafi tekið virkan þátt í félagslífinu, mætt á böll, árshátíðir og kvöldvöku, en á þeim hittast nemendur og skemmta sér. Max segir raungreinarnar heilla hann meira en tungumál og félagsvísindi, en hann stundaði nám á náttúrufræðibraut. „Það er stærðfræðin og eðlisfræðin og forritunin sem ég hef mestan áhuga á. Aðallega forritunin reyndar,“ segir Max. Aðspurður hvað tekur við segist honum lítast best á raforkuverkfræðina í HR en hann líti líka til hugbúnaðarverkfræðinnar. Óhætt er að segja að Max sé með óalgengari nöfnum hér á landi, áttu rætur að rekja til útlanda? „Mamma mín er íslensk og pabbi minn er Þjóðverji. En ég er samt hreinn Akureyringur af líkama og sál!“ segir Max. Hann segir það því hafa legið beinast við að fara í Menntaskólann á Akureyri, eftir að hafa ákveðið að leið hans lægi í bóklegt nám. Þrátt fyrir að hafa dúxað MA varði Max alls ekki öllum sínum frítíma í lærdóm. „Ég er mikill tölvuleikjanörd og er mjög mikið í frisbígolfi. Mér finnst það mjög skemmtilegt,“ segir Max. En hvað stóð upp úr á skólagöngunni? „Það er bæði æðislegu kennararnir, og líka vinirnir og félagslífið. Hvernig þetta er allt svo góð heild.“ Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Akureyri Tengdar fréttir Dúxaði í Verzló með tíu í einkunn og ári á undan í skóla Ragna María Sverrisdóttir dúxaði við Verzlunarskóla Íslands með tíu í meðaleinkunn en 330 nýstúdentar útskrifuðust frá skólanum um helgina. Nói Pétur Á. Guðnason var semídúx með 9,9 í meðaleinkunn. Nemendur Verzló héldu í útskriftarferð í dag sem gekk ekki áfallalaust fyrir sig. 27. maí 2024 11:07 Innrituðu sig á Akureyri í morgun en fljúga frá Keflavík Um 150 útskriftarnemar úr Menntaskólanum á Akureyri voru búnir að innrita farangur sinn og fara í gegnum öryggisleit á flugvellinum á Akureyri snemma í morgun þegar þeir fengu þær fréttir að flugvélin sem átti að flytja þau myndi ekki fljúga frá Akureyri heldur frá Keflavíkurflugvelli sökum veðurs. Eins og greint hefur verið frá hefur verið gefin út appelsínugul veðurviðvörun fyrir ýmsa landshluta og Akureyri þar á meðal. 5. júní 2024 16:09 „Var þetta í alvöru nafnið mitt sem þau kölluðu?“ Það kom Álfrúnu Lind Helgadóttur í opna skjöldu þegar nafn hennar var kallað upp í háskólabíói á útskriftarathöfn Menntaskólans í Reykjavík árið 2024. Hún var dúx skólans þetta árið. 5. júní 2024 15:33 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Fréttamaður hafði samband við Max, sem er himinlifandi með árangurinn. „Það voru fleiri sem ég vissi að voru háir þannig að var ekki alveg viss. En svo þegar þetta var sagt opinberlega var ég bara, jess!“ segir Max, aðspurður hvort dúxatilnefningin hafi komið honum á óvart. En hvernig skóli er MA? „Æðislegur skóli. Ég bara gæti ekki beðið um betra fólk, betra nám, betra félagslíf,“ segir Max. Hann hafi tekið virkan þátt í félagslífinu, mætt á böll, árshátíðir og kvöldvöku, en á þeim hittast nemendur og skemmta sér. Max segir raungreinarnar heilla hann meira en tungumál og félagsvísindi, en hann stundaði nám á náttúrufræðibraut. „Það er stærðfræðin og eðlisfræðin og forritunin sem ég hef mestan áhuga á. Aðallega forritunin reyndar,“ segir Max. Aðspurður hvað tekur við segist honum lítast best á raforkuverkfræðina í HR en hann líti líka til hugbúnaðarverkfræðinnar. Óhætt er að segja að Max sé með óalgengari nöfnum hér á landi, áttu rætur að rekja til útlanda? „Mamma mín er íslensk og pabbi minn er Þjóðverji. En ég er samt hreinn Akureyringur af líkama og sál!“ segir Max. Hann segir það því hafa legið beinast við að fara í Menntaskólann á Akureyri, eftir að hafa ákveðið að leið hans lægi í bóklegt nám. Þrátt fyrir að hafa dúxað MA varði Max alls ekki öllum sínum frítíma í lærdóm. „Ég er mikill tölvuleikjanörd og er mjög mikið í frisbígolfi. Mér finnst það mjög skemmtilegt,“ segir Max. En hvað stóð upp úr á skólagöngunni? „Það er bæði æðislegu kennararnir, og líka vinirnir og félagslífið. Hvernig þetta er allt svo góð heild.“
Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Akureyri Tengdar fréttir Dúxaði í Verzló með tíu í einkunn og ári á undan í skóla Ragna María Sverrisdóttir dúxaði við Verzlunarskóla Íslands með tíu í meðaleinkunn en 330 nýstúdentar útskrifuðust frá skólanum um helgina. Nói Pétur Á. Guðnason var semídúx með 9,9 í meðaleinkunn. Nemendur Verzló héldu í útskriftarferð í dag sem gekk ekki áfallalaust fyrir sig. 27. maí 2024 11:07 Innrituðu sig á Akureyri í morgun en fljúga frá Keflavík Um 150 útskriftarnemar úr Menntaskólanum á Akureyri voru búnir að innrita farangur sinn og fara í gegnum öryggisleit á flugvellinum á Akureyri snemma í morgun þegar þeir fengu þær fréttir að flugvélin sem átti að flytja þau myndi ekki fljúga frá Akureyri heldur frá Keflavíkurflugvelli sökum veðurs. Eins og greint hefur verið frá hefur verið gefin út appelsínugul veðurviðvörun fyrir ýmsa landshluta og Akureyri þar á meðal. 5. júní 2024 16:09 „Var þetta í alvöru nafnið mitt sem þau kölluðu?“ Það kom Álfrúnu Lind Helgadóttur í opna skjöldu þegar nafn hennar var kallað upp í háskólabíói á útskriftarathöfn Menntaskólans í Reykjavík árið 2024. Hún var dúx skólans þetta árið. 5. júní 2024 15:33 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Dúxaði í Verzló með tíu í einkunn og ári á undan í skóla Ragna María Sverrisdóttir dúxaði við Verzlunarskóla Íslands með tíu í meðaleinkunn en 330 nýstúdentar útskrifuðust frá skólanum um helgina. Nói Pétur Á. Guðnason var semídúx með 9,9 í meðaleinkunn. Nemendur Verzló héldu í útskriftarferð í dag sem gekk ekki áfallalaust fyrir sig. 27. maí 2024 11:07
Innrituðu sig á Akureyri í morgun en fljúga frá Keflavík Um 150 útskriftarnemar úr Menntaskólanum á Akureyri voru búnir að innrita farangur sinn og fara í gegnum öryggisleit á flugvellinum á Akureyri snemma í morgun þegar þeir fengu þær fréttir að flugvélin sem átti að flytja þau myndi ekki fljúga frá Akureyri heldur frá Keflavíkurflugvelli sökum veðurs. Eins og greint hefur verið frá hefur verið gefin út appelsínugul veðurviðvörun fyrir ýmsa landshluta og Akureyri þar á meðal. 5. júní 2024 16:09
„Var þetta í alvöru nafnið mitt sem þau kölluðu?“ Það kom Álfrúnu Lind Helgadóttur í opna skjöldu þegar nafn hennar var kallað upp í háskólabíói á útskriftarathöfn Menntaskólans í Reykjavík árið 2024. Hún var dúx skólans þetta árið. 5. júní 2024 15:33