Brennó, pönnukökubakstur og stígvélakast á landsmóti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. júní 2024 12:30 Mikil og góð stemning er á landsmótinu. Helgi Þór Gunnarsson Stígvélakast, brennó, pönnukökubakstur og frisbígolf eru meðal fjölmargra keppnisgreina á landsmóti 50 plús, sem fer nú fram um helgina í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjum. Mikið líf er á staðnum og mikil stemning á meðal keppenda og áhorfenda. Um fjögurra daga landsmót er að ræða, sem hófst á fimmtudaginn og lýkur á morgun sunnudag. Það er Ungmennafélagið Þróttur, sem er 100 manna félag, ásamt Ungmennafélagi Íslands, sem standa að mótinu. Komið í mark og því fagnað á viðeigandi hátt.Helgi Þór Gunnarsson Petra Ruth Rúnarsdóttir er formaður Ungmennafélagsins Þróttar. „Við erum bara mjög ánægð og þakklát og þetta er búið að vera markmið síðan 2019 að halda svona landsmót. Upphaflega ætluðum við að halda mótið 2022 á afmælisárinu okkar þegar við vorum 90 ára en vegna Covid þurftum við að fresta því þannig að við eru mjög ánægð með að þetta sé loksins komið núna“, segir Petra. Petra Ruth Rúnarsdóttir, sem er formaður Ungmennafélagsins Þróttar.Helgi Þór Gunnarsson Setningarathöfn mótsins fór fram síðdegis í gær og svo var heilmikil dagskrá í gærkvöldi, meðal annars tvennir heimatónleikar. Og það er heilmikið um að vera í dag á landsmótinu. „Já, við byrjuðum morguninn á sundi klukkan 10:00. Svo verður pílukast og bridge fram eftir degi. Og svo verður pönnukökubakstur núna klukkan 14:00, frisbígolf, frjálsíþróttir og matar- og skemmtikvöld, þannig að það er bara pökkuð dagskrá í dag“, bætir Petra við. Línudans er hluti af dagskrá mótsins.Helgi Þór Gunnarsson Landsmótinu lýkur svo á morgun, sunnudag. Og svo morgundagurinn, sunnudagur, er það síðasti dagurinn eða hvað ? Heimamenn eru duglegir að taka þátt í móinu. Hér eru þau Júlía og Helgi, sem voru meðal annars með heimatónleika í garðinum sínum í gærkvöldi.Helgi Þór Gunnarsson „Já, það er síðasti dagurinn og mótsslit klukkan 14.00 og á morgun erum við með skák og pútt og svo erum við með stígvélakast og göngufótbolta og brennó, sem er opinn grein, sem allir mega taka þátt í,“ segir Petra sem hvetur fólk til að koma í Vogana um helgina og fylgjast með glæsilegu landsmóti 50 plús. Hér má sjá allt það helsta um landsmótið Ómar Bragi Stefánsson verkefnisstjóri landsmóta hjá Ungmennafélagi Íslands, sem er mjög ánægður með landsmótið í Vogunum.Helgi Þór Gunnarsson. Fylgst með á landsmótinu.Helgi Þór Gunnarsson Línudanshópur úr Reykjanesbæ.Helgi Þór Gunnarsson Vogar Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira
Um fjögurra daga landsmót er að ræða, sem hófst á fimmtudaginn og lýkur á morgun sunnudag. Það er Ungmennafélagið Þróttur, sem er 100 manna félag, ásamt Ungmennafélagi Íslands, sem standa að mótinu. Komið í mark og því fagnað á viðeigandi hátt.Helgi Þór Gunnarsson Petra Ruth Rúnarsdóttir er formaður Ungmennafélagsins Þróttar. „Við erum bara mjög ánægð og þakklát og þetta er búið að vera markmið síðan 2019 að halda svona landsmót. Upphaflega ætluðum við að halda mótið 2022 á afmælisárinu okkar þegar við vorum 90 ára en vegna Covid þurftum við að fresta því þannig að við eru mjög ánægð með að þetta sé loksins komið núna“, segir Petra. Petra Ruth Rúnarsdóttir, sem er formaður Ungmennafélagsins Þróttar.Helgi Þór Gunnarsson Setningarathöfn mótsins fór fram síðdegis í gær og svo var heilmikil dagskrá í gærkvöldi, meðal annars tvennir heimatónleikar. Og það er heilmikið um að vera í dag á landsmótinu. „Já, við byrjuðum morguninn á sundi klukkan 10:00. Svo verður pílukast og bridge fram eftir degi. Og svo verður pönnukökubakstur núna klukkan 14:00, frisbígolf, frjálsíþróttir og matar- og skemmtikvöld, þannig að það er bara pökkuð dagskrá í dag“, bætir Petra við. Línudans er hluti af dagskrá mótsins.Helgi Þór Gunnarsson Landsmótinu lýkur svo á morgun, sunnudag. Og svo morgundagurinn, sunnudagur, er það síðasti dagurinn eða hvað ? Heimamenn eru duglegir að taka þátt í móinu. Hér eru þau Júlía og Helgi, sem voru meðal annars með heimatónleika í garðinum sínum í gærkvöldi.Helgi Þór Gunnarsson „Já, það er síðasti dagurinn og mótsslit klukkan 14.00 og á morgun erum við með skák og pútt og svo erum við með stígvélakast og göngufótbolta og brennó, sem er opinn grein, sem allir mega taka þátt í,“ segir Petra sem hvetur fólk til að koma í Vogana um helgina og fylgjast með glæsilegu landsmóti 50 plús. Hér má sjá allt það helsta um landsmótið Ómar Bragi Stefánsson verkefnisstjóri landsmóta hjá Ungmennafélagi Íslands, sem er mjög ánægður með landsmótið í Vogunum.Helgi Þór Gunnarsson. Fylgst með á landsmótinu.Helgi Þór Gunnarsson Línudanshópur úr Reykjanesbæ.Helgi Þór Gunnarsson
Vogar Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira