Bara 33 ára og lífið á eftir að koma í ljós Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. júní 2024 10:31 Sindri velti öllum steinum með Áslaugu Örnu yfir morgunbollanum. Vísir Það þekkja flestir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra sem vakti fyrst athygli þegar hún nýskriðin út úr Versló gerði allt brjálað með ummælum sínum um hvítvín í búðum. Áslaug segist ekki ætla að verða í stjórnmálum til eilífðarnóns og segist alltaf hafa haldið einkalífi sínu út af fyrir sig. Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Áslaugar Örnu á dögunum og fékk að kynnast henni betur. Áslaug hefur komið víða við en segir margt ógert og margt sem hana langar til að betrumbæta. Hún vildi að það væru fleiri tímar í sólarhringnum og auðveldara að ráðast í verkin. Ætlar ekki að vera alltaf í stjórnmálum Sindri spyr Áslaugu meðal annars hvort hún haldi að hún verði alltaf í stjórnmálum. Það heldur hún ekki. „Ég held ég verði alltaf í starfi sem verði krefjandi og ég mun alltaf leita að áskorun en það þarf alls ekki að verða alltaf í pólitík.“ Áslaug segist njóta þess í botn sem hún sé að gera í dag. Hún sé alveg í núinu. Hún finni að hún geti breytt hlutunum til hins betra og því eiga stjórnmálin hug hennar og hjarta í dag. Sindri spyr Áslaugu líka hvort hún vilji verða formaður Sjálfstæðisflokksins? „Svarið við þessu er bara í alvörunni að ég er í núinu í dag,“ segir Áslaug en Sindri segist telja hæpið að hún hafi aldrei horft á stólinn. Því svarar Áslaug: „Að sjálfsögðu, ég hef alveg metnað og þú veist það vel.“ Heldur einkalífinu fyrir sig með misjöfnum árangri Þá spyr Sindri Áslaugu út í einkalíf hennar. Bendir á að hún sé 33 ára, glerhugguleg, frábær og vel menntuð. Áslaug segir að hana langi í mann og börn. „Ég hef reynt að halda einkalífi mínu aðeins út fyrir með misjöfnum árangri. Fólk hefur eðli málsins samkvæmt áhuga á okkar lífi og að sjá manneskjurnar á bakvið stjórnmálamanninn og ég skil það alveg,“ segir Áslaug Arna. Sú staðreynd að hún sé ung og einhleyp verði stundum aðalmálið þegar hún fari í viðtöl. Þá bendir Sindri á að þetta sé ekki ósanngjörn spurning, þetta sé gangur lífsins, eitthvað sem flest kjósi sér og Áslaug tekur undir það. „Nei nei en ég er bara eins og þú sagðir 33 ára og lífið á eftir að koma í ljós.“ Ísland í dag Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Fleiri fréttir Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Sjá meira
Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Áslaugar Örnu á dögunum og fékk að kynnast henni betur. Áslaug hefur komið víða við en segir margt ógert og margt sem hana langar til að betrumbæta. Hún vildi að það væru fleiri tímar í sólarhringnum og auðveldara að ráðast í verkin. Ætlar ekki að vera alltaf í stjórnmálum Sindri spyr Áslaugu meðal annars hvort hún haldi að hún verði alltaf í stjórnmálum. Það heldur hún ekki. „Ég held ég verði alltaf í starfi sem verði krefjandi og ég mun alltaf leita að áskorun en það þarf alls ekki að verða alltaf í pólitík.“ Áslaug segist njóta þess í botn sem hún sé að gera í dag. Hún sé alveg í núinu. Hún finni að hún geti breytt hlutunum til hins betra og því eiga stjórnmálin hug hennar og hjarta í dag. Sindri spyr Áslaugu líka hvort hún vilji verða formaður Sjálfstæðisflokksins? „Svarið við þessu er bara í alvörunni að ég er í núinu í dag,“ segir Áslaug en Sindri segist telja hæpið að hún hafi aldrei horft á stólinn. Því svarar Áslaug: „Að sjálfsögðu, ég hef alveg metnað og þú veist það vel.“ Heldur einkalífinu fyrir sig með misjöfnum árangri Þá spyr Sindri Áslaugu út í einkalíf hennar. Bendir á að hún sé 33 ára, glerhugguleg, frábær og vel menntuð. Áslaug segir að hana langi í mann og börn. „Ég hef reynt að halda einkalífi mínu aðeins út fyrir með misjöfnum árangri. Fólk hefur eðli málsins samkvæmt áhuga á okkar lífi og að sjá manneskjurnar á bakvið stjórnmálamanninn og ég skil það alveg,“ segir Áslaug Arna. Sú staðreynd að hún sé ung og einhleyp verði stundum aðalmálið þegar hún fari í viðtöl. Þá bendir Sindri á að þetta sé ekki ósanngjörn spurning, þetta sé gangur lífsins, eitthvað sem flest kjósi sér og Áslaug tekur undir það. „Nei nei en ég er bara eins og þú sagðir 33 ára og lífið á eftir að koma í ljós.“
Ísland í dag Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Fleiri fréttir Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning