Valur Páll Eiríksson skrifar frá Rotterdam
Daníel Leó átti einn sinn besta landsleik þegar Ísland vann frækinn 1-0 útisigur á Englandi á Wembley í fyrrakvöld. Hann fann hins vegar til í hásin og harkaði af sér til að klára leikinn.
Það hefur dregið dilk á eftir sér og í samtali við fréttamann segist Daníel vera á verri stað í dag en hann vonaðist til. Ólíklegt er því að hann taki þátt í leiknum við Holland annað kvöld.
Það skarð fyrir skildi hjá íslenska liðinu sem er fámennt í miðvarðarstöðunni. Líklegt þykir að Brynjar Ingi Bjarnason taki stöðu Daníels í miðri vörninni.
Ísland og Holland mætast klukkan 18:45 annað kvöld. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.