Brennó, pönnukökubakstur og stígvélakast á landsmóti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. júní 2024 12:30 Mikil og góð stemning er á landsmótinu. Helgi Þór Gunnarsson Stígvélakast, brennó, pönnukökubakstur og frisbígolf eru meðal fjölmargra keppnisgreina á landsmóti 50 plús, sem fer nú fram um helgina í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjum. Mikið líf er á staðnum og mikil stemning á meðal keppenda og áhorfenda. Um fjögurra daga landsmót er að ræða, sem hófst á fimmtudaginn og lýkur á morgun sunnudag. Það er Ungmennafélagið Þróttur, sem er 100 manna félag, ásamt Ungmennafélagi Íslands, sem standa að mótinu. Komið í mark og því fagnað á viðeigandi hátt.Helgi Þór Gunnarsson Petra Ruth Rúnarsdóttir er formaður Ungmennafélagsins Þróttar. „Við erum bara mjög ánægð og þakklát og þetta er búið að vera markmið síðan 2019 að halda svona landsmót. Upphaflega ætluðum við að halda mótið 2022 á afmælisárinu okkar þegar við vorum 90 ára en vegna Covid þurftum við að fresta því þannig að við eru mjög ánægð með að þetta sé loksins komið núna“, segir Petra. Petra Ruth Rúnarsdóttir, sem er formaður Ungmennafélagsins Þróttar.Helgi Þór Gunnarsson Setningarathöfn mótsins fór fram síðdegis í gær og svo var heilmikil dagskrá í gærkvöldi, meðal annars tvennir heimatónleikar. Og það er heilmikið um að vera í dag á landsmótinu. „Já, við byrjuðum morguninn á sundi klukkan 10:00. Svo verður pílukast og bridge fram eftir degi. Og svo verður pönnukökubakstur núna klukkan 14:00, frisbígolf, frjálsíþróttir og matar- og skemmtikvöld, þannig að það er bara pökkuð dagskrá í dag“, bætir Petra við. Línudans er hluti af dagskrá mótsins.Helgi Þór Gunnarsson Landsmótinu lýkur svo á morgun, sunnudag. Og svo morgundagurinn, sunnudagur, er það síðasti dagurinn eða hvað ? Heimamenn eru duglegir að taka þátt í móinu. Hér eru þau Júlía og Helgi, sem voru meðal annars með heimatónleika í garðinum sínum í gærkvöldi.Helgi Þór Gunnarsson „Já, það er síðasti dagurinn og mótsslit klukkan 14.00 og á morgun erum við með skák og pútt og svo erum við með stígvélakast og göngufótbolta og brennó, sem er opinn grein, sem allir mega taka þátt í,“ segir Petra sem hvetur fólk til að koma í Vogana um helgina og fylgjast með glæsilegu landsmóti 50 plús. Hér má sjá allt það helsta um landsmótið Ómar Bragi Stefánsson verkefnisstjóri landsmóta hjá Ungmennafélagi Íslands, sem er mjög ánægður með landsmótið í Vogunum.Helgi Þór Gunnarsson. Fylgst með á landsmótinu.Helgi Þór Gunnarsson Línudanshópur úr Reykjanesbæ.Helgi Þór Gunnarsson Vogar Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Um fjögurra daga landsmót er að ræða, sem hófst á fimmtudaginn og lýkur á morgun sunnudag. Það er Ungmennafélagið Þróttur, sem er 100 manna félag, ásamt Ungmennafélagi Íslands, sem standa að mótinu. Komið í mark og því fagnað á viðeigandi hátt.Helgi Þór Gunnarsson Petra Ruth Rúnarsdóttir er formaður Ungmennafélagsins Þróttar. „Við erum bara mjög ánægð og þakklát og þetta er búið að vera markmið síðan 2019 að halda svona landsmót. Upphaflega ætluðum við að halda mótið 2022 á afmælisárinu okkar þegar við vorum 90 ára en vegna Covid þurftum við að fresta því þannig að við eru mjög ánægð með að þetta sé loksins komið núna“, segir Petra. Petra Ruth Rúnarsdóttir, sem er formaður Ungmennafélagsins Þróttar.Helgi Þór Gunnarsson Setningarathöfn mótsins fór fram síðdegis í gær og svo var heilmikil dagskrá í gærkvöldi, meðal annars tvennir heimatónleikar. Og það er heilmikið um að vera í dag á landsmótinu. „Já, við byrjuðum morguninn á sundi klukkan 10:00. Svo verður pílukast og bridge fram eftir degi. Og svo verður pönnukökubakstur núna klukkan 14:00, frisbígolf, frjálsíþróttir og matar- og skemmtikvöld, þannig að það er bara pökkuð dagskrá í dag“, bætir Petra við. Línudans er hluti af dagskrá mótsins.Helgi Þór Gunnarsson Landsmótinu lýkur svo á morgun, sunnudag. Og svo morgundagurinn, sunnudagur, er það síðasti dagurinn eða hvað ? Heimamenn eru duglegir að taka þátt í móinu. Hér eru þau Júlía og Helgi, sem voru meðal annars með heimatónleika í garðinum sínum í gærkvöldi.Helgi Þór Gunnarsson „Já, það er síðasti dagurinn og mótsslit klukkan 14.00 og á morgun erum við með skák og pútt og svo erum við með stígvélakast og göngufótbolta og brennó, sem er opinn grein, sem allir mega taka þátt í,“ segir Petra sem hvetur fólk til að koma í Vogana um helgina og fylgjast með glæsilegu landsmóti 50 plús. Hér má sjá allt það helsta um landsmótið Ómar Bragi Stefánsson verkefnisstjóri landsmóta hjá Ungmennafélagi Íslands, sem er mjög ánægður með landsmótið í Vogunum.Helgi Þór Gunnarsson. Fylgst með á landsmótinu.Helgi Þór Gunnarsson Línudanshópur úr Reykjanesbæ.Helgi Þór Gunnarsson
Vogar Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira