Hver verður fyrst/ur að maka vaselíni á markmannshanskana sína í sumar? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2024 09:02 Vaselín má nota í margt og mikið. Michael Regan/Getty Images Þau sem fylgdust vel með ensku úrvalsdeild karla á nýafstaðinni leiktíð sáu ef til vill André Onana, markvörð Manchester United, maka vaselíni júgurá markmannshanska sína. Hver er tilgangurinn og gæti verið að við sjáum markverði í Bestu deildum karla eða kvenna taka þetta upp í sumar? Það má segja margt um frammistöðu Onana á sínu fyrsta tímabili með Man United. Hann hafði í nægu að snúast, fékk á sig fjölda marka og gerði talsvert af mistökum ásamt því að hann varði oft á tíðum meistaralega. Náðust nokkrar myndir af Onana á leiktíðinni þar sem hann stóð í mestu makindum sínum með dollu af vaselíni og var að setja á markmannshanska sína. Onana og vaselínið góða.Robin Jones/Getty Images Vaselín er „feitt smyrsl“ samkvæmt Árnastofnun. Af hverju vaselín? Í hlaðvarpsþætti Ben Foster, fyrrverandi markvarðar Manchester United, enska landsliðsins sem og annarra liða, er farið yfir ástæður þess af hverju markverðir setja vaselín á hanskana sína. @benfcyclinggk The SECRET Pro GK’s want to keep to themselves… 😱 #coventry #coventrycity #championship #fozcast ♬ original sound - Ben Foster The Cycling GK Foster sjálfur segist fyrst hafa séð þetta á HM í Brasilíu árið 2014 þegar Joe Hart nýtti sér „nýjustu tækni og vísindi.“ Hart sjálfur hefur viðurkennt að kollegi hans Kasper Schmeichel hafi kynnt hann fyrir þessu. En af hverju? Þannig er mál með vexti að þegar það rignir duglega, eins og gerist reglulega hér á landi sem og á Englandi þá verða nútíma fótbolti mjög svo sleipur. Þó svo að markverðir séu í glænýjum markmannshönskum þá verður boltinn gríðarlega erfiður viðureignar og erfitt að halda skotum eða fyrirgjöfum. Þetta staðfesti landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Hannes Þór Halldórsson í stuttu spjalli við Vísi. Hann sagði vaselín „svínvirka í bleytu.“ Hannes Þór í einum af sínum 77 A-landsleikjum.Vísir/Hulda Margrét Vaselín hrindir nefnilega frá sér vatni og þó ekki hafi fengist vísindaleg útskýring á hvernig eða af hverju þá er auðveldara fyrir markverði að meðhöndla boltann í gríðarlegri bleytu ef það er vaselín á hönskunum. Markvörðurinn fyrrverandi þakkar Kára Árnasyni, samherja sínum í landsliðinu, fyrir þetta „trikk“ þar sem hann sá markvörð sinn í félagsliði gera þetta. Það vekur hins vegar athygli að Onana virðist maka vaselíni á hanska sína í rigningu sem og sólskini. Nú er bara að bíða og sjá hvort einhver markvörðurinn í Bestu deild karla eða kvenna taki upp á þessu í næsta rigningarleik. Það ætti allavega ekki vera löng bið eftir þeim leik. Fanney Inga Birkisdóttir í leik með Val í sumar. Kannski mætir hún með dollu af vaselíni með í næsta leik sem fram fer við svipaðar aðstæður.Vísir/Anton Brink Fótbolti Mest lesið Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Fleiri fréttir Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ Sjá meira
Það má segja margt um frammistöðu Onana á sínu fyrsta tímabili með Man United. Hann hafði í nægu að snúast, fékk á sig fjölda marka og gerði talsvert af mistökum ásamt því að hann varði oft á tíðum meistaralega. Náðust nokkrar myndir af Onana á leiktíðinni þar sem hann stóð í mestu makindum sínum með dollu af vaselíni og var að setja á markmannshanska sína. Onana og vaselínið góða.Robin Jones/Getty Images Vaselín er „feitt smyrsl“ samkvæmt Árnastofnun. Af hverju vaselín? Í hlaðvarpsþætti Ben Foster, fyrrverandi markvarðar Manchester United, enska landsliðsins sem og annarra liða, er farið yfir ástæður þess af hverju markverðir setja vaselín á hanskana sína. @benfcyclinggk The SECRET Pro GK’s want to keep to themselves… 😱 #coventry #coventrycity #championship #fozcast ♬ original sound - Ben Foster The Cycling GK Foster sjálfur segist fyrst hafa séð þetta á HM í Brasilíu árið 2014 þegar Joe Hart nýtti sér „nýjustu tækni og vísindi.“ Hart sjálfur hefur viðurkennt að kollegi hans Kasper Schmeichel hafi kynnt hann fyrir þessu. En af hverju? Þannig er mál með vexti að þegar það rignir duglega, eins og gerist reglulega hér á landi sem og á Englandi þá verða nútíma fótbolti mjög svo sleipur. Þó svo að markverðir séu í glænýjum markmannshönskum þá verður boltinn gríðarlega erfiður viðureignar og erfitt að halda skotum eða fyrirgjöfum. Þetta staðfesti landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Hannes Þór Halldórsson í stuttu spjalli við Vísi. Hann sagði vaselín „svínvirka í bleytu.“ Hannes Þór í einum af sínum 77 A-landsleikjum.Vísir/Hulda Margrét Vaselín hrindir nefnilega frá sér vatni og þó ekki hafi fengist vísindaleg útskýring á hvernig eða af hverju þá er auðveldara fyrir markverði að meðhöndla boltann í gríðarlegri bleytu ef það er vaselín á hönskunum. Markvörðurinn fyrrverandi þakkar Kára Árnasyni, samherja sínum í landsliðinu, fyrir þetta „trikk“ þar sem hann sá markvörð sinn í félagsliði gera þetta. Það vekur hins vegar athygli að Onana virðist maka vaselíni á hanska sína í rigningu sem og sólskini. Nú er bara að bíða og sjá hvort einhver markvörðurinn í Bestu deild karla eða kvenna taki upp á þessu í næsta rigningarleik. Það ætti allavega ekki vera löng bið eftir þeim leik. Fanney Inga Birkisdóttir í leik með Val í sumar. Kannski mætir hún með dollu af vaselíni með í næsta leik sem fram fer við svipaðar aðstæður.Vísir/Anton Brink
Fótbolti Mest lesið Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Fleiri fréttir Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ Sjá meira