Fólk ferðist alla leið frá Ástralíu til að sækja Víkingahátíðina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júní 2024 12:35 Búist er við um 25 til 30 þúsund manns á hátíðina í ár. vísir/vilhelm Víkingar um allan heim eru ýmist komnir eða á leið til landsins til að sækja hina árlegu Víkingahátíð sem fer fram í Hafnarfirði um helgina. Lengst hefur fólk ferðast frá Ástralíu til að taka þátt í dagskrárhöldum. Hátíðin fer fram á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Fjörið hefst klukkan ellefu á daginn og stendur fram á kvöld. Jökull Tandri Ámundason er jarl hjá Rimmugýgum víkingafélagi. „Hjá okkur er hægt að upplifa og fylgjast með víkingabardaga sem er bæði lið á móti liði og maður á móti manni. Svo er hægt að fá að prófa hjá okkur bogfimi og axarkast, það er handverk á svæðinu sem hægt er að læra og góðir matvagnar þarna með okkur.“ Auk þess sem fólk getur spreytt sig í víkingaleikjum, hlustað á víkingatónlist, stigið vikivaka dans og fylgst með dönsku hirðfífli. „Þar sem hann er að leika sér með eldbolta og hættulegasta ávöxt í heimi sem að hans sögn er eplið.“ Víkingatónlist mun óma um Víðistaðatún þar sem hátíðin fer fram.vísir/vilhelm Um 25 þúsund manns sækja hátíðina árlega sem vekur athygli um allan heim enda mæta erlendir víkingar til landsins einungis til að sækja hátíðina. „Það eru nokkrir sem eru að koma í sitt tuttugasta eða tuttugasta og fjórða skipti. Víkingar frá gjörvöllum Norðurlöndunum, Bretlandseyjum, Þýskalandi, Póllandi, Kanada og Bandaríkjunum. Svo höfum við verið svo heppin að eiga góða vini langt að, þeir koma alla leið frá Ástralíu til að sækja okkur.“ Fólk sæki í menningararfinn Jökull segir menningararfinn laða fólk að. „Það er svo gaman að geta rýnt aðeins inn í fortíðina, séð hvernig lifnaðarhættir eða fólk var á þessum tíma. Hvernig það bjó, klæddi sig og borðaði eða leysti úr rígum þess á milli, hvort sem það var í leik eða orrustu.“ Mikill metnaður er í klæðaburði.vísir/vilhelm Hann hvetur alla til að kíkja við um helgina en hátíðinni lýkur á þriðjudaginn. „Aðgangseyrir er enginn og það eru allir velkomnir. Dagskráin gengur frá ellefu til sex og svo er eitthvað húllumhæ fram eftir.“ Hafnarfjörður Grín og gaman Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
Hátíðin fer fram á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Fjörið hefst klukkan ellefu á daginn og stendur fram á kvöld. Jökull Tandri Ámundason er jarl hjá Rimmugýgum víkingafélagi. „Hjá okkur er hægt að upplifa og fylgjast með víkingabardaga sem er bæði lið á móti liði og maður á móti manni. Svo er hægt að fá að prófa hjá okkur bogfimi og axarkast, það er handverk á svæðinu sem hægt er að læra og góðir matvagnar þarna með okkur.“ Auk þess sem fólk getur spreytt sig í víkingaleikjum, hlustað á víkingatónlist, stigið vikivaka dans og fylgst með dönsku hirðfífli. „Þar sem hann er að leika sér með eldbolta og hættulegasta ávöxt í heimi sem að hans sögn er eplið.“ Víkingatónlist mun óma um Víðistaðatún þar sem hátíðin fer fram.vísir/vilhelm Um 25 þúsund manns sækja hátíðina árlega sem vekur athygli um allan heim enda mæta erlendir víkingar til landsins einungis til að sækja hátíðina. „Það eru nokkrir sem eru að koma í sitt tuttugasta eða tuttugasta og fjórða skipti. Víkingar frá gjörvöllum Norðurlöndunum, Bretlandseyjum, Þýskalandi, Póllandi, Kanada og Bandaríkjunum. Svo höfum við verið svo heppin að eiga góða vini langt að, þeir koma alla leið frá Ástralíu til að sækja okkur.“ Fólk sæki í menningararfinn Jökull segir menningararfinn laða fólk að. „Það er svo gaman að geta rýnt aðeins inn í fortíðina, séð hvernig lifnaðarhættir eða fólk var á þessum tíma. Hvernig það bjó, klæddi sig og borðaði eða leysti úr rígum þess á milli, hvort sem það var í leik eða orrustu.“ Mikill metnaður er í klæðaburði.vísir/vilhelm Hann hvetur alla til að kíkja við um helgina en hátíðinni lýkur á þriðjudaginn. „Aðgangseyrir er enginn og það eru allir velkomnir. Dagskráin gengur frá ellefu til sex og svo er eitthvað húllumhæ fram eftir.“
Hafnarfjörður Grín og gaman Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira