Það mikilvægasta og það auðveldasta til að gera í garðinum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. júní 2024 14:30 Hjörleifur fer meðal annars yfir breytingarnar á garðinum í Gerðunum. Hjörleifur Björnsson framkvæmdastjóri Garðaþjónustu Reykjavíkur segir ekki of seint að ráðast í að gera garðinn huggulegan þetta árið. Mikilvægt sé að huga að garðinum til að viðhalda virði eignarinnar. Hjörleifur er með ráð undir rifi hverju um hvað sé mikilvægast að gera og hvað sé auðveldast. Garðaþjónustan tók nýverið allt í gegn í garði í Gerðunum í Reykjavík. Sindri Sindrason kíkti í garðinn og fór yfir málin með Hjörleifi í Íslandi í dag. Hjörleifur segir ótrúlega margt sem huga þurfi að í garðinum og segir ótrúlega algengt að fólk endurnýi garðana sína, það hafi færst í vöxt að fólk átti sig á mikilvægi þess. Eitt, tvö og þrjú þegar farið er af stað „Númer eitt tvö og þrjú er auðvitað að þetta sé stílhreint, að þetta sé einfalt og fallegt. Mér finnst persónulega less is more vera reglan í þessu. Eins og þið sjáið í þessum garði, þetta eru mjög einföld útfærsluatriði, en þau eru mjög falleg og stílhrein. Standast vel tímans tönn og svoleiðis,“ segir Hjörleifur við Sindra. Mikilvægast sé að garðurinn hafi gott notagildi. Á sama tíma sé hann með raunhæfu viðhaldi, þannig að ekki þurfi að ráðast í risastór verkefni á hverju ári. Þá sé eigandinn í toppmálum. Þannig það sem ég myndi segja að væri mikilvægast í þessu fyrir húseigendur væri að búa sér til garð sem hefur gott notagildi og er með raunhæfu viðhaldi og eftirfylgni fyrir þau eða hvern sem sér um viðhaldið og þá ertu bara í toppmálum. Beð með lítið viðhald möguleiki „Það sem ég ráðlegg fólki þegar það er að reyna að búa til viðhaldslítil beð er að hugsa þá bara um jarðveginn og hvernig það ætlar að hylja jarðveginn. Hvort það vill gera það með jarðvegsdúk eða viðarspæni eða beðarsandi eða einhverju svoleiðis, af því að ef þú ert með ber moldarbeð þá þýðir það bara mjög mikið viðhald.“ Hjörleifur segir að þegar það kemur að blómum sé ekkert til sem heiti að hugsa ekkert um. Á móti sé hinsvegar hægt að fara í allskonar fjölæran gróður sem vaxi þá bara villtur, líkt og skriðlægur gróður. Hann segir Garðaþjónustuna mest fá verkefni þar sem görðum sé breytt, með það í huga að lágmarka viðhald. Það geti verið dýrt en um sé að ræða fjárfestingu. „En þetta er náttúrulega andlit eignarinnar og það sem við höfum séð í okkar fagi er að það sem er dýrast í þessu er auðvitað að leyfa þessu að drabbast niður.“ Hús og heimili Garðyrkja Ísland í dag Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira
Garðaþjónustan tók nýverið allt í gegn í garði í Gerðunum í Reykjavík. Sindri Sindrason kíkti í garðinn og fór yfir málin með Hjörleifi í Íslandi í dag. Hjörleifur segir ótrúlega margt sem huga þurfi að í garðinum og segir ótrúlega algengt að fólk endurnýi garðana sína, það hafi færst í vöxt að fólk átti sig á mikilvægi þess. Eitt, tvö og þrjú þegar farið er af stað „Númer eitt tvö og þrjú er auðvitað að þetta sé stílhreint, að þetta sé einfalt og fallegt. Mér finnst persónulega less is more vera reglan í þessu. Eins og þið sjáið í þessum garði, þetta eru mjög einföld útfærsluatriði, en þau eru mjög falleg og stílhrein. Standast vel tímans tönn og svoleiðis,“ segir Hjörleifur við Sindra. Mikilvægast sé að garðurinn hafi gott notagildi. Á sama tíma sé hann með raunhæfu viðhaldi, þannig að ekki þurfi að ráðast í risastór verkefni á hverju ári. Þá sé eigandinn í toppmálum. Þannig það sem ég myndi segja að væri mikilvægast í þessu fyrir húseigendur væri að búa sér til garð sem hefur gott notagildi og er með raunhæfu viðhaldi og eftirfylgni fyrir þau eða hvern sem sér um viðhaldið og þá ertu bara í toppmálum. Beð með lítið viðhald möguleiki „Það sem ég ráðlegg fólki þegar það er að reyna að búa til viðhaldslítil beð er að hugsa þá bara um jarðveginn og hvernig það ætlar að hylja jarðveginn. Hvort það vill gera það með jarðvegsdúk eða viðarspæni eða beðarsandi eða einhverju svoleiðis, af því að ef þú ert með ber moldarbeð þá þýðir það bara mjög mikið viðhald.“ Hjörleifur segir að þegar það kemur að blómum sé ekkert til sem heiti að hugsa ekkert um. Á móti sé hinsvegar hægt að fara í allskonar fjölæran gróður sem vaxi þá bara villtur, líkt og skriðlægur gróður. Hann segir Garðaþjónustuna mest fá verkefni þar sem görðum sé breytt, með það í huga að lágmarka viðhald. Það geti verið dýrt en um sé að ræða fjárfestingu. „En þetta er náttúrulega andlit eignarinnar og það sem við höfum séð í okkar fagi er að það sem er dýrast í þessu er auðvitað að leyfa þessu að drabbast niður.“
Hús og heimili Garðyrkja Ísland í dag Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira