Pep Guardiola hjálpaði Boston Celtics að vinna NBA titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2024 09:31 Pep Guardiola þekkir ekkert annað en að vinna titla og nóg af þeim. Nú er hann líka farinn að hjálpa vinum sínum í öðrum íþróttum að vinna titla. Getty/Michael Regan Það vakti athygli þegar Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, mætti til Boston fyrir fyrsta leikinn á móti Dallas Mavericks í úrslitaeinvíginu um NBA titilinn í körfubolta. Nú er komið í ljós að þessi frábæri knattspyrnuþjálfari kann sitthvað fyrir sér í körfuboltanum líka. Joe Mazzulla, þjálfari NBA-meistara Boston Celtics, talaði um það eftir að titilinn var í höfn að spænski knattspyrnustjórinn hefði hjálpað honum við það að finna leiðir í gegnum vörn Dallas. Boston vann úrslitaeinvígið á móti Dallas mjög sannfærandi 4-1 þar sem varnarleikur liðsins og liðssamvinna var í fyrirrúmi. Dallas burstaði reyndar einn leik og minnkaði þá muninn í 3-1 en í hinum var Boston í mjög góðum málum. Lokaleikinn vann Celtics mjög sannfærandi. Guardiola sást meðal annars vera að útskýra hluti fyrir Mazzulla inn á gólfinu og fyrir framan alla ljósmyndarana. Þar leit út fyrir að hann væri að sýna Boston þjálfurunum hvar væri réttu leiðirnar inn á vellinum. Mazzulla vottaði þær pælingar eftir að titilinn var í höfn því að hann þakkaði Guardiola fyrir góð ráð. „Dallas spilar einn klárasta og besta varnarleikinn í deildinni. Pep var að hjálpa mér með það, með því að búa til pláss inn á vellinum. Það var mjög mikilvægt. Hann hjálpaði mér að sjá hvernig væri best að hreyfa leikmenn okkar í hröðu sóknunum,“ sagði Joe Mazzulla. Er það eitthvað sem Guadriola getur ekki? Hann er búinn að vinna sautján titla á síðustu sex árum með Manchester City og alls 39 titla á þjálfaraferlinum. Hver veit nema að hann skipti bara yfir í körfuboltann þegar hann leitar sér að næstu áskorun. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) NBA Enski boltinn Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Joe Mazzulla, þjálfari NBA-meistara Boston Celtics, talaði um það eftir að titilinn var í höfn að spænski knattspyrnustjórinn hefði hjálpað honum við það að finna leiðir í gegnum vörn Dallas. Boston vann úrslitaeinvígið á móti Dallas mjög sannfærandi 4-1 þar sem varnarleikur liðsins og liðssamvinna var í fyrirrúmi. Dallas burstaði reyndar einn leik og minnkaði þá muninn í 3-1 en í hinum var Boston í mjög góðum málum. Lokaleikinn vann Celtics mjög sannfærandi. Guardiola sást meðal annars vera að útskýra hluti fyrir Mazzulla inn á gólfinu og fyrir framan alla ljósmyndarana. Þar leit út fyrir að hann væri að sýna Boston þjálfurunum hvar væri réttu leiðirnar inn á vellinum. Mazzulla vottaði þær pælingar eftir að titilinn var í höfn því að hann þakkaði Guardiola fyrir góð ráð. „Dallas spilar einn klárasta og besta varnarleikinn í deildinni. Pep var að hjálpa mér með það, með því að búa til pláss inn á vellinum. Það var mjög mikilvægt. Hann hjálpaði mér að sjá hvernig væri best að hreyfa leikmenn okkar í hröðu sóknunum,“ sagði Joe Mazzulla. Er það eitthvað sem Guadriola getur ekki? Hann er búinn að vinna sautján titla á síðustu sex árum með Manchester City og alls 39 titla á þjálfaraferlinum. Hver veit nema að hann skipti bara yfir í körfuboltann þegar hann leitar sér að næstu áskorun. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
NBA Enski boltinn Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira