Nýkrýndur meistari á Opna bandaríska: „Pirraður og vonsvikinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2024 10:31 Bryson DeChambeau fagnar hér með bikarinn eftir sigur sinn á Opna bandaríska meistaramótinu á Pinehurst vellinum. Getty/Sean M. Haffey Bryson DeChambeau var maður helgarinnar í golfinu þegar hann tryggði sér sigur á Opna bandaríska meistaramótinu á Pinehurst vellinum. Hann fékk aftur á móti ekki góðar fréttir í kjölfarið. Þá kom í ljós að DeChambeau verður ekki í Ólympíuliði Bandaríkjanna á leikunum í París. „Ég er pirraður og vonsvikinn,“ sagði Bryson DeChambeau í viðtali í „The Pat McAfee Show“. Samkeppnin er mikil um sæti í bandaríska golflandsliðinu. Þeir fjórir karlar sem voru valdir eru allir meðal þeirra sjö efstu á heimslistanum. Scottie Scheffler, Xander Schauffele, Wyndham Clark og Collin Morikawa munu skipa Ólympíulið Bandaríkjanna í karlaflokki að þessu sinni. DeChambeau hækkaði sig úr 38. sæti upp í það tíunda á heimslistanum með sigrinum á risamótinu um helgina en það dugði ekki. „Ég myndi elska það að keppa fyrir hönd Bandaríkjanna,“ sagði DeChambeau. Hann þarf að bíða í fjögur ár eftir þeim möguleika. Valið í liðið er byggt á stöðu manna á heimslistanum. Þar hefur það komið í bakið á DeChambeau að hann samdi við LIV mótaröðina í Sádí Arabíu. Árangur hans á mótum á vegum LIV telst því ekki til tekna við útreikning á heimslistanum. DeChambeau er sagður hafa fengið meira en hundrað milljónir dollara fyrir samning sinn við LIV eða meira en fjórtán milljarða íslenskra króna. „Ég tók stóra ákvörðun og það hafði sínar afleiðingar. Ég ber virðingu fyrir því. Vonandi getum við samt leyst þetta sem fyrst,“ sagði DeChambeau og vísar þar til samningaviðræðna milli LIV og PGA um mögulegt samstarf og lausn á deilunum. Bryson DeChambeau tells @PatMcAfeeShow about his disappointment in not being eligible to play in the upcoming Paris Olympics.In golf, players qualify for the Olympics through the Official World Golf Rankings (OWGR), with a maximum of four golfers from a single country.… pic.twitter.com/LKClhNnv9C— ESPN (@espn) June 17, 2024 Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Þá kom í ljós að DeChambeau verður ekki í Ólympíuliði Bandaríkjanna á leikunum í París. „Ég er pirraður og vonsvikinn,“ sagði Bryson DeChambeau í viðtali í „The Pat McAfee Show“. Samkeppnin er mikil um sæti í bandaríska golflandsliðinu. Þeir fjórir karlar sem voru valdir eru allir meðal þeirra sjö efstu á heimslistanum. Scottie Scheffler, Xander Schauffele, Wyndham Clark og Collin Morikawa munu skipa Ólympíulið Bandaríkjanna í karlaflokki að þessu sinni. DeChambeau hækkaði sig úr 38. sæti upp í það tíunda á heimslistanum með sigrinum á risamótinu um helgina en það dugði ekki. „Ég myndi elska það að keppa fyrir hönd Bandaríkjanna,“ sagði DeChambeau. Hann þarf að bíða í fjögur ár eftir þeim möguleika. Valið í liðið er byggt á stöðu manna á heimslistanum. Þar hefur það komið í bakið á DeChambeau að hann samdi við LIV mótaröðina í Sádí Arabíu. Árangur hans á mótum á vegum LIV telst því ekki til tekna við útreikning á heimslistanum. DeChambeau er sagður hafa fengið meira en hundrað milljónir dollara fyrir samning sinn við LIV eða meira en fjórtán milljarða íslenskra króna. „Ég tók stóra ákvörðun og það hafði sínar afleiðingar. Ég ber virðingu fyrir því. Vonandi getum við samt leyst þetta sem fyrst,“ sagði DeChambeau og vísar þar til samningaviðræðna milli LIV og PGA um mögulegt samstarf og lausn á deilunum. Bryson DeChambeau tells @PatMcAfeeShow about his disappointment in not being eligible to play in the upcoming Paris Olympics.In golf, players qualify for the Olympics through the Official World Golf Rankings (OWGR), with a maximum of four golfers from a single country.… pic.twitter.com/LKClhNnv9C— ESPN (@espn) June 17, 2024
Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira