Álag í íslenskum grunnskólum Bryndís Haraldsdóttir skrifar 7. júní 2024 11:01 Nemendur í íslenskum grunnskólum voru 47.507 talsins haustið 2023 og hafa ekki áður verið fleiri nemendur í skyldunámi á Íslandi. Haustið 2023 hafði 7.361 grunnskólanemandi erlent tungumál að móðurmáli, eða 15,5% nemenda, sem er fjölgun um tæplega 800 frá árinu áður. Grunnskólanemum hefur fjölgað um 392 frá haustinu 2022 eða um 0,8% og er skýringin á fjölguninni aðallega flutningur fólks til landsins en nemendum sem hafa erlent tungumál að móðurmáli hefur fjölgað ár frá ári síðustu ár. Þegar litið er til kennara með kennsluréttindi voru 11,8% þeirra sem voru við kennslu haustið 2021 ekki við kennslu haustið 2022. Tölurnar sýna bersýnilega að fjölgun kennara hefur ekki verið í takti við fjölgun nemenda, þvert á móti fari kennurum fækkandi milli ára. Af því má álykta að kennarar hafi á undanförnum árum fælst úr starfi sökum aukins álags fremur en annað. Skjótra úrbóta er þörf Fjölgun barna af erlendum uppruna á stuttum tíma hefur valdið verulegu álagi á grunnskóla landsins, kennara og annað starfsfólk skólanna. Þeir hafa reynt að mæta þróuninni eftir besta megni og hefur stjórnendum og kennurum skóla verið keppikefli að taka vel á móti þeim nemendum sem hingað koma erlendis frá, sem oft eru í viðkvæmri stöðu og standa höllum fæti. Þrátt fyrir mikla aðlögunarhæfni og góðan vilja gagnvart nýjum áskorunum á þessu sviði hafa kennarar á undanförnum misserum kvaðst vera að sligast undan álagi og telja þeir að sérhæfðari og samræmdari úrræði vanti fyrir þennan hóp þar sem stór hluti tíma kennara við almenn kennslustörf snúi að móttöku barna sem séu að fóta sig í íslensku skólakerfi. Ljóst er að skjótra úrbóta er þörf og því hefur undirrituð ásamt þremur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að samhliða markmiðum í aðgerðaáætlun stjórnvalda verði sett á fót þekkingarsetur til undirbúningsnáms fyrir börn af erlendum uppruna. Um er að ræða móttökuskóla. Bregðumst við ákallinu með móttökuskólum Hér á landi eru ekki reknir eiginlegir móttökuskólar þó svo að móttökudeildir fyrir börn af erlendum uppruna séu að finna í einhverjum grunnskólum. Það hefur þó verið gert í einhverjum mæli á Norðurlöndunum með góðum árangri. Með þekkingarsetri líkt og lagt er er til að verði sett á fót með þingsályktunartillögunni yrði sértækt umhverfi undirbúningsnáms innflytjenda bætt stórlega sem myndi stuðla að hraðari og samræmdari inngildingu barna af erlendum uppruna yfir allt landið. Þekkingarsetrinu fylgi fullt fjármagn en rekstur geti verði í höndum sjálfstæðs aðila. Hugsunin að baki slíku þekkingarsetri er sú að börn hljóti sérhæfða og samræmda kennslu í íslensku með það fyrir augum að byggja undir nám í almennum grunnskólum og það geti þá hraðað því að erlend börn nái fyrr færni og getu til þess að takast á við námsefni sem kennt er á íslensku. Undirstrikað er að það skuli ávallt vera meginmarkmið að barn nái sem allra fyrst þeirri hæfni sem nauðsynleg er til að geta innritast í bekk í sínum heimaskóla og hafi þannig sömu raunverulegu tækifæri til náms og innfædd börn á sama aldri. Undirrituð vonast til að samhliða því að mælt verði fyrir málinu á Alþingi skapist góðar umræður um skref sem þessi sem myndu undirbúa nemendur af erlendum uppruna á grunnskólastigi til þess að takast á við þær áskoranir sem felast í almennu námi eins skjótt og kostur er en gefi jafnframt kennurum í grunnskólum landsins aukið svigrúm til þess að takast á við aðrar áskoranir í því mikilvæga starfi sem þau sinna á hverjum degi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bryndís Haraldsdóttir Grunnskólar Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Sjá meira
Nemendur í íslenskum grunnskólum voru 47.507 talsins haustið 2023 og hafa ekki áður verið fleiri nemendur í skyldunámi á Íslandi. Haustið 2023 hafði 7.361 grunnskólanemandi erlent tungumál að móðurmáli, eða 15,5% nemenda, sem er fjölgun um tæplega 800 frá árinu áður. Grunnskólanemum hefur fjölgað um 392 frá haustinu 2022 eða um 0,8% og er skýringin á fjölguninni aðallega flutningur fólks til landsins en nemendum sem hafa erlent tungumál að móðurmáli hefur fjölgað ár frá ári síðustu ár. Þegar litið er til kennara með kennsluréttindi voru 11,8% þeirra sem voru við kennslu haustið 2021 ekki við kennslu haustið 2022. Tölurnar sýna bersýnilega að fjölgun kennara hefur ekki verið í takti við fjölgun nemenda, þvert á móti fari kennurum fækkandi milli ára. Af því má álykta að kennarar hafi á undanförnum árum fælst úr starfi sökum aukins álags fremur en annað. Skjótra úrbóta er þörf Fjölgun barna af erlendum uppruna á stuttum tíma hefur valdið verulegu álagi á grunnskóla landsins, kennara og annað starfsfólk skólanna. Þeir hafa reynt að mæta þróuninni eftir besta megni og hefur stjórnendum og kennurum skóla verið keppikefli að taka vel á móti þeim nemendum sem hingað koma erlendis frá, sem oft eru í viðkvæmri stöðu og standa höllum fæti. Þrátt fyrir mikla aðlögunarhæfni og góðan vilja gagnvart nýjum áskorunum á þessu sviði hafa kennarar á undanförnum misserum kvaðst vera að sligast undan álagi og telja þeir að sérhæfðari og samræmdari úrræði vanti fyrir þennan hóp þar sem stór hluti tíma kennara við almenn kennslustörf snúi að móttöku barna sem séu að fóta sig í íslensku skólakerfi. Ljóst er að skjótra úrbóta er þörf og því hefur undirrituð ásamt þremur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að samhliða markmiðum í aðgerðaáætlun stjórnvalda verði sett á fót þekkingarsetur til undirbúningsnáms fyrir börn af erlendum uppruna. Um er að ræða móttökuskóla. Bregðumst við ákallinu með móttökuskólum Hér á landi eru ekki reknir eiginlegir móttökuskólar þó svo að móttökudeildir fyrir börn af erlendum uppruna séu að finna í einhverjum grunnskólum. Það hefur þó verið gert í einhverjum mæli á Norðurlöndunum með góðum árangri. Með þekkingarsetri líkt og lagt er er til að verði sett á fót með þingsályktunartillögunni yrði sértækt umhverfi undirbúningsnáms innflytjenda bætt stórlega sem myndi stuðla að hraðari og samræmdari inngildingu barna af erlendum uppruna yfir allt landið. Þekkingarsetrinu fylgi fullt fjármagn en rekstur geti verði í höndum sjálfstæðs aðila. Hugsunin að baki slíku þekkingarsetri er sú að börn hljóti sérhæfða og samræmda kennslu í íslensku með það fyrir augum að byggja undir nám í almennum grunnskólum og það geti þá hraðað því að erlend börn nái fyrr færni og getu til þess að takast á við námsefni sem kennt er á íslensku. Undirstrikað er að það skuli ávallt vera meginmarkmið að barn nái sem allra fyrst þeirri hæfni sem nauðsynleg er til að geta innritast í bekk í sínum heimaskóla og hafi þannig sömu raunverulegu tækifæri til náms og innfædd börn á sama aldri. Undirrituð vonast til að samhliða því að mælt verði fyrir málinu á Alþingi skapist góðar umræður um skref sem þessi sem myndu undirbúa nemendur af erlendum uppruna á grunnskólastigi til þess að takast á við þær áskoranir sem felast í almennu námi eins skjótt og kostur er en gefi jafnframt kennurum í grunnskólum landsins aukið svigrúm til þess að takast á við aðrar áskoranir í því mikilvæga starfi sem þau sinna á hverjum degi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun