Segist tilbúinn að deyja á vellinum en fær líklega ekki að spila Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júní 2024 14:01 Kristaps Porziņģis lék á sínum tíma með Dallas og Kyrie Irving lék á sínum tíma með Boston. EPA-EFE/CJ GUNTHER Kristaps Porziņģis meiddist á fæti í sigri Boston Celtics á sínum gömlu félögum í Dallas Mavericks í öðrum leik úrslita NBA-deildarinnar í körfubolta. Óvíst er hvort hann geti verið með það sem eftir lifir úrslitaeinvígisins. Það eru tæplega tvö og hálft ár síðan Mavericks skipti Porziņģis út og síðan þá hefur hann ekki enn náð að spila í Dallas. Nú er alls óvíst hvort þessi hávaxni Letti geti spilað á sínum gamla heimavelli þegar Celtics mætir til Dallas með það að markmiði að ganga frá einvíginu eftir tvo sigra í röð á heimavelli. Hinn fjölhæfi Porziņģis var lengi vel meiddur á kálfa og gat því lítið spilað í úrslitakeppninni, það er þangað til í úrslitum. Nú er hann að glíma við meiðsli á vinstri fæti (e. torn medial retinaculum allowing dislocation of the posterior tibialis tendon) og sem stendur er heldur ólíklegt að hann geti spilað í kvöld, aðfaranótt fimmtudags. „Það er í höndum læknateymisins hvort ég megi spila eða ekki. Það eina sem getur stöðvað mig er að mér verði einfaldlega bannað að stíga á völlinn og spila, það er það eina sem getur hindrað að ég spili leikinn,“ sagði Porziņģis um meiðslin en hann hefur glímt við ýmis meiðsli á ferli sínum. Eftir leik tvö sagðist hann tilbúinn að deyja á vellinum en það stefnir í að hann fái ekki tækifæri til þess. #NEBHInjuryReport for tomorrow vs. Dallas:Kristaps Porzingis (left posterior tibialis dislocation) - QUESTIONABLE— Boston Celtics (@celtics) June 11, 2024 Joe Mazzulla, þjálfari Boston Celtics, sagði meiðslin slæm og að liðið vildi ekki setja Porziņģis í stöðu sem gæti gert þau verri. Þriðji leikur NBA-úrslitanna hefst klukkan 00.30 í kvöld, upphitun Stöðvar 2 Sport 2 hefst hálftíma fyrr eða á miðnætti. Boston leiðir 2-0 en vinna þarf fjóra leiki til að vera krýndur meistari NBA-deildarinnar árið 2024. Körfubolti NBA Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira
Það eru tæplega tvö og hálft ár síðan Mavericks skipti Porziņģis út og síðan þá hefur hann ekki enn náð að spila í Dallas. Nú er alls óvíst hvort þessi hávaxni Letti geti spilað á sínum gamla heimavelli þegar Celtics mætir til Dallas með það að markmiði að ganga frá einvíginu eftir tvo sigra í röð á heimavelli. Hinn fjölhæfi Porziņģis var lengi vel meiddur á kálfa og gat því lítið spilað í úrslitakeppninni, það er þangað til í úrslitum. Nú er hann að glíma við meiðsli á vinstri fæti (e. torn medial retinaculum allowing dislocation of the posterior tibialis tendon) og sem stendur er heldur ólíklegt að hann geti spilað í kvöld, aðfaranótt fimmtudags. „Það er í höndum læknateymisins hvort ég megi spila eða ekki. Það eina sem getur stöðvað mig er að mér verði einfaldlega bannað að stíga á völlinn og spila, það er það eina sem getur hindrað að ég spili leikinn,“ sagði Porziņģis um meiðslin en hann hefur glímt við ýmis meiðsli á ferli sínum. Eftir leik tvö sagðist hann tilbúinn að deyja á vellinum en það stefnir í að hann fái ekki tækifæri til þess. #NEBHInjuryReport for tomorrow vs. Dallas:Kristaps Porzingis (left posterior tibialis dislocation) - QUESTIONABLE— Boston Celtics (@celtics) June 11, 2024 Joe Mazzulla, þjálfari Boston Celtics, sagði meiðslin slæm og að liðið vildi ekki setja Porziņģis í stöðu sem gæti gert þau verri. Þriðji leikur NBA-úrslitanna hefst klukkan 00.30 í kvöld, upphitun Stöðvar 2 Sport 2 hefst hálftíma fyrr eða á miðnætti. Boston leiðir 2-0 en vinna þarf fjóra leiki til að vera krýndur meistari NBA-deildarinnar árið 2024.
Körfubolti NBA Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira