Kwadwo Duah kom Sviss yfir eftir tólf mínútna leik og Michel Aebischer tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Barnabas Varga minnkaði muninn fyrir Ungverjaland á 66. mínútu en Breel Embolo gerði út um leikinn þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.
Sviss og Þýskaland eru því með þrjú stig þegar öll lið í A-riðli hafa spilað einn leik. Ungverjaland og Skotland eru hins vegar án stiga.
Svisslendingar🇨🇭 hófu EM með 3-1 sigri á Ungverjum🇭🇺 í dag og hér eru mörkin ⚽️ pic.twitter.com/DXYYiQBFyQ
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2024