Við lok grunnskólans Atli Björnsson skrifar 8. júní 2024 08:30 Nýlega útskrifaðist ég úr 10. bekk í grunnskóla í Reykjavík. Eftir 10 löng og ströng ár var þetta afar ánægjulegur áfangi. Gleði og tilhlökkun einkenndu þennan dag. Á sama tíma fylgdi þessum áfanga ákveðin sorg. Sorg yfir því að menntakerfið hefði brugðist ákveðnum hóp nemenda. Sérstaklega drengjum. Samkvæmt mælingum PISA frá árinu 2022 á börnum milli 9. og 10. bekkjar, búa 47% drengja ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi. Til samanburðar eru það 34% drengja í Noregi, 23% í Danmörku, 28% í Finnlandi og 30% í Svíþjóð. Staðan er því ekki góð á Norðurlöndunum en hún er langverst á Íslandi. Að mínu mati eru þetta stærstu vandamál skólakerfisins. Fyrirmyndir Nýkjörinn forseti Halla Tómasdóttir sagði að Vigdís Finnbogadóttir hefði verið henni mikil fyrirmynd. Vigdís sýndi þjóðinni að kona gæti orðið þjóðkjörinn forseti. Hún er mikil fyrirmynd og innblástur fyrir konur. Við eigum öll okkar fyrirmyndir hvort sem það er í íþróttum, listum eða bara í lífinu. Í grunnskólum eru rúmlega 83% kennara konur. Það merkir að það er mikið kynjaójafnvægi í kennarastéttinni. Nú vil ég taka það fram að ég er alls ekki að gera lítið úr konum sem kennurum. Ég þekki það af eigin raun hversu margar þeirra eru framúrskarandi. En alveg eins Vigdís var fyrirmynd fyrir konur sem taka þátt í forsetakjöri þá er mikilvægt að strákar hafi sterkar fyrirmyndir í skólanum. Marga stráka skortir þessa fyrirmynd. Það er mikilvægt fyrir stráka að hafa fleiri karlkyns kennara. Það sýnir þeim að það er alveg jafn karlmannlegt og kvenlegt að læra. Sjálfstraust Það segir sig sjálft að því meira sjálfstraust maður hefur því betur líður manni og því betur nær maður að læra. Sjálfstraust nemenda í námi skiptir öllu máli. Markmið skólakerfisins á því að vera að byggja upp sjálfstraust frekar en að brjóta það niður. Væntingar skipta gríðarlegu máli hvað þetta varðar. Það er ósanngjarnt að bera saman alla nemendur. Sumir nemendur fá lítinn stuðning heima við á meðan aðrir fá mikinn. Þess vegna finnst undirrituðum að verðlaun í grunnskólum fyrir bestan námsárangur og mestar framfarir vera orðin úreld. Það getur bælt sjálfstraust nemenda að sjá annan nemenda fá blóm, bækur og viðurkenningu á skólaslitum. Þeir sem ekki fá viðurkenningu fá sumir þá tilfinningu að þeir séu ekki nóg: Að þeirra framlag sé minna metið en annarra. Samtal við nemendur Mig langar að biðla til stjórnvalda að áður en ráðist er í umfangsmiklar breytingar á skólakerfinu að tala við nemendur. Spurningar eins og: Hvernig finnst þér best að læra? Hvaða kennsluaðferð gefur þér mestan skilning á viðfangsefninu? Hvernig námsaðstæður henta þér best? Er eitthvað í aðbúnaði í skólum sem truflar einbeitingu eða valdi jafnvel vanlíðan? Svona spurningar eru mikilvægar og skipta máli. Því það er mikilvægt að nemendum líði vel að læra og að tekið sé tillit til þeirra þarfa. Skólakerfið er jú byggt upp fyrir nemendur en ekki öfugt. Alhæfingar eins og: krakkar í dag eru bara svona vitlausir og skólakerfið er handónýtt drasl, hjálpa heldur ekki. Íslenskt skólakerfi er á margan hátt alveg prýðilegt en það má gera svo miklu betur. Umbætur verða mestar þegar þær verða í samtali á milli kennara, nemenda, foreldra og stjórnvalda. Gott skólakerfi skiptir allt samfélagið máli. Það leggur grunn að framtíðinni. Höfundur er verðandi menntskælingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Nýlega útskrifaðist ég úr 10. bekk í grunnskóla í Reykjavík. Eftir 10 löng og ströng ár var þetta afar ánægjulegur áfangi. Gleði og tilhlökkun einkenndu þennan dag. Á sama tíma fylgdi þessum áfanga ákveðin sorg. Sorg yfir því að menntakerfið hefði brugðist ákveðnum hóp nemenda. Sérstaklega drengjum. Samkvæmt mælingum PISA frá árinu 2022 á börnum milli 9. og 10. bekkjar, búa 47% drengja ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi. Til samanburðar eru það 34% drengja í Noregi, 23% í Danmörku, 28% í Finnlandi og 30% í Svíþjóð. Staðan er því ekki góð á Norðurlöndunum en hún er langverst á Íslandi. Að mínu mati eru þetta stærstu vandamál skólakerfisins. Fyrirmyndir Nýkjörinn forseti Halla Tómasdóttir sagði að Vigdís Finnbogadóttir hefði verið henni mikil fyrirmynd. Vigdís sýndi þjóðinni að kona gæti orðið þjóðkjörinn forseti. Hún er mikil fyrirmynd og innblástur fyrir konur. Við eigum öll okkar fyrirmyndir hvort sem það er í íþróttum, listum eða bara í lífinu. Í grunnskólum eru rúmlega 83% kennara konur. Það merkir að það er mikið kynjaójafnvægi í kennarastéttinni. Nú vil ég taka það fram að ég er alls ekki að gera lítið úr konum sem kennurum. Ég þekki það af eigin raun hversu margar þeirra eru framúrskarandi. En alveg eins Vigdís var fyrirmynd fyrir konur sem taka þátt í forsetakjöri þá er mikilvægt að strákar hafi sterkar fyrirmyndir í skólanum. Marga stráka skortir þessa fyrirmynd. Það er mikilvægt fyrir stráka að hafa fleiri karlkyns kennara. Það sýnir þeim að það er alveg jafn karlmannlegt og kvenlegt að læra. Sjálfstraust Það segir sig sjálft að því meira sjálfstraust maður hefur því betur líður manni og því betur nær maður að læra. Sjálfstraust nemenda í námi skiptir öllu máli. Markmið skólakerfisins á því að vera að byggja upp sjálfstraust frekar en að brjóta það niður. Væntingar skipta gríðarlegu máli hvað þetta varðar. Það er ósanngjarnt að bera saman alla nemendur. Sumir nemendur fá lítinn stuðning heima við á meðan aðrir fá mikinn. Þess vegna finnst undirrituðum að verðlaun í grunnskólum fyrir bestan námsárangur og mestar framfarir vera orðin úreld. Það getur bælt sjálfstraust nemenda að sjá annan nemenda fá blóm, bækur og viðurkenningu á skólaslitum. Þeir sem ekki fá viðurkenningu fá sumir þá tilfinningu að þeir séu ekki nóg: Að þeirra framlag sé minna metið en annarra. Samtal við nemendur Mig langar að biðla til stjórnvalda að áður en ráðist er í umfangsmiklar breytingar á skólakerfinu að tala við nemendur. Spurningar eins og: Hvernig finnst þér best að læra? Hvaða kennsluaðferð gefur þér mestan skilning á viðfangsefninu? Hvernig námsaðstæður henta þér best? Er eitthvað í aðbúnaði í skólum sem truflar einbeitingu eða valdi jafnvel vanlíðan? Svona spurningar eru mikilvægar og skipta máli. Því það er mikilvægt að nemendum líði vel að læra og að tekið sé tillit til þeirra þarfa. Skólakerfið er jú byggt upp fyrir nemendur en ekki öfugt. Alhæfingar eins og: krakkar í dag eru bara svona vitlausir og skólakerfið er handónýtt drasl, hjálpa heldur ekki. Íslenskt skólakerfi er á margan hátt alveg prýðilegt en það má gera svo miklu betur. Umbætur verða mestar þegar þær verða í samtali á milli kennara, nemenda, foreldra og stjórnvalda. Gott skólakerfi skiptir allt samfélagið máli. Það leggur grunn að framtíðinni. Höfundur er verðandi menntskælingur.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun