Í tilkynningu frá sveitarfélaginu Múlaþingi kemur fram að þetta sé þekkt aðferð sem reynst hefur vel til að flýta uppgræðslu og að það eigi að skila sér í minna ryki og grænna fallegra svæði í kringum varnargarðana.
Gert er ráð fyrir að dreifing taki tvo eða þrjá daga og að henni eigi eftir að fylgja ódaunn sem sveitarfélagið vonar að endist ekki nema þessa tvo, þrjá daga eftir dreifinguna.
Framkvæmdasviðið kveðst biðjast velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta mun hafa í för með sér fyrir íbúa og aðra sem staddir eru á Seyðisfirði.