Sorg í Lundúnum og öllum fullkomlega sama um Ísland Valur Páll Eiríksson skrifar 6. júní 2024 17:43 Southgate og Rice sátu fyrir svörum á blaðamannafundi nú síðdegis á æfingasvæði Tottenham. Getty Spennan er iðulega mikil fyrir leikjum Íslands við stórþjóðir og leikur morgundagsins við England á Wembley er þar ekki undantekning. Hjá Tjöllunum er staðan allt önnur. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Lundúnum Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, valdi í dag leikmannahópinn fyrir komandi Evrópumót. Töluvert hafði verið um leka fyrr í dag. Þess efnis að hinn og þessi færi ekki með liðinu til Þýskalands. Frestur til að kynna lokahópinn rennur út á morgun og upprunalega átti að kynna hópinn þá. Síðdegis í dag barst tölvupóstur frá enska knattspyrnusambandinu þar sem greint var frá því að endanlegur leikmannahópur fyrir komandi stórmót yrði kynntur klukkan hálf sex á staðartíma, hálftíma fyrir fyrirhugaðan blaðamannafund Southgate á æfingasvæði Tottenham þar sem enska liðið hefur æft síðustu daga. Declan Rice var til viðtals í dag.Vísir/Ívar Ekkert annað hefur komist að á sjónvarpsstöðum líkt og Sky Sports í allan dag. Enskir kollegar telja upp þennan og hinn sem datt út úr hópnum. James Maddison var fyrstur, svo Jack Grealish, svo Harry Maguire og síðan hefur lokahópurinn verið kynntur og fleiri fylgdu. Sorgin mikil hjá þessum félögum. „Vonsvikinn er ekki nógu sterkt orð,“ sagði Maddison á samfélagsmiðlum. Það er ekki að sjá á enskum fjölmiðlum að liðið eigi leik fyrir höndum á morgun. Enda var ekki minnst einu orði á Ísland á tæplega hálftíma löngum blaðamannafundinum sem haldinn var nú síðdegis. Southgate sömuleiðis.Vísir/Ívar Southgate náðist í stutt viðtal hjá Stöð 2 Sport fyrir blaðamannafundinn og segir daga sem þessa án efa þá erfiðustu í starfi. Declan Rice, leikmaður enska liðsins, sagði sömuleiðis í viðtali við Stöð 2 Sport að dagurinn hafi verið strembinn og sorglegt að sjá á eftir góðum vinum. Það eru því fæstir að spá í leik morgundagsins hér í Lundúnum en sá fer svo sannarlega fram. Þrátt fyrir brotthvarf nokkurra öflugra leikmanna er ljóst að gríðarsterkt lið Englands mætir til leiks og vilja menn eflaust sýna 90 þúsund Englendingum góða frammistöðu áður en haldið verður til Þýskalands. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 á morgun. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:15. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Lundúnum Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, valdi í dag leikmannahópinn fyrir komandi Evrópumót. Töluvert hafði verið um leka fyrr í dag. Þess efnis að hinn og þessi færi ekki með liðinu til Þýskalands. Frestur til að kynna lokahópinn rennur út á morgun og upprunalega átti að kynna hópinn þá. Síðdegis í dag barst tölvupóstur frá enska knattspyrnusambandinu þar sem greint var frá því að endanlegur leikmannahópur fyrir komandi stórmót yrði kynntur klukkan hálf sex á staðartíma, hálftíma fyrir fyrirhugaðan blaðamannafund Southgate á æfingasvæði Tottenham þar sem enska liðið hefur æft síðustu daga. Declan Rice var til viðtals í dag.Vísir/Ívar Ekkert annað hefur komist að á sjónvarpsstöðum líkt og Sky Sports í allan dag. Enskir kollegar telja upp þennan og hinn sem datt út úr hópnum. James Maddison var fyrstur, svo Jack Grealish, svo Harry Maguire og síðan hefur lokahópurinn verið kynntur og fleiri fylgdu. Sorgin mikil hjá þessum félögum. „Vonsvikinn er ekki nógu sterkt orð,“ sagði Maddison á samfélagsmiðlum. Það er ekki að sjá á enskum fjölmiðlum að liðið eigi leik fyrir höndum á morgun. Enda var ekki minnst einu orði á Ísland á tæplega hálftíma löngum blaðamannafundinum sem haldinn var nú síðdegis. Southgate sömuleiðis.Vísir/Ívar Southgate náðist í stutt viðtal hjá Stöð 2 Sport fyrir blaðamannafundinn og segir daga sem þessa án efa þá erfiðustu í starfi. Declan Rice, leikmaður enska liðsins, sagði sömuleiðis í viðtali við Stöð 2 Sport að dagurinn hafi verið strembinn og sorglegt að sjá á eftir góðum vinum. Það eru því fæstir að spá í leik morgundagsins hér í Lundúnum en sá fer svo sannarlega fram. Þrátt fyrir brotthvarf nokkurra öflugra leikmanna er ljóst að gríðarsterkt lið Englands mætir til leiks og vilja menn eflaust sýna 90 þúsund Englendingum góða frammistöðu áður en haldið verður til Þýskalands. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 á morgun. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:15.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira