„Verið að ráðast á lýðræðið og boðar aldrei gott“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. júní 2024 14:16 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra. Vísir/Einar Maðurinn sem réðist á Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur í miðborg Kaupmannahafnar í gær hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. júní. Utanríkisráðherra Íslands segir uppákomuna alvarlega. Árás á lýðræðislega kjörna fulltrúa sé árás á lýðræðið. Maðurinn var leiddur fyrir dómara upp úr klukkan eitt í dag að staðartíma í Kaupmannahöfn, þar sem dómari úrskurðaði hann í tólf daga gæsluvarðhald. Fram kom fyrir héraðsdómi í Frederiksberg að maðurinn hafi kýlt forsætisráðherrann með krepptum hnefa í hægri upphandlegg meðþeim afleiðingum að hún missti jafnvægi. Dómari sagði ákvörðun sína byggja áþví aðætla mætti að maðurinn hafi vitað vel hver Mette Frederiksen er, og hafi vís vitandi ráðist að henni. Þá taldi dómari hættu á að maðurinn myndi flýja land, þar sem hann hafi ekki tengsl við Danmörku, en notast var við aðstoð túlks fyrir dómi, að því er fram kemur í frétt Danska ríkisútvarpsins. Meðal þeirra þjóðarleiðtoga sem sent hafa forsætisráðherranum danska kveðju er Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, og það gerði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra einnig. „Þetta er auðvitað alvarlegur atburður og aðalmálið er ekki stig ofbeldisins heldur eðli ofbeldisins og ég held að það sé alveg ljóst að það er aldrei góður fyrirboði þegar það eykst árásir og ofbeldi á lýðræðislega kjörna fulltrúa af því það er í eðli sínu verið að ráðast á lýðræðið og boðar aldrei gott,“ segir Þórdís í samtali við fréttastofu. Heldur þú að öryggi ráðamanna hér á landi sé nægilega vel tryggt? „Það er auðvitað lögreglunnar að meta hverju sinni og ég veit að hún gerir það í sífellu og það fer þá eftir aðstæðum. Við höfum auðvitað notið þess að geta verið hér tiltölulega frjáls, en það er ákveðin breyting þar á. En ég vona svo sannarlega að við sjáum ekki mál hér þróast í þá áttina. En það er lögreglunnar að meta og ég treysti henni til þess,“ segir Þórdís. Danmörk Öryggis- og varnarmál Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Maðurinn var leiddur fyrir dómara upp úr klukkan eitt í dag að staðartíma í Kaupmannahöfn, þar sem dómari úrskurðaði hann í tólf daga gæsluvarðhald. Fram kom fyrir héraðsdómi í Frederiksberg að maðurinn hafi kýlt forsætisráðherrann með krepptum hnefa í hægri upphandlegg meðþeim afleiðingum að hún missti jafnvægi. Dómari sagði ákvörðun sína byggja áþví aðætla mætti að maðurinn hafi vitað vel hver Mette Frederiksen er, og hafi vís vitandi ráðist að henni. Þá taldi dómari hættu á að maðurinn myndi flýja land, þar sem hann hafi ekki tengsl við Danmörku, en notast var við aðstoð túlks fyrir dómi, að því er fram kemur í frétt Danska ríkisútvarpsins. Meðal þeirra þjóðarleiðtoga sem sent hafa forsætisráðherranum danska kveðju er Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, og það gerði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra einnig. „Þetta er auðvitað alvarlegur atburður og aðalmálið er ekki stig ofbeldisins heldur eðli ofbeldisins og ég held að það sé alveg ljóst að það er aldrei góður fyrirboði þegar það eykst árásir og ofbeldi á lýðræðislega kjörna fulltrúa af því það er í eðli sínu verið að ráðast á lýðræðið og boðar aldrei gott,“ segir Þórdís í samtali við fréttastofu. Heldur þú að öryggi ráðamanna hér á landi sé nægilega vel tryggt? „Það er auðvitað lögreglunnar að meta hverju sinni og ég veit að hún gerir það í sífellu og það fer þá eftir aðstæðum. Við höfum auðvitað notið þess að geta verið hér tiltölulega frjáls, en það er ákveðin breyting þar á. En ég vona svo sannarlega að við sjáum ekki mál hér þróast í þá áttina. En það er lögreglunnar að meta og ég treysti henni til þess,“ segir Þórdís.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu