Áttaði sig á stöðunni á fundi með Höllu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. júní 2024 11:20 Eliza Reid fer yfir víðan völl í viðtalinu. Vísir/Egill Eliza Reid forsetafrú Íslands segist fyrst hafa áttað sig á stöðu jafnréttismála hér á landi þegar hún sat stjórnarfund með Höllu Tómasdóttur verðandi forseta Íslands þar sem hún gaf barn á brjósti á sama tíma og hún stýrði fundinum. Eliza segist stolt af síðustu átta árum á Bessastöðum Þetta er meðal þess sem fram kemur í sjónvarpsviðtali kanadísku ríkisútvarpinu CBC við Elizu. Þar segir Eliza að þörf sé á röddum fleiri kvenna á alþjóðasviðinu. Þá er hún sérstaklega spurð út í kosningaúrslit í forsetakosningunum 2024. Enginn blikkaði auga Í viðtalinu ræðir Eliza úrslitin og þá sérstaklega þá staðreynd að þrjár konur voru meðal þriggja efstu. 75 prósent Íslendinga hafi kosið konu. Eliza segir að sýnileiki kvenna í stjórnmálum undanfarin ár hafi haft sitt að segja og haft mikil áhrif. Þá var Eliza spurð hvenær hún hafi fyrst áttað sig á stöðu jafnréttismála hér á landi og hversu framarlega þau væru. Hún rifjar upp að fyrst þegar hún hafi flutt til landsins fyrir tuttugu árum hafi hún starfað hjá fyrirtæki og setið stjórnarfund. Þar hafi stjórnarformaðurinn verið með barn á brjósti á fundinum. „Ég man að enginn blikkaði auga, öllum var sama, hún stýrði fundi og var með barn á brjósti. Fyrir mig sem unga konu þá var þetta magnað og það merkilega er að þetta er konan sem var að sigra forsetakosningar, þannig við erum lítið land,“ segir Eliza í viðtalinu og á þar við Höllu Tómasdóttur. Stolt af því að hafa nýtt rödd sína Eliza segist vera stoltust af því í starfi sínu á Bessastöðum á síðustu átta árum að hafa nýtt rödd sína til góðra verka. Hún hafi fyrst haldið að hún ætti ekki að nota röddina, þar sem hún væri í raun bara á Bessastöðum vegna afreka eiginmanns síns. „En ég hugsaði bara að í lífinu þá fáum við fullt af tækifærum og við getum annað hvort nýtt þau eða sóað þeim, svo ég ákvað að nota röddina mína og nota þetta tækifæri til að ræða mikilvæg mál og veita sumum byr undir báða vængi. En líka vera fyrirmynd og minna fólk á að við höfum öll áhrif á fólk í kringum okkur, samfélagið okkar, vinnuna, skólana og við berum ábyrgð á því að nota þessa rödd til að breyta hlutunum til betri vegar.“ Þá er Eliza spurð að því í viðtalinu hvort hún hafi íhugað að bjóða sig fram á vettvangi stjórnmálanna. Hún segir það áhugaverða spurningu og rifjar upp að hún hafi alltaf haft mikinn áhuga á stjórnmálum. Grátbeðið foreldra sína sem barn árið 1984 að fá að vaka eftir úrslitum þingkosninga í Kanada. Það hryggi hana að sjá hvernig orðræða getur orðið á milli hópa, henni finnist þátttaka í stjórnmálum aðdáunarverð. „Hvað mig varðar, alveg klárlega ekki núna, við sjáum hvað gerist í framtíðinni, ég þarf að meta hlutina og sjá hvað ég hef lært á síðustu átta árum, sem hafa verið mikið ævintýri.“ Forseti Íslands Jafnréttismál Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í sjónvarpsviðtali kanadísku ríkisútvarpinu CBC við Elizu. Þar segir Eliza að þörf sé á röddum fleiri kvenna á alþjóðasviðinu. Þá er hún sérstaklega spurð út í kosningaúrslit í forsetakosningunum 2024. Enginn blikkaði auga Í viðtalinu ræðir Eliza úrslitin og þá sérstaklega þá staðreynd að þrjár konur voru meðal þriggja efstu. 75 prósent Íslendinga hafi kosið konu. Eliza segir að sýnileiki kvenna í stjórnmálum undanfarin ár hafi haft sitt að segja og haft mikil áhrif. Þá var Eliza spurð hvenær hún hafi fyrst áttað sig á stöðu jafnréttismála hér á landi og hversu framarlega þau væru. Hún rifjar upp að fyrst þegar hún hafi flutt til landsins fyrir tuttugu árum hafi hún starfað hjá fyrirtæki og setið stjórnarfund. Þar hafi stjórnarformaðurinn verið með barn á brjósti á fundinum. „Ég man að enginn blikkaði auga, öllum var sama, hún stýrði fundi og var með barn á brjósti. Fyrir mig sem unga konu þá var þetta magnað og það merkilega er að þetta er konan sem var að sigra forsetakosningar, þannig við erum lítið land,“ segir Eliza í viðtalinu og á þar við Höllu Tómasdóttur. Stolt af því að hafa nýtt rödd sína Eliza segist vera stoltust af því í starfi sínu á Bessastöðum á síðustu átta árum að hafa nýtt rödd sína til góðra verka. Hún hafi fyrst haldið að hún ætti ekki að nota röddina, þar sem hún væri í raun bara á Bessastöðum vegna afreka eiginmanns síns. „En ég hugsaði bara að í lífinu þá fáum við fullt af tækifærum og við getum annað hvort nýtt þau eða sóað þeim, svo ég ákvað að nota röddina mína og nota þetta tækifæri til að ræða mikilvæg mál og veita sumum byr undir báða vængi. En líka vera fyrirmynd og minna fólk á að við höfum öll áhrif á fólk í kringum okkur, samfélagið okkar, vinnuna, skólana og við berum ábyrgð á því að nota þessa rödd til að breyta hlutunum til betri vegar.“ Þá er Eliza spurð að því í viðtalinu hvort hún hafi íhugað að bjóða sig fram á vettvangi stjórnmálanna. Hún segir það áhugaverða spurningu og rifjar upp að hún hafi alltaf haft mikinn áhuga á stjórnmálum. Grátbeðið foreldra sína sem barn árið 1984 að fá að vaka eftir úrslitum þingkosninga í Kanada. Það hryggi hana að sjá hvernig orðræða getur orðið á milli hópa, henni finnist þátttaka í stjórnmálum aðdáunarverð. „Hvað mig varðar, alveg klárlega ekki núna, við sjáum hvað gerist í framtíðinni, ég þarf að meta hlutina og sjá hvað ég hef lært á síðustu átta árum, sem hafa verið mikið ævintýri.“
Forseti Íslands Jafnréttismál Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira