Foreldrum hætti til að setja pressu á börn sín Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júní 2024 10:17 Lydía Ósk Ómarsdóttir sálfræðingur ræddi samskipti foreldra við börnin sín þegar kemur að vali á menntaskóla. Sálfræðingur segir foreldra hætta til að gera of mikið úr vali barna sinna á menntaskóla og gefa valinu óeðlilega mikið vægi. Foreldrar upplifi margir hverjir að framtíð barnanna ráðist af valinu og því í hvaða menntaskóla barnið fer. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu í Bylgjunni í morgun. Lydía Ósk Ómarsdóttir sálfræðingur ræddi þar óeðlilega pressu þegar kemur að vali á framhaldsskóla, nú þegar grunnskólabörn útskrifast um land allt. Foreldrar líti á þetta sem mælistiku Lydía segir í Bítinu að börnin sem séu á leið í menntaskóla séu fimmtán, sextán ára. Þau séu því ekki með fullþroskaðan heila og geti ekki séð hlutina í sama samhengi og foreldrarnir. „Þannig það er svolítið okkar hlutverk að hjálpa þeim í gegnum þennan tíma en kannski stundum erum við ekkert rosalega góð í því, kannski við foreldrarnir sérstaklega, af því að við förum að setja of mikið vægi í þetta,“ segir Lydía. Foreldrum hætti til að mæla sinn árangur sem foreldrar út frá því hvaða einkunnir börn þeirra fái og í hvaða menntaskóla þau komist og jafnvel gæði barnanna sjálfra. Það sé skiljanlegt, um sé að ræða einhverskonar ótta um framtíðina. „Okkur finnst þetta samt skipta máli, við erum hrædd, þetta er einhverskonar ótti. Okkur finnst einhvern veginn eins og framtíð barnanna okkar ráðist af þessu og ef þau komast ekki í besta skólann þá einhvern veginn sjáum við fyrir okkur að lífið verði ekki jafn gott eða að þau komist ekki jafn langt í lífinu, sem er auðvitað ekkert rétt.“ Horfi inn á við Lydía minnir á að mikilvægt sé að taka tillit til þess að börn séu fjölbreyttur hópur. Ekki henti einn og sami skólinn hverjum sem er. Þar þurfi foreldrar að hlusta á börn sín og leiðbeina þeim. Sjálf veltir hún fyrir sér hvort börn þurfi að velja framabrautina of ung. „En við þurfum kannski líka bara að hjálpa krökkunum okkar í gegnum þetta og ef einhver er ofboðslega óviss þá kannski bara fer hann í skóla sem opnar kannski bara nokkrar leiðir fyrir viðkomandi þannig að viðkomandi geti valið um útskrift.“ Það að meta virði einstaklinga út frá einkunnum í stærðfræði til að mynda endurspegli að einhverju leyti óheilbrigt viðhorf í samfélaginu. Spurð hvernig foreldrar geti aðgreint heilbrigða pressu, aga, hvatningu frá óeðlilegri pressu segir Lydía: „Ég held að þú þurfir að skoða í rauninni hvaða vægi þú ert að leggja í menntaskólann. Ef þú hugsar: Barnið mitt getur ekki bara fengið að öðlast góða framtíð, getur ekki fengið gott starf, góðar tekjur nema að það komist inn í Versló, eða eitthvað, þá ertu kannski á villigötum.“ Það sé þó í eðli sínu pressa fólgin í því að reyna að komast inn í skólann sem barnið hafi valið sér. Það sé aldrei hægt að losna alfarið við þá pressutilfinningu, spennu og kvíða, jafnvel smá ótta. „Það er alveg eðlilegt að hann sé en hann má ekki vera þannig að hann lami fólk eða leiði fólk út í einhverja vitleysu, þannig að það fari að pressa of mikið á barnið sitt eða gera eitthvað sem er kannski ekki alveg viðeigandi eða í samræmi við raunverulega verkefnið sem er þarna fyrir hendi.“ Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu í Bylgjunni í morgun. Lydía Ósk Ómarsdóttir sálfræðingur ræddi þar óeðlilega pressu þegar kemur að vali á framhaldsskóla, nú þegar grunnskólabörn útskrifast um land allt. Foreldrar líti á þetta sem mælistiku Lydía segir í Bítinu að börnin sem séu á leið í menntaskóla séu fimmtán, sextán ára. Þau séu því ekki með fullþroskaðan heila og geti ekki séð hlutina í sama samhengi og foreldrarnir. „Þannig það er svolítið okkar hlutverk að hjálpa þeim í gegnum þennan tíma en kannski stundum erum við ekkert rosalega góð í því, kannski við foreldrarnir sérstaklega, af því að við förum að setja of mikið vægi í þetta,“ segir Lydía. Foreldrum hætti til að mæla sinn árangur sem foreldrar út frá því hvaða einkunnir börn þeirra fái og í hvaða menntaskóla þau komist og jafnvel gæði barnanna sjálfra. Það sé skiljanlegt, um sé að ræða einhverskonar ótta um framtíðina. „Okkur finnst þetta samt skipta máli, við erum hrædd, þetta er einhverskonar ótti. Okkur finnst einhvern veginn eins og framtíð barnanna okkar ráðist af þessu og ef þau komast ekki í besta skólann þá einhvern veginn sjáum við fyrir okkur að lífið verði ekki jafn gott eða að þau komist ekki jafn langt í lífinu, sem er auðvitað ekkert rétt.“ Horfi inn á við Lydía minnir á að mikilvægt sé að taka tillit til þess að börn séu fjölbreyttur hópur. Ekki henti einn og sami skólinn hverjum sem er. Þar þurfi foreldrar að hlusta á börn sín og leiðbeina þeim. Sjálf veltir hún fyrir sér hvort börn þurfi að velja framabrautina of ung. „En við þurfum kannski líka bara að hjálpa krökkunum okkar í gegnum þetta og ef einhver er ofboðslega óviss þá kannski bara fer hann í skóla sem opnar kannski bara nokkrar leiðir fyrir viðkomandi þannig að viðkomandi geti valið um útskrift.“ Það að meta virði einstaklinga út frá einkunnum í stærðfræði til að mynda endurspegli að einhverju leyti óheilbrigt viðhorf í samfélaginu. Spurð hvernig foreldrar geti aðgreint heilbrigða pressu, aga, hvatningu frá óeðlilegri pressu segir Lydía: „Ég held að þú þurfir að skoða í rauninni hvaða vægi þú ert að leggja í menntaskólann. Ef þú hugsar: Barnið mitt getur ekki bara fengið að öðlast góða framtíð, getur ekki fengið gott starf, góðar tekjur nema að það komist inn í Versló, eða eitthvað, þá ertu kannski á villigötum.“ Það sé þó í eðli sínu pressa fólgin í því að reyna að komast inn í skólann sem barnið hafi valið sér. Það sé aldrei hægt að losna alfarið við þá pressutilfinningu, spennu og kvíða, jafnvel smá ótta. „Það er alveg eðlilegt að hann sé en hann má ekki vera þannig að hann lami fólk eða leiði fólk út í einhverja vitleysu, þannig að það fari að pressa of mikið á barnið sitt eða gera eitthvað sem er kannski ekki alveg viðeigandi eða í samræmi við raunverulega verkefnið sem er þarna fyrir hendi.“
Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Sjá meira