Utan vallar: Tuttugu ár frá besta EM allra tíma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2024 09:01 Bestu höfundar Hollywood hefðu ekki geta skrifað handritið að EM 2004. Richard Sellers/Getty Images Eins og öll ykkar vita þá er allt betra þegar maður er krakki. Besta kvikmynd sem þú sást, besti sjónvarpsþáttur, besti matur eða bara hvað sem er. Það er allt og ég meina allt, betra í minningunni. Það er ástæðan fyrir því að EM 2004 er og verður alltaf besta Evrópumót karla í fótbolta frá upphafi. EM 2004 hafði allt. Frábæra leikmenn, verðandi stórstjörnur, stórbrotna leiki, mögnuð mörk og hanskalausan markmann. Svo stóð Grikkland Evrópumeistari eftir að vinna heimamenn í Portúgal í úrslitum eftir að hafa einnig unnið þá í riðlinum. Er hægt að biðja um eitthvað mikið meira? Það hjálpar eflaust til að undirritaður var á 14. aldursári og í minningunni voru leikirnir allir á þannig tíma að hægt var að horfa á þá alla án þess að vera of seinn í kvöldmat eða missa af fótboltaæfingu. Sem betur fer því ekki mátti maður missa af veislunni. Wayne Rooney stimplaði sig heldur betur inn á sviðið á þessu móti sem einn magnaðasti táningur Evrópu ef ekki heimsins. Þá var ungur Portúgali að nafni Cristiano Ronaldo sem vakti gríðarlega athygli. Spagettí-lokkurinn sem einkenndi hann fyrst um sinn hjá Manchester United var horfinn á braut. Segja má að þarna hafi verið farið að mótast grunnur að því útliti sem hefur einkennt hann allar götur síðan. Cristiano Ronaldo gekk vægast sagt illa gegn Grikklandi sumarið 2004.liewig christian/Getty Images Svo voru það mörkin, maður minn. Zlatan Ibrahimović skoraði eitt af tæknilega bestu mörkum sem ég man eftir að hafa séð. Útsjónarsemin og vigtin í skotinu. Magnað. Það mark og svo mörg önnur rugluð mörk sem skoruð voru í Portúgal sumarið 2004 má sjá á vefsíðu UEFA. 🇸🇪 Zlatan Ibrahimović doing the impossible #OTD at EURO 2004... 🤯🤯🤯@Ibra_official | @svenskfotboll pic.twitter.com/my7p7XUnfe— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 18, 2022 Svo má ekki gleyma besta leik allra tíma þegar Tékkland lagði Holland 3-2 eftir að lenda 0-2 undir. Því miður bíður opinber aðgangur UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, aðeins upp á 98 sekúndna klippu úr leiknum á Youtube. Eðlilegt væri ef leikurinn væri sýndur í heild sinni í aðdraganda allra stórmóta sem dæmi um hvernig fótboltaleikir eiga að vera. Reyndar er einnig hægt að færa rök fyrir því að leikur Englands og Portúgals í 8-liða úrslitum hafi verið besti leikur EM frá upphafi. Michael Owen skoraði stórglæsilegt mark eftir að frábært uppspil hjá Englendingum, á þeim tíma allavega. Rui Costa skoraði ekki verra mark þegar hann sólaði mann og annan áður en hann gjörsamlega lúðraði boltanum framhjá David James í marki Englands. Wayne Rooney meiddist og við það virtust vonir Englands úr sögunni en einhvern veginn komust enskir alla leið í vítaspyrnukeppni. David Beckham og Rui Costa klikkuðu en báðir skutu lengst yfir. Það var komið fram í bráðabana og Darius Vassell steig á punktinn fyrir Englendinga. Áður en hann fékk að taka spyrnuna reif Ricardo, markvörður Portúgals, sig úr hönskunum. Það hefði án efa verið eitt misheppnaðasta augnablik i sögu EM ef hann hefði ekki varið spyrnu Vassell og svo sjálfur skotið Portúgal í undanúrslitin. Ótrúleg atburðarás í alla staði. Hetjudáð Ricardo var þó í raun til einskis þar sem Portúgal tapaði fyrir Grikklandi í úrslitum en það var í annað sinn sem hið gríðarlega varnarsinnaða lið Grikklands lagði Portúgal á mótinu. Ef til vill er enn fólk þarna úti sem tuðar yfir því að Grikkland, þjóð sem hefur aldrei riðið feitum hesti á stórmóti í knattspyrnu, hafi staðið uppi sem sigurvegari en segja má að hún hafi lagt grunninn að Evrópuboltanum næstu árin. Skömmu síðar voru José Mourinho og Rafa Benitez tveir af betri stjórum Evrópu en þeir lögðu vægast sagt mikið upp úr öguðum og góðum varnarleik. Svo má segja að Ísland hafi að vissu leyti stolið uppskriftinni á EM 2016. Þó okkar ævintýri í Frakklandi gleymist aldrei þá er EM 2004 enn besta Evrópumót allra tíma. Allavega fyrir okkur fædd í kringum árið 1990. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Sjá meira
EM 2004 hafði allt. Frábæra leikmenn, verðandi stórstjörnur, stórbrotna leiki, mögnuð mörk og hanskalausan markmann. Svo stóð Grikkland Evrópumeistari eftir að vinna heimamenn í Portúgal í úrslitum eftir að hafa einnig unnið þá í riðlinum. Er hægt að biðja um eitthvað mikið meira? Það hjálpar eflaust til að undirritaður var á 14. aldursári og í minningunni voru leikirnir allir á þannig tíma að hægt var að horfa á þá alla án þess að vera of seinn í kvöldmat eða missa af fótboltaæfingu. Sem betur fer því ekki mátti maður missa af veislunni. Wayne Rooney stimplaði sig heldur betur inn á sviðið á þessu móti sem einn magnaðasti táningur Evrópu ef ekki heimsins. Þá var ungur Portúgali að nafni Cristiano Ronaldo sem vakti gríðarlega athygli. Spagettí-lokkurinn sem einkenndi hann fyrst um sinn hjá Manchester United var horfinn á braut. Segja má að þarna hafi verið farið að mótast grunnur að því útliti sem hefur einkennt hann allar götur síðan. Cristiano Ronaldo gekk vægast sagt illa gegn Grikklandi sumarið 2004.liewig christian/Getty Images Svo voru það mörkin, maður minn. Zlatan Ibrahimović skoraði eitt af tæknilega bestu mörkum sem ég man eftir að hafa séð. Útsjónarsemin og vigtin í skotinu. Magnað. Það mark og svo mörg önnur rugluð mörk sem skoruð voru í Portúgal sumarið 2004 má sjá á vefsíðu UEFA. 🇸🇪 Zlatan Ibrahimović doing the impossible #OTD at EURO 2004... 🤯🤯🤯@Ibra_official | @svenskfotboll pic.twitter.com/my7p7XUnfe— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 18, 2022 Svo má ekki gleyma besta leik allra tíma þegar Tékkland lagði Holland 3-2 eftir að lenda 0-2 undir. Því miður bíður opinber aðgangur UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, aðeins upp á 98 sekúndna klippu úr leiknum á Youtube. Eðlilegt væri ef leikurinn væri sýndur í heild sinni í aðdraganda allra stórmóta sem dæmi um hvernig fótboltaleikir eiga að vera. Reyndar er einnig hægt að færa rök fyrir því að leikur Englands og Portúgals í 8-liða úrslitum hafi verið besti leikur EM frá upphafi. Michael Owen skoraði stórglæsilegt mark eftir að frábært uppspil hjá Englendingum, á þeim tíma allavega. Rui Costa skoraði ekki verra mark þegar hann sólaði mann og annan áður en hann gjörsamlega lúðraði boltanum framhjá David James í marki Englands. Wayne Rooney meiddist og við það virtust vonir Englands úr sögunni en einhvern veginn komust enskir alla leið í vítaspyrnukeppni. David Beckham og Rui Costa klikkuðu en báðir skutu lengst yfir. Það var komið fram í bráðabana og Darius Vassell steig á punktinn fyrir Englendinga. Áður en hann fékk að taka spyrnuna reif Ricardo, markvörður Portúgals, sig úr hönskunum. Það hefði án efa verið eitt misheppnaðasta augnablik i sögu EM ef hann hefði ekki varið spyrnu Vassell og svo sjálfur skotið Portúgal í undanúrslitin. Ótrúleg atburðarás í alla staði. Hetjudáð Ricardo var þó í raun til einskis þar sem Portúgal tapaði fyrir Grikklandi í úrslitum en það var í annað sinn sem hið gríðarlega varnarsinnaða lið Grikklands lagði Portúgal á mótinu. Ef til vill er enn fólk þarna úti sem tuðar yfir því að Grikkland, þjóð sem hefur aldrei riðið feitum hesti á stórmóti í knattspyrnu, hafi staðið uppi sem sigurvegari en segja má að hún hafi lagt grunninn að Evrópuboltanum næstu árin. Skömmu síðar voru José Mourinho og Rafa Benitez tveir af betri stjórum Evrópu en þeir lögðu vægast sagt mikið upp úr öguðum og góðum varnarleik. Svo má segja að Ísland hafi að vissu leyti stolið uppskriftinni á EM 2016. Þó okkar ævintýri í Frakklandi gleymist aldrei þá er EM 2004 enn besta Evrópumót allra tíma. Allavega fyrir okkur fædd í kringum árið 1990.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Sjá meira