Á 90 þúsund servíettur í Hafnarfirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júní 2024 20:46 Jóhanna Gunnhildur Stefánsdóttir, servíettusafnari með meiru í Hafnarfirði, sem á um 90 þúsund servíettur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kona í Hafnarfirði er engum líka þegar kemur að söfnun á servíettum því hún á hvorki meira né minna en níutíu þúsund servíettur og bara eina tegund af hverri. Söfnunin hefur staðið yfir í fjörutíu ár. Þegar komið er inn til Jóhönnu Gunnhildar Stefánsdóttur á Herjólfsgötunni eru kassar út um allt fullir af servíettum og möppur inn í skápum, líka fullar af servíettum. „Þetta er svo skemmtilegt, það er svo gaman að skoða servíettur, raða þeim upp og horfa á þær og spá og speglúera í servíettum. Í gamla daga voru þær alltaf einfaldar en núna eru þær þriggja laga,” segir Jóhanna. En hvað finnst fólki í kringum þig að þú sért að safna svona mikið af servíettum? „Það segir óskup lítið við þessu, börnin mín kvarta stundum yfir því hvað þau eigi að gera við þetta þegar þau taka við þessu þegar ég fer frá, þau kvarta stundum, en þau umbera þetta og þau vita vel að ég hef gaman af þessu og þetta er búið að vera mitt líf og yndi,” segir Jóhanna og hlær. Jóhanna hefur fengið mörg gömul servíettusöfn gefins í gegnum árin og hún hefur líka keypt mikið af servíettum frá útlöndum. „Já, já, ég tek við gömlum servíettum, bæði gömlum og nýjum,”segir hún. Servíettur frá því þegar Elísabet Bretadrottning var sett inn í sitt embætti eru í miklu uppáhaldi hjá Jóhönnu. „Það eru drottningarservíettur, svo breiddust þær út um allt Evrópu þessar servíettur.” Og Jóhanna hefur málað myndir á alla kassana þannig að hún viti nú örugglega hvað er í hverjum kassa. Og svo er hún fljót að flétta í kössunum og hún passar til dæmi upp á það að jólasveinar með bangsa séu í sér kassa. Jóhanna málar myndir á alla kassana þannig að hún viti nákvæmlega hvernig servéttur eru í hverjum kassa.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þá fara þeir í þennan kassa, þessi er með bangsa.” En Jóhanna segist ekki eiga neina eina uppáhalds servíettu í safninu. „Nei, en ég held mjög mikið upp á snjókarla, mjög mikið upp á Parísar servétturnar þar sem turnin er og ég held mjög mikið upp á Hollensku servétturnar, þær eru mjög fallegar og skemmtilegar,” segir Jóhanna og bætir strax við skellihlæjandi. „Það verða allir að gera einherjar vitleysu og eiga það bara út af fyrir sig sína vitleysu, ég hef mjög gaman af servíettum.” Safnið hennar Jóhönnu er einstaklega fallegt og vel um það hugsað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hafnarfjörður Söfn Grín og gaman Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Þegar komið er inn til Jóhönnu Gunnhildar Stefánsdóttur á Herjólfsgötunni eru kassar út um allt fullir af servíettum og möppur inn í skápum, líka fullar af servíettum. „Þetta er svo skemmtilegt, það er svo gaman að skoða servíettur, raða þeim upp og horfa á þær og spá og speglúera í servíettum. Í gamla daga voru þær alltaf einfaldar en núna eru þær þriggja laga,” segir Jóhanna. En hvað finnst fólki í kringum þig að þú sért að safna svona mikið af servíettum? „Það segir óskup lítið við þessu, börnin mín kvarta stundum yfir því hvað þau eigi að gera við þetta þegar þau taka við þessu þegar ég fer frá, þau kvarta stundum, en þau umbera þetta og þau vita vel að ég hef gaman af þessu og þetta er búið að vera mitt líf og yndi,” segir Jóhanna og hlær. Jóhanna hefur fengið mörg gömul servíettusöfn gefins í gegnum árin og hún hefur líka keypt mikið af servíettum frá útlöndum. „Já, já, ég tek við gömlum servíettum, bæði gömlum og nýjum,”segir hún. Servíettur frá því þegar Elísabet Bretadrottning var sett inn í sitt embætti eru í miklu uppáhaldi hjá Jóhönnu. „Það eru drottningarservíettur, svo breiddust þær út um allt Evrópu þessar servíettur.” Og Jóhanna hefur málað myndir á alla kassana þannig að hún viti nú örugglega hvað er í hverjum kassa. Og svo er hún fljót að flétta í kössunum og hún passar til dæmi upp á það að jólasveinar með bangsa séu í sér kassa. Jóhanna málar myndir á alla kassana þannig að hún viti nákvæmlega hvernig servéttur eru í hverjum kassa.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þá fara þeir í þennan kassa, þessi er með bangsa.” En Jóhanna segist ekki eiga neina eina uppáhalds servíettu í safninu. „Nei, en ég held mjög mikið upp á snjókarla, mjög mikið upp á Parísar servétturnar þar sem turnin er og ég held mjög mikið upp á Hollensku servétturnar, þær eru mjög fallegar og skemmtilegar,” segir Jóhanna og bætir strax við skellihlæjandi. „Það verða allir að gera einherjar vitleysu og eiga það bara út af fyrir sig sína vitleysu, ég hef mjög gaman af servíettum.” Safnið hennar Jóhönnu er einstaklega fallegt og vel um það hugsað.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hafnarfjörður Söfn Grín og gaman Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira