„Fylgir því þvílík sæla að koma hingað aftur“ Aron Guðmundsson skrifar 12. júní 2024 10:01 Þessir spræku kylfingar eru reglulegir gestir á Húsatóftavelli og voru á miðjum hring þegar að fréttastofu bar að garði. Talið upp frá vinstri eru þetta þau Edvard Júlíusson einn af stofnmeðlimum Golfklúbbs Grindavíkur, Margrét Brynjólfsdóttir, Gísli Jónsson og Sveinn Ísaksson Vísir/Arnar Halldórsson Hópur kylfinga var mættur að leika sinn daglega hring á Húsatóftavelli í nágreni Grindavíkur í gær en völlurinn var opnaður á nýjan leik á sunnudaginn síðastliðinn eftir óvissu sökum jarðhræringa á Reykjanesskaga. Meðal þeirra var einn af stofnendum Golfklúbbs Grindavíkur sem segir því fylgja þvílík sæla að geta snúið aftur á völlinn. Þau Margrét Brynjólfsdóttir, Gísli Jónsson, Edvard Júlíusson og Sveinn Ísaksson nutu þess að spila í blíðskaparveðri á Húsatóftavelli í dag þegar að okkur bar að garði og voru himinlifandi með að geta leikið aftur golf á sínum velli því gengið hefur á ýmsu undanfarna mánuði. Klippa: „Sömu gömlu sprungurnar og hafa alltaf verið hér“ „Það er góð tilfinning sem fylgir því að snúa hingað aftur á Húsatóftavöll og leika golf á nýjan leik. Það er ekki hægt að segja annað,“ segir Gísli Jónsson. Völlurinn er í toppstandi.“ Margrét tók undir orð Gísla en þau eru Grindvíkingar og hafa verið annað slagið í bænum. „Þetta hefur allt saman verið í lausu lofti. En þetta fer að lagast.“ Með þeim í för á Húsatóftavelli þennan dag var Edvard Júlíusson sem er hvorki meira né minna en einn af stofnmeðlimum Golfklúbbs Grindavíkur. Hann líkt og aðrir er ótrúlega ánægður með að geta spilað aftur golf á vellinum. „Það er ekki hægt að segja neitt annað. Það fylgir því þvílík sæla að koma hingað aftur. Taka upp sömu gripin og maður hefur haft árum saman.“ Þú hefur engu gleymt? „Nei engu gleymt,“ svaraði Edvard. „ Engu gleymt. Blessaður vertu við erum enn að ná fuglum og pari. Allt það sem þarf að vinna í þessu. Kylfingar sem leika golf á Húsatóftavelli þurfa að fara eftir ákveðnum reglum sem gilda á svæðinu sökum jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Fjórmenningarnar upplifa sig fullkomlega örugga á svæðinu. „Þetta eru sömu gömlu sprungurnar og hafa alltaf verið hér. Það er engin hætta á því að maður fari ofan í þær,“ svaraði Gísli og Edvard endurómaði hans orð: „Við þekkjum þetta alveg.“ Golf Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Þau Margrét Brynjólfsdóttir, Gísli Jónsson, Edvard Júlíusson og Sveinn Ísaksson nutu þess að spila í blíðskaparveðri á Húsatóftavelli í dag þegar að okkur bar að garði og voru himinlifandi með að geta leikið aftur golf á sínum velli því gengið hefur á ýmsu undanfarna mánuði. Klippa: „Sömu gömlu sprungurnar og hafa alltaf verið hér“ „Það er góð tilfinning sem fylgir því að snúa hingað aftur á Húsatóftavöll og leika golf á nýjan leik. Það er ekki hægt að segja annað,“ segir Gísli Jónsson. Völlurinn er í toppstandi.“ Margrét tók undir orð Gísla en þau eru Grindvíkingar og hafa verið annað slagið í bænum. „Þetta hefur allt saman verið í lausu lofti. En þetta fer að lagast.“ Með þeim í för á Húsatóftavelli þennan dag var Edvard Júlíusson sem er hvorki meira né minna en einn af stofnmeðlimum Golfklúbbs Grindavíkur. Hann líkt og aðrir er ótrúlega ánægður með að geta spilað aftur golf á vellinum. „Það er ekki hægt að segja neitt annað. Það fylgir því þvílík sæla að koma hingað aftur. Taka upp sömu gripin og maður hefur haft árum saman.“ Þú hefur engu gleymt? „Nei engu gleymt,“ svaraði Edvard. „ Engu gleymt. Blessaður vertu við erum enn að ná fuglum og pari. Allt það sem þarf að vinna í þessu. Kylfingar sem leika golf á Húsatóftavelli þurfa að fara eftir ákveðnum reglum sem gilda á svæðinu sökum jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Fjórmenningarnar upplifa sig fullkomlega örugga á svæðinu. „Þetta eru sömu gömlu sprungurnar og hafa alltaf verið hér. Það er engin hætta á því að maður fari ofan í þær,“ svaraði Gísli og Edvard endurómaði hans orð: „Við þekkjum þetta alveg.“
Golf Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira