Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. júní 2024 07:01 Oft er fullorðið fólk ekki að setja áhrif símanotkunar í samhengi við andlega og líkamlega heilsu. En of mikil símanotkun fullorðinna getur dregið úr hæfni til þess að einbeita sér, gæði svefns minnka, fólk upplifir orkuleysi án þess að setja það í samhengi við símanotkun eða jafnvel höfuðverk. Svo ekki sé talað um vöðvabólgu. Vísir/Getty Nú hafa Danir tekið af skarið og gefið út leiðbeiningar um símanotkun fullorðins fólks. Sem talin er geta verið heilsuspillandi ef notkunin nemur meira en þrjár klukkustundir á dag. RÚV fjallaði um málið í síðustu viku, en með leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda, hefur eflaust farið um nokkuð margt fullorðið fólk því jú það er einfaldlega staðreynd: Fullorðið fólk vafrar í símanum jafn mikið og jafnvel meir en ungt fólk og unglingar. Oft er síma- og netnotkun fólks jafnvel þannig, að það gerir sér ekki grein fyrir því hversu mikil notkunin er, nema að skoða yfirlit í símanum um það fyrir vikuna. Þetta þýðir að þótt leiðbeiningar dönsku heilbrigðisyfirvalda miðist við símanotkun utan vinnu, er vaninn hjá mörgum þó sá að vera með símann svo nálægt sér yfir daginn, að það að nota aðeins símann á vinnutíma jafnt sem í frítíma, rennur saman í eitt. Já, að kíkja á samfélagsmiðla, vafra á netinu, svara skilaboðum o.s.frv., virðist vera notkun sem getur verið nokkurn veginn viðvarandi frá morgni til kvölds. Sem dæmi um neikvæð áhrif of mikillar símanotkunar má nefna: Hæfnin okkar til að einbeita okkur minnkar Svefninn nær ekki eins mikilli dýpt/er ekki eins góður og ella væri Sumir eru oft með höfuðverk án þess að tengja hann við mikla símanotkun Sumir upplifa orkuleysi og þreytu, án þess að tengja það við of mikla símanotkun. Ekki er ólíklegt að leiðbeiningar Dana séu aðeins upphafið á umræðu sem verður meiri áberandi á komandi misserum og árum. Fyrir fullorðna ekkert síst. Hér eru nokkur góð ráð fyrir fólk sem vill draga úr notkuninni. 1. Hver er staðan þín? (í alvörunni) Fyrsta skrefið er að átta sig á því hver notkunin þín er að meðaltali yfir vikuna og hvern dag. Þegar þú ferð í þessa rýnivinnu, er gott að kryfja það í leiðinni, hvað í símanum kallar á þig mest og oftast yfir daginn og hvenær það er, sem þú átt til að gleyma þér eða verja jafnvel lengri tíma í símanum en þú ætlaðir þér. 2. Tímamörk, tilkynningar og fleira. Mörg öpp, þar á meðal samfélagsmiðlar, bjóða upp á að notendur setji sér tímamörk yfir daginn. Við mælum samt með því að fólk ætli sér ekki um of, því oft enda boð og bönn bara með því að fólk gefst upp og hættir að vinna að markmiðum sínum. Eins er mælt með því að aftengja tilkynningar frá öllum samfélagsmiðlum, því oft er það forvitnin til að kíkja þegar eitthvað poppar á skjáinn sem verður öðru yfirsterkari. Til að forðast uppgjöf, er mælt með því að ákveða hvaða tilkynningar þú ætlar að leyfa þér að vera með yfir daginn, eða að ákveða tímamörk á því hvenær þú ert með tilkynningarnar stilltar á yfir daginn og hvenær ekki. 3. Vidjó-þokan Margir viðurkenna að gleyma sér svo mikið við vidjó-áhorf á samfélagsmiðlum að stundum einfaldlega líða einhverjir klukkutímar án þess að fólk átti sig á því. Sem oft kemur þá niður á svefni, afköstum í vinnu og svo framvegis. Því já, það að horfa mikið á vidjó, leiðir til orkuleysis sem sumir tala um sem nokkurs konar vidjó-þoku (e. video fatigue). Fólk sem vinnur mikið í fjarvinnu og er mikið í myndaspjöllum á netinu, þarf til dæmis að hafa í huga að til viðbótar við símanotkunina yfir daginn, þarf að skoða hversu mikill tími fer í einhvers konar vidjó-áhorf vegna vinnu. Að vera á ZOOM fundi, telst því með í því átaki að reyna að minnka skjátíma- og símanotkun. 4. Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Til viðbótar við tímamörk og alls kyns leiðir til að sporna við of mikilli notkun á til dæmis samfélagsmiðlunum, er hægt að nýta tæknina í sína þágu. Margir eru til dæmis með allt skipulagt hjá sér í vinnunni í calender og á to do listum. Til að minnka skjátímann, er spurning um hvort eitthvað sem þú skráir dags daglega til dæmis í vinnunni, sé fyrirkomulag sem myndi henta þér vel líka til að vinna að því markmiði að minnka skjátíma og símanotkun? Ef þú lítur á það markmið hjá þér að þér til heilsubóta þurfir þú að minnka símanotkunina, er um að gera að nýta sér þau tæki og tól sem þér finnst almennt gagnast þér vel. 5. Pásur án símans Fyrir tíma snjallsíma, tók fólk sér pásur frá vinnu yfir daginn án þess að vafra um á netinu. Að standa upp og teygja úr sér, fá sér kaffi eða spjalla við vinnufélaga getur verið góð leið til að hvíla hugann aðeins yfir daginn. En án símans. 6. Vertu meira á ferðinni Önnur leið til að minnka símanotkun er að vera einfaldlega meira á ferðinni. Því það sem við eigum til að gera er að kíkja á símana okkar þegar við erum í kyrrstöðu. Að ganga upp stigann í staðinn fyrir lyftuna. Að ganga um gólf eða horfa á mannlífið út um gluggann á biðstofu, í staðinn fyrir að vafra í símanum. Notaðu hugmyndaflugið til að finna aðrar leiðir en símann og þá oft þannig, að með því að sitja ekki kyrr. Að standa upp eða að vinna standandi, er til dæmis sögð betri leið til að forðast símann en að sitja. Fólk sem hefur aðstöðu til að hækka skrifborðin sín, ættu því að prófa að standa meira við vinnu og athuga hvort það dregur úr þeirri löngun að vilja kíkja á símann. 7. Ekki borða og vera í símanum Góð venja er að vera aldrei með símann við matarborðið heima fyrir eða í vinnunni. 8. Ekki vera með símann á náttborðinu Ekkert okkar gleymir að hlaða símann okkar reglulega. En til að hlaða okkur sjálf jafnvel og símann, er ágætis ráð að mynda fjarlægð við símann reglulega yfir sólahringinn. Til dæmis að vera ekki með símann á náttborðinu þegar við förum að sofa á kvöldin. Frétt RÚV má sjá HÉR. Góðu ráðin Heilsa Geðheilbrigði Tengdar fréttir Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ „Þetta eru lyf sem fólk fær gjarnan eftir aðgerðir. Sjálfur var ég að skrifa allt að þrjátíu lyfseðla á viku þegar ég starfaði á bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir Kjartan Þórsson læknir og stofnandi Prescriby. 8. maí 2024 07:00 Þrjú atriði til að auka á sjálfsöryggið okkar í vinnunni Gott sjálfstraust í vinnunni getur hleypt okkur gífurlega langt. Ekki aðeins í starfsframa, heldur líka í því hvernig okkur líður og gengur almennt dag frá degi. Í hvaða verkefnum sem er. 19. apríl 2024 07:00 Ekkert einkamál: Áhrif vinnustaða á geðheilsu jafn stór og makans „Það hefur mikil áhrif á frammistöðu okkar hvort við séum við góða geðheilsu eða ekki, hvort við séum orkumikil, að blómstra, félagslega virk og vel sofin í samanburði við það að vera ósofin, kvíðin eða streitan farin að bíta í,“ segir Hilja Guðmundsdóttir hjá Mental ráðgjöf. 5. júní 2024 07:00 Jákvæður stjórnandi getur gert gæfumuninn en fjögur lykilatriði þarf þó til „Við mannfólkið erum yfirleitt fljótari að vinna úr og muna jákvæðar upplýsingar en neikvæðar,“ nefnir Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, sem dæmi um hvers vegna leiðtogar vinnustaða ættu að leggja áherslu á jákvæða forystu. 5. febrúar 2024 07:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
RÚV fjallaði um málið í síðustu viku, en með leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda, hefur eflaust farið um nokkuð margt fullorðið fólk því jú það er einfaldlega staðreynd: Fullorðið fólk vafrar í símanum jafn mikið og jafnvel meir en ungt fólk og unglingar. Oft er síma- og netnotkun fólks jafnvel þannig, að það gerir sér ekki grein fyrir því hversu mikil notkunin er, nema að skoða yfirlit í símanum um það fyrir vikuna. Þetta þýðir að þótt leiðbeiningar dönsku heilbrigðisyfirvalda miðist við símanotkun utan vinnu, er vaninn hjá mörgum þó sá að vera með símann svo nálægt sér yfir daginn, að það að nota aðeins símann á vinnutíma jafnt sem í frítíma, rennur saman í eitt. Já, að kíkja á samfélagsmiðla, vafra á netinu, svara skilaboðum o.s.frv., virðist vera notkun sem getur verið nokkurn veginn viðvarandi frá morgni til kvölds. Sem dæmi um neikvæð áhrif of mikillar símanotkunar má nefna: Hæfnin okkar til að einbeita okkur minnkar Svefninn nær ekki eins mikilli dýpt/er ekki eins góður og ella væri Sumir eru oft með höfuðverk án þess að tengja hann við mikla símanotkun Sumir upplifa orkuleysi og þreytu, án þess að tengja það við of mikla símanotkun. Ekki er ólíklegt að leiðbeiningar Dana séu aðeins upphafið á umræðu sem verður meiri áberandi á komandi misserum og árum. Fyrir fullorðna ekkert síst. Hér eru nokkur góð ráð fyrir fólk sem vill draga úr notkuninni. 1. Hver er staðan þín? (í alvörunni) Fyrsta skrefið er að átta sig á því hver notkunin þín er að meðaltali yfir vikuna og hvern dag. Þegar þú ferð í þessa rýnivinnu, er gott að kryfja það í leiðinni, hvað í símanum kallar á þig mest og oftast yfir daginn og hvenær það er, sem þú átt til að gleyma þér eða verja jafnvel lengri tíma í símanum en þú ætlaðir þér. 2. Tímamörk, tilkynningar og fleira. Mörg öpp, þar á meðal samfélagsmiðlar, bjóða upp á að notendur setji sér tímamörk yfir daginn. Við mælum samt með því að fólk ætli sér ekki um of, því oft enda boð og bönn bara með því að fólk gefst upp og hættir að vinna að markmiðum sínum. Eins er mælt með því að aftengja tilkynningar frá öllum samfélagsmiðlum, því oft er það forvitnin til að kíkja þegar eitthvað poppar á skjáinn sem verður öðru yfirsterkari. Til að forðast uppgjöf, er mælt með því að ákveða hvaða tilkynningar þú ætlar að leyfa þér að vera með yfir daginn, eða að ákveða tímamörk á því hvenær þú ert með tilkynningarnar stilltar á yfir daginn og hvenær ekki. 3. Vidjó-þokan Margir viðurkenna að gleyma sér svo mikið við vidjó-áhorf á samfélagsmiðlum að stundum einfaldlega líða einhverjir klukkutímar án þess að fólk átti sig á því. Sem oft kemur þá niður á svefni, afköstum í vinnu og svo framvegis. Því já, það að horfa mikið á vidjó, leiðir til orkuleysis sem sumir tala um sem nokkurs konar vidjó-þoku (e. video fatigue). Fólk sem vinnur mikið í fjarvinnu og er mikið í myndaspjöllum á netinu, þarf til dæmis að hafa í huga að til viðbótar við símanotkunina yfir daginn, þarf að skoða hversu mikill tími fer í einhvers konar vidjó-áhorf vegna vinnu. Að vera á ZOOM fundi, telst því með í því átaki að reyna að minnka skjátíma- og símanotkun. 4. Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Til viðbótar við tímamörk og alls kyns leiðir til að sporna við of mikilli notkun á til dæmis samfélagsmiðlunum, er hægt að nýta tæknina í sína þágu. Margir eru til dæmis með allt skipulagt hjá sér í vinnunni í calender og á to do listum. Til að minnka skjátímann, er spurning um hvort eitthvað sem þú skráir dags daglega til dæmis í vinnunni, sé fyrirkomulag sem myndi henta þér vel líka til að vinna að því markmiði að minnka skjátíma og símanotkun? Ef þú lítur á það markmið hjá þér að þér til heilsubóta þurfir þú að minnka símanotkunina, er um að gera að nýta sér þau tæki og tól sem þér finnst almennt gagnast þér vel. 5. Pásur án símans Fyrir tíma snjallsíma, tók fólk sér pásur frá vinnu yfir daginn án þess að vafra um á netinu. Að standa upp og teygja úr sér, fá sér kaffi eða spjalla við vinnufélaga getur verið góð leið til að hvíla hugann aðeins yfir daginn. En án símans. 6. Vertu meira á ferðinni Önnur leið til að minnka símanotkun er að vera einfaldlega meira á ferðinni. Því það sem við eigum til að gera er að kíkja á símana okkar þegar við erum í kyrrstöðu. Að ganga upp stigann í staðinn fyrir lyftuna. Að ganga um gólf eða horfa á mannlífið út um gluggann á biðstofu, í staðinn fyrir að vafra í símanum. Notaðu hugmyndaflugið til að finna aðrar leiðir en símann og þá oft þannig, að með því að sitja ekki kyrr. Að standa upp eða að vinna standandi, er til dæmis sögð betri leið til að forðast símann en að sitja. Fólk sem hefur aðstöðu til að hækka skrifborðin sín, ættu því að prófa að standa meira við vinnu og athuga hvort það dregur úr þeirri löngun að vilja kíkja á símann. 7. Ekki borða og vera í símanum Góð venja er að vera aldrei með símann við matarborðið heima fyrir eða í vinnunni. 8. Ekki vera með símann á náttborðinu Ekkert okkar gleymir að hlaða símann okkar reglulega. En til að hlaða okkur sjálf jafnvel og símann, er ágætis ráð að mynda fjarlægð við símann reglulega yfir sólahringinn. Til dæmis að vera ekki með símann á náttborðinu þegar við förum að sofa á kvöldin. Frétt RÚV má sjá HÉR.
Góðu ráðin Heilsa Geðheilbrigði Tengdar fréttir Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ „Þetta eru lyf sem fólk fær gjarnan eftir aðgerðir. Sjálfur var ég að skrifa allt að þrjátíu lyfseðla á viku þegar ég starfaði á bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir Kjartan Þórsson læknir og stofnandi Prescriby. 8. maí 2024 07:00 Þrjú atriði til að auka á sjálfsöryggið okkar í vinnunni Gott sjálfstraust í vinnunni getur hleypt okkur gífurlega langt. Ekki aðeins í starfsframa, heldur líka í því hvernig okkur líður og gengur almennt dag frá degi. Í hvaða verkefnum sem er. 19. apríl 2024 07:00 Ekkert einkamál: Áhrif vinnustaða á geðheilsu jafn stór og makans „Það hefur mikil áhrif á frammistöðu okkar hvort við séum við góða geðheilsu eða ekki, hvort við séum orkumikil, að blómstra, félagslega virk og vel sofin í samanburði við það að vera ósofin, kvíðin eða streitan farin að bíta í,“ segir Hilja Guðmundsdóttir hjá Mental ráðgjöf. 5. júní 2024 07:00 Jákvæður stjórnandi getur gert gæfumuninn en fjögur lykilatriði þarf þó til „Við mannfólkið erum yfirleitt fljótari að vinna úr og muna jákvæðar upplýsingar en neikvæðar,“ nefnir Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, sem dæmi um hvers vegna leiðtogar vinnustaða ættu að leggja áherslu á jákvæða forystu. 5. febrúar 2024 07:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32
Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ „Þetta eru lyf sem fólk fær gjarnan eftir aðgerðir. Sjálfur var ég að skrifa allt að þrjátíu lyfseðla á viku þegar ég starfaði á bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir Kjartan Þórsson læknir og stofnandi Prescriby. 8. maí 2024 07:00
Þrjú atriði til að auka á sjálfsöryggið okkar í vinnunni Gott sjálfstraust í vinnunni getur hleypt okkur gífurlega langt. Ekki aðeins í starfsframa, heldur líka í því hvernig okkur líður og gengur almennt dag frá degi. Í hvaða verkefnum sem er. 19. apríl 2024 07:00
Ekkert einkamál: Áhrif vinnustaða á geðheilsu jafn stór og makans „Það hefur mikil áhrif á frammistöðu okkar hvort við séum við góða geðheilsu eða ekki, hvort við séum orkumikil, að blómstra, félagslega virk og vel sofin í samanburði við það að vera ósofin, kvíðin eða streitan farin að bíta í,“ segir Hilja Guðmundsdóttir hjá Mental ráðgjöf. 5. júní 2024 07:00
Jákvæður stjórnandi getur gert gæfumuninn en fjögur lykilatriði þarf þó til „Við mannfólkið erum yfirleitt fljótari að vinna úr og muna jákvæðar upplýsingar en neikvæðar,“ nefnir Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, sem dæmi um hvers vegna leiðtogar vinnustaða ættu að leggja áherslu á jákvæða forystu. 5. febrúar 2024 07:00