Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að hiti verði á bilinu sjö til þrettán stig í dag.
Í fyrramálið fari lægðin svo austur með suðurströndinni og því snúist í norðlæga átt og bæti í úrkomu á morgun. Annað kvöld yfirgefi lægðin landið og þá dragi úr vindi og vætu. Hiti frá fimm stigum norðanlands upp að þrettán stigum syðra.
Veðurhorfur næstu daga:
Á miðvikudag:
Norðaustan 5-13 m/s, en hægari vestlæg átt sunnantil. Súld eða rigning, en dregur úr vætu seinnipartinn og um kvöldið. Hiti 5 til 13 stig, mildast syðst.
Á fimmtudag:
Fremur hæg norðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað og dálítil væta, en yfirleitt bjart austanlands. Hiti 6 til 12 stig.
Á föstudag og laugardag:
Norðaustlæg átt og súld eða rigning með köflum, en lengst af þurrt vestanlands. Hiti 4 til 13 stig, hlýjast sunnanlands.
Á sunnudag:
Breytileg átt og víða dálítil rigning eða skúrir. Hiti breytist lítið.
Á mánudag:
Útlit fyrir norðvestlæga átt með vætu.