„Fínt að vera í þessu umhverfi, fá smá mótlæti og brekku“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. júní 2024 08:00 Kristall Máni átti frábært tímabil í Danmörku þrátt fyrir að glíma mikið við meiðsli. vísir / sigurjón Fyrir síðasta tímabil skipti Kristall Máni Ingason til danska liðsins Sönderjyske eftir erfiðan tíma hjá Rosenborg í Noregi. Þar fann hann leikgleðina aftur og var einn besti maður liðsins sem tókst að tryggja sér sæti í efstu deild á næsta tímabili. Sönderjyske átti frábært tímabil í 1. deild Danmerkur, endaði í öðru sæti og mun því spila í efstu deild á næsta tímabili. Kristall Máni gaf flestar stoðsendingar allra leikmanna liðsins, sjö talsins og skoraði að auki átta mörk. Kristall endaði tímabilið sem þriðji markahæsti leikmaður liðsins og stoðsendingahæstur með sjö gjafir þrátt fyrir að missa töluvert úr vegna meiðsla.Sönderjyske Fodbold „Ég myndi segja mjög tímabil yfir höfuð, unnum flest alla leikina og spilum góðan fótbolta. Eftir að hafa komið frá erfiðum tíma í Rosenborg var þetta bara geggjað sko. Ég myndi segja að ég hafi spilað mjög vel, ég hefði viljað kannski aðeins fleiri stoðsendingar og mörk, en það verður bara á næsta tímabili.“ Kristall er nú í sumarfríi og nýtir tímann til æfinga með sínu gamla liði Víkingi en hann fór þaðan árið 2022 til Rosenborg. Tími hans í Noregi var ekki góður og einkenndist mikið af meiðslum en mótlætið mótaði hann og gerði að betri leikmanni. Kristall var leikmaður Víkings frá 2020-22. Hann varð tvöfaldur meistari tímabilið 2021.Vísir / Hulda Margrét „Það er erfitt að segja [af hverju hlutirnir gengu ekki upp hjá Rosenborg], mikið í gangi, lítill spiltími og glímdi við nárameiðsli. En þetta var bara fínn tími og fínt að vera í þessu umhverfi, fá smá mótlæti og brekku í þetta en gott að vera kominn til baka og maður bara stefnir upp brekkuna.“ Eftir eins gott tímabil og Kristall átti er eðlilegt að stærri lið sýni honum áhuga en sjálfur segist hann ekki hafa áhuga á félagaskiptum og ætlar að hjálpa Sönderjyske að halda sínu sæti í deildinni á næsta tímabili. „Alls ekki [að leita að nýju félagi], mér líður vel þarna í Sönderjyske og ég fæ bara að vera ég sjálfur þannig að ég er ekkert að stressa mig sko. Markmiðið fyrir næsta tímabil er bara að skora einhver mörk og leggja eitthvað upp. Halda okkur í þessari deild, fyrst og fremst.“ Danski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Sjá meira
Sönderjyske átti frábært tímabil í 1. deild Danmerkur, endaði í öðru sæti og mun því spila í efstu deild á næsta tímabili. Kristall Máni gaf flestar stoðsendingar allra leikmanna liðsins, sjö talsins og skoraði að auki átta mörk. Kristall endaði tímabilið sem þriðji markahæsti leikmaður liðsins og stoðsendingahæstur með sjö gjafir þrátt fyrir að missa töluvert úr vegna meiðsla.Sönderjyske Fodbold „Ég myndi segja mjög tímabil yfir höfuð, unnum flest alla leikina og spilum góðan fótbolta. Eftir að hafa komið frá erfiðum tíma í Rosenborg var þetta bara geggjað sko. Ég myndi segja að ég hafi spilað mjög vel, ég hefði viljað kannski aðeins fleiri stoðsendingar og mörk, en það verður bara á næsta tímabili.“ Kristall er nú í sumarfríi og nýtir tímann til æfinga með sínu gamla liði Víkingi en hann fór þaðan árið 2022 til Rosenborg. Tími hans í Noregi var ekki góður og einkenndist mikið af meiðslum en mótlætið mótaði hann og gerði að betri leikmanni. Kristall var leikmaður Víkings frá 2020-22. Hann varð tvöfaldur meistari tímabilið 2021.Vísir / Hulda Margrét „Það er erfitt að segja [af hverju hlutirnir gengu ekki upp hjá Rosenborg], mikið í gangi, lítill spiltími og glímdi við nárameiðsli. En þetta var bara fínn tími og fínt að vera í þessu umhverfi, fá smá mótlæti og brekku í þetta en gott að vera kominn til baka og maður bara stefnir upp brekkuna.“ Eftir eins gott tímabil og Kristall átti er eðlilegt að stærri lið sýni honum áhuga en sjálfur segist hann ekki hafa áhuga á félagaskiptum og ætlar að hjálpa Sönderjyske að halda sínu sæti í deildinni á næsta tímabili. „Alls ekki [að leita að nýju félagi], mér líður vel þarna í Sönderjyske og ég fæ bara að vera ég sjálfur þannig að ég er ekkert að stressa mig sko. Markmiðið fyrir næsta tímabil er bara að skora einhver mörk og leggja eitthvað upp. Halda okkur í þessari deild, fyrst og fremst.“
Danski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Sjá meira