UNICEF skóli Laugardals við Kirkjuteig Tryggvi Scehving Thorsteinsson skrifar 12. júní 2024 13:01 Síðastliðinn fimmtudag útskrifaðist barnið mitt úr 6. bekk UNICEF skóla Laugardals. Skóla sem flaggar UNICEF fána og fána fjölbreytileikans á hverjum degi og hefur einkunnarorðin lífsgleði, nám, samvinna, kærleikur, ósk. Glaðbeittur steig nýskipaður skólastjórinn í pontu og lýsti flausturslegri skipulagningunni þar sem þetta væri nú í fyrsta skipti sem hann útskrifaði nemendur frá skólanum með tilheyrandi flissi úr sal. Að því loknu fór hann yfir dagskránna þar sem m.a. fjögur atriði væru í boði nemenda og að dagskráin myndi taka fljótt af. Í stuttu máli voru nemendaatriðin til fyrirmyndar og gaman að sjá svona hæfileikaríka krakka stíga á stokk. En bíddu við, hvar voru nemendurnir með fjölbreyttan bakgrunn? Hafa þeir ekkert fram að færa á þessum merku tímamótum í sjálfum UNICEF skóla Laugardals? Nú get ég alveg gert mér í hugarlund hvaða svör kæmu frá skólanum, "En við erum búin að reyna og reyna og það býður sig engin fram" o.s.frv. En hér erum við komin að kjarna málsins, börn með annan bakgrunn en meginþorri nemenda fá ekki sömu tækifæri í skólanum, þurfa að sitja undir haturorðræðu, niðrandi ummælum í tíma og ótíma og upplifa kynþáttafordóma í skólasamfélaginu. Jafnvel þau börn sem reyna að taka pláss, standa sig vel hvort sem það er á sviði íþrótta- eða í náminu sjálfu, verða fyrir barðinu á þessum fordómunum. Mögulega í meira mæli ef eitthvað er. Það alvarlegasta í þessu öllu saman er aðgerða- og viljaleysi skólayfirvalda og foreldrafélaga til að stöðva kynþáttafordómana sem virðast bara færast í aukana með sífellt fjölbreyttara samfélagi. Þau skortir þó ekki röddina yfirhöfuð, því þau eru alveg fær um að láta í sér heyra, sem sést bersýnilega á viðbrögðum þeirra þegar umræða um myglu, stækkun og safnskóla ber á góma. Þá er höndum tekið saman og málefninu ljáð kröftug rödd. Þegar umræðan um kynþátta- og menningarfordóma í skólasamfélaginu ber á góma er þögnin og afskiptaleysið þrúgandi. Í stað þess að viðurkenna vandann og gangast við honum eru viðbrögð skólayfirvalda og foreldrafélaga iðulega dræm og oft á köflum lituð af varnarviðbrögðum og særðu stolti. Getur verið að aðgerðar- og viljaleysi skólasamfélagsins til að takast á við fordóma, leiði til þess að sjálfsmynd þessara barna molni hægt og sígandi? Þau fá statt og stöðugt þau skilaboð að þau tilheyri ekki íslensku samfélagi og að vandamálin sem hrjá þau skipta einhvern veginn ekki nógu miklu máli til að aðrir láti þau sig varða. Því þegar öllu er á botninn hvolft er það hagur allra, líka nemenda sem eru hvít á hörund, að fá þau skilaboð úr umhverfinu að bera eigi virðingu og sýna öllum almenna kurteisi, sama hver bakgrunnur, húðlitur og/eða uppruni fólks er. En víkjum aftur að skólaslitinum. Það sem skólanum tókst einstaklega vel upp með var að þjónkast stigveldi elítunnar (háskóla, félagsmála, fyrirmynda o.s.frv.), fá réttu fulltrúana til flutnings á skemmtiatriðum við skólaslit og þar með senda þessi klassísku skilaboð til hinna sem ekki tilheyra. Nú spyrja örugglega margir sig af hverju ég standi í þessum skrifum en reyndin er sú að ég fylgdi 6 ára gömlu barni, lífsglöðu og fullu af sjálfstrausti í UNICEF skóla Laugardals. Á skólaslitunum á fimmtudaginn fylgdi ég sama barni út úr UNICEF-skóla Laugardals með brotna sjálfsmynd og fullt efasemda um sjálft sig eftir algjört andvaraleysi skólans við fordómum sem barnið hefur mætt. Við fórum heim og þar lagðist það upp í rúm og grét. Árið er 2024 og barnið er brúnt á hörund. Það er mín einlæga von að fleiri láti sér fordómana sem grassera í samfélaginu varða, jafnvel þótt þeir hafi ekki áhrif á þeirra eigin börn, saman getum við spornað við þessari óheillaþróun og gert íslenskt samfélag enn betra. Höfundur er áhugamaður um samfélag án kynþáttafordóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kynþáttafordómar Grunnskólar Mest lesið Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag útskrifaðist barnið mitt úr 6. bekk UNICEF skóla Laugardals. Skóla sem flaggar UNICEF fána og fána fjölbreytileikans á hverjum degi og hefur einkunnarorðin lífsgleði, nám, samvinna, kærleikur, ósk. Glaðbeittur steig nýskipaður skólastjórinn í pontu og lýsti flausturslegri skipulagningunni þar sem þetta væri nú í fyrsta skipti sem hann útskrifaði nemendur frá skólanum með tilheyrandi flissi úr sal. Að því loknu fór hann yfir dagskránna þar sem m.a. fjögur atriði væru í boði nemenda og að dagskráin myndi taka fljótt af. Í stuttu máli voru nemendaatriðin til fyrirmyndar og gaman að sjá svona hæfileikaríka krakka stíga á stokk. En bíddu við, hvar voru nemendurnir með fjölbreyttan bakgrunn? Hafa þeir ekkert fram að færa á þessum merku tímamótum í sjálfum UNICEF skóla Laugardals? Nú get ég alveg gert mér í hugarlund hvaða svör kæmu frá skólanum, "En við erum búin að reyna og reyna og það býður sig engin fram" o.s.frv. En hér erum við komin að kjarna málsins, börn með annan bakgrunn en meginþorri nemenda fá ekki sömu tækifæri í skólanum, þurfa að sitja undir haturorðræðu, niðrandi ummælum í tíma og ótíma og upplifa kynþáttafordóma í skólasamfélaginu. Jafnvel þau börn sem reyna að taka pláss, standa sig vel hvort sem það er á sviði íþrótta- eða í náminu sjálfu, verða fyrir barðinu á þessum fordómunum. Mögulega í meira mæli ef eitthvað er. Það alvarlegasta í þessu öllu saman er aðgerða- og viljaleysi skólayfirvalda og foreldrafélaga til að stöðva kynþáttafordómana sem virðast bara færast í aukana með sífellt fjölbreyttara samfélagi. Þau skortir þó ekki röddina yfirhöfuð, því þau eru alveg fær um að láta í sér heyra, sem sést bersýnilega á viðbrögðum þeirra þegar umræða um myglu, stækkun og safnskóla ber á góma. Þá er höndum tekið saman og málefninu ljáð kröftug rödd. Þegar umræðan um kynþátta- og menningarfordóma í skólasamfélaginu ber á góma er þögnin og afskiptaleysið þrúgandi. Í stað þess að viðurkenna vandann og gangast við honum eru viðbrögð skólayfirvalda og foreldrafélaga iðulega dræm og oft á köflum lituð af varnarviðbrögðum og særðu stolti. Getur verið að aðgerðar- og viljaleysi skólasamfélagsins til að takast á við fordóma, leiði til þess að sjálfsmynd þessara barna molni hægt og sígandi? Þau fá statt og stöðugt þau skilaboð að þau tilheyri ekki íslensku samfélagi og að vandamálin sem hrjá þau skipta einhvern veginn ekki nógu miklu máli til að aðrir láti þau sig varða. Því þegar öllu er á botninn hvolft er það hagur allra, líka nemenda sem eru hvít á hörund, að fá þau skilaboð úr umhverfinu að bera eigi virðingu og sýna öllum almenna kurteisi, sama hver bakgrunnur, húðlitur og/eða uppruni fólks er. En víkjum aftur að skólaslitinum. Það sem skólanum tókst einstaklega vel upp með var að þjónkast stigveldi elítunnar (háskóla, félagsmála, fyrirmynda o.s.frv.), fá réttu fulltrúana til flutnings á skemmtiatriðum við skólaslit og þar með senda þessi klassísku skilaboð til hinna sem ekki tilheyra. Nú spyrja örugglega margir sig af hverju ég standi í þessum skrifum en reyndin er sú að ég fylgdi 6 ára gömlu barni, lífsglöðu og fullu af sjálfstrausti í UNICEF skóla Laugardals. Á skólaslitunum á fimmtudaginn fylgdi ég sama barni út úr UNICEF-skóla Laugardals með brotna sjálfsmynd og fullt efasemda um sjálft sig eftir algjört andvaraleysi skólans við fordómum sem barnið hefur mætt. Við fórum heim og þar lagðist það upp í rúm og grét. Árið er 2024 og barnið er brúnt á hörund. Það er mín einlæga von að fleiri láti sér fordómana sem grassera í samfélaginu varða, jafnvel þótt þeir hafi ekki áhrif á þeirra eigin börn, saman getum við spornað við þessari óheillaþróun og gert íslenskt samfélag enn betra. Höfundur er áhugamaður um samfélag án kynþáttafordóma.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun